H&M í túnfætinum stjórnarmaðurinn skrifar 13. apríl 2016 08:00 Enn berast af því tíðindi í íslenskum fjölmiðlum að sænski tískurisinn H&M hyggist opna verslanir hér á landi. Nú í DV þar sem segir að H&M ætli sér að opna tvær verslanir hér á næstu þremur árum, eina í Smáralind og aðra til á Hafnartorgi sem áætlað er að verði risið árið 2018. Í fréttinni sagði að fasteignafélagið Reginn hefði á undanförum dögum átt í viðræðum við H&M og nú væri svo komið að leigusamningar væru tilbúnir til undirritunar. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort satt reynist, en H&M veitir almennt ekki sérleyfi og því hlýtur að standa til að verslanirnar verði opnaðar á eigin reikning. Slíkt er ekki algengt hér á landi, en langflest alþjóðleg vörumerki sem hingað rata, gera það í samstarfi við heimafólk, oftast með sérleyfissamningum þar sem alþjóðlega fyrirtækið þiggur greiðslur sem nema hlutfalli af veltu. Heimafólkið sér svo um reksturinn. Í raun er ekki einfalt að sjá hvað ætti að fá alþjóðlegt stórfyrirtæki til að líta hingað til lands eftir vexti. Við vitum öll að Ísland er í raun örmarkaður á alþjóðlega vísu og því ekki eftir miklu að slægjast í alþjóðlegu samhengi. Hvað þá fyrir keðju á borð við H&M sem árið 2015 velti ríflega 22 milljörðum Bandaríkjadala og skilaði réttum fjórum milljörðum dala í EBIDTA hagnað. Það eru ríflega 500 milljarðar íslenskra króna! Vandséð er að tvær verslanir á Íslandi komi til með að bæta verulega við þessar afkomutölur. Við það bætist svo að töluverður höfuðverkur getur verið að fylgjast með starfseminni í fjarlægu landi. Í þeim efnum skiptir ekki öllu máli hvort verslanirnar eru tvær eða tvö hundruð. Þessu til viðbótar benda kannanir til þess að H&M sé nú þegar með allt að 30 prósenta hlutdeild á íslenskum fatamarkaði og það án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar eru nú þegar traustir viðskiptavinir H&M, þótt þeir geti einungis nálgast varninginn á ferðum sínum. Spurningin er því hvort H&M h telji raunhæft að hækka þetta hlutfall, og réttlætanlegt að taka á sig þann kostnað og þá fyrirhöfn sem fylgir því að setja upp verslanir. Augljóslega samkvæmt fréttinni, og ef svo er mun stjórnarmaðurinn láta af öllum bölsýnisspám enda byggir fólk ekki upp 22 milljarða dala fyrirtæki án þess að vita hvað það er að gera! Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Enn berast af því tíðindi í íslenskum fjölmiðlum að sænski tískurisinn H&M hyggist opna verslanir hér á landi. Nú í DV þar sem segir að H&M ætli sér að opna tvær verslanir hér á næstu þremur árum, eina í Smáralind og aðra til á Hafnartorgi sem áætlað er að verði risið árið 2018. Í fréttinni sagði að fasteignafélagið Reginn hefði á undanförum dögum átt í viðræðum við H&M og nú væri svo komið að leigusamningar væru tilbúnir til undirritunar. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort satt reynist, en H&M veitir almennt ekki sérleyfi og því hlýtur að standa til að verslanirnar verði opnaðar á eigin reikning. Slíkt er ekki algengt hér á landi, en langflest alþjóðleg vörumerki sem hingað rata, gera það í samstarfi við heimafólk, oftast með sérleyfissamningum þar sem alþjóðlega fyrirtækið þiggur greiðslur sem nema hlutfalli af veltu. Heimafólkið sér svo um reksturinn. Í raun er ekki einfalt að sjá hvað ætti að fá alþjóðlegt stórfyrirtæki til að líta hingað til lands eftir vexti. Við vitum öll að Ísland er í raun örmarkaður á alþjóðlega vísu og því ekki eftir miklu að slægjast í alþjóðlegu samhengi. Hvað þá fyrir keðju á borð við H&M sem árið 2015 velti ríflega 22 milljörðum Bandaríkjadala og skilaði réttum fjórum milljörðum dala í EBIDTA hagnað. Það eru ríflega 500 milljarðar íslenskra króna! Vandséð er að tvær verslanir á Íslandi komi til með að bæta verulega við þessar afkomutölur. Við það bætist svo að töluverður höfuðverkur getur verið að fylgjast með starfseminni í fjarlægu landi. Í þeim efnum skiptir ekki öllu máli hvort verslanirnar eru tvær eða tvö hundruð. Þessu til viðbótar benda kannanir til þess að H&M sé nú þegar með allt að 30 prósenta hlutdeild á íslenskum fatamarkaði og það án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar eru nú þegar traustir viðskiptavinir H&M, þótt þeir geti einungis nálgast varninginn á ferðum sínum. Spurningin er því hvort H&M h telji raunhæft að hækka þetta hlutfall, og réttlætanlegt að taka á sig þann kostnað og þá fyrirhöfn sem fylgir því að setja upp verslanir. Augljóslega samkvæmt fréttinni, og ef svo er mun stjórnarmaðurinn láta af öllum bölsýnisspám enda byggir fólk ekki upp 22 milljarða dala fyrirtæki án þess að vita hvað það er að gera!
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira