Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. apríl 2016 07:00 Sturla Jónsson vill koma meðmælalistum í öruggar hendur kjörstjórn er ekki reiðubúin til þess strax og innanríkisráðuneytið bíður á meðan. vísir/anton brink „Maður á að eiga rétt á að koma þessu frá sér og fengið staðfest að maður sé búinn að þessu,“ segir Sturla Jónsson vörubílstjóri sem safnað hefur tilskildum fjölda meðmælenda vegna forsetaframboðs en fær engan til að taka við listanum. Sturla lauk við að safna undirskriftum í mars. Hann segir innanríkisráðuneytið hafa vísað honum með meðmælendalistann til kjörstjórnar sem eigi að yfirfara nöfnin. Hann hafi nú í vikunni rætt við formann kjörstjórnar í sínu kjördæmi, Reykjavík norður, sem ekki hafi viljað veita listanum viðtöku að svo stöddu en sagt það hugsanlega geta orðið eftir um tíu daga. Það yrði þá auglýst sérstaklega. Fréttablaðið náði ekki tal af Erlu S. Árnadóttur, formanni yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í gær. „Það er getið um tímamörk hvenær maður má í seinasta lagi skila þessu en það er ekki getið um tímamörk varðandi hversu snemma má skila,“ segir Sturla sem kveður þetta slæmt því samkvæmt stjórnarskrá séu menn ekki í framboði fyrr en gögnunum hefur verið skilað inn. „Það er ekki það að ég sé með einhverja paranoju en við vitum að það gerist ýmislegt. Hlutir geta týnst eða skemmst. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér, vatnstjón gerir ekki boð á undan sér og það gera innbrot ekki heldur,“ nefnir Sturla sem dæmi um hvað gæti komið fyrir meðmælendalistann. Sturla segist hafa safnað undirskriftunum með því að fara einn í kringum landið og varið til þess 21 degi. „Ég var einfaldlega auðmjúkur og snortinn því það skrifuðu að jafnaði 140 manns á dag undir hjá mér. Ég átti aldrei von á þessu,“ segir frambjóðandinn sem safnaði alls 3.000 undirskriftum. Að lágmarki er krafist 1.500 undirskrifta en Sturla vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og safnaði hámarksfjölda ef einhverju kynni að vera áfátt við einhver nöfn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
„Maður á að eiga rétt á að koma þessu frá sér og fengið staðfest að maður sé búinn að þessu,“ segir Sturla Jónsson vörubílstjóri sem safnað hefur tilskildum fjölda meðmælenda vegna forsetaframboðs en fær engan til að taka við listanum. Sturla lauk við að safna undirskriftum í mars. Hann segir innanríkisráðuneytið hafa vísað honum með meðmælendalistann til kjörstjórnar sem eigi að yfirfara nöfnin. Hann hafi nú í vikunni rætt við formann kjörstjórnar í sínu kjördæmi, Reykjavík norður, sem ekki hafi viljað veita listanum viðtöku að svo stöddu en sagt það hugsanlega geta orðið eftir um tíu daga. Það yrði þá auglýst sérstaklega. Fréttablaðið náði ekki tal af Erlu S. Árnadóttur, formanni yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í gær. „Það er getið um tímamörk hvenær maður má í seinasta lagi skila þessu en það er ekki getið um tímamörk varðandi hversu snemma má skila,“ segir Sturla sem kveður þetta slæmt því samkvæmt stjórnarskrá séu menn ekki í framboði fyrr en gögnunum hefur verið skilað inn. „Það er ekki það að ég sé með einhverja paranoju en við vitum að það gerist ýmislegt. Hlutir geta týnst eða skemmst. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér, vatnstjón gerir ekki boð á undan sér og það gera innbrot ekki heldur,“ nefnir Sturla sem dæmi um hvað gæti komið fyrir meðmælendalistann. Sturla segist hafa safnað undirskriftunum með því að fara einn í kringum landið og varið til þess 21 degi. „Ég var einfaldlega auðmjúkur og snortinn því það skrifuðu að jafnaði 140 manns á dag undir hjá mér. Ég átti aldrei von á þessu,“ segir frambjóðandinn sem safnaði alls 3.000 undirskriftum. Að lágmarki er krafist 1.500 undirskrifta en Sturla vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og safnaði hámarksfjölda ef einhverju kynni að vera áfátt við einhver nöfn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira