Pavel: Við erum miklu sterkari fimm á fimm Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2016 21:30 Pavel var góður í kvöld. vísir/anton "Þetta var ekki auðvelt en við gerðum okkur þetta aðeins auðveldara með því að vera skynsamir," sagði Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, við Vísi etir 72-54 sigur KR á Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld. Eftir að kasta frá sér 24 stiga forskoti í Ljónagryfjunni í síðasta leik var ekkert slíkt í boði hjá meisturunum sem spiluðu afskaplega vel í kvöld. "Við lögðum það sama í þennan leik og við höfum gert í hinum tveimur. Það má segja að síðasti leikur hafi verið, já, skemmtilegur," sagði Pavel og glotti. "Við töpuðum þeim leik ekki því við lögðum okkur ekki fram heldur bara vegna heimsku. Við tókum á því í dag. Þegar við náðum forskoti þá vorum við skynsamir og spiluðum á vopninu okkar," sagði hann. Vopnið sem hann talar um er Michael Craion sem átti góðan leik þrátt fyrir að hitta aðeins úr sjö af 24 skotum sínum. Hann tók í heildina 18 fráköst, þar af tólf sóknarfráköst. "Vopnið okkar var ekki alveg að setja skotin niður í dag en við getum ekki beðið um meira en Mike að fá sniðskot trekk í trekk undir körfunni. Hann er að opna helling fyrir hina fyrir utan," sagði Pavel. "Þetta var bara gott frá A-Ö. Vörnin var til fyrirmyndar og við náðum að loka á Hauk og Loga sem hafa verið erfiðir." KR skaut níu af 23 fyrir utan þriggja stiga línuna en heimamenn fengu mikið af opnum skotum í kvöld. Craion átti heldur betur sinn þátt í því en hann hélt gestunum uppteknum undir körfunni. "Þetta er ákveðinn líkindareikningur. Við erum að fá opin skot. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér líður eins og við séum að fá opin skot trekk í trekk. Þetta er einföld stærðfræði. Við erum að skjóta 35-40 prósent fyrir utan þannig á meðan við fáum þessi opnu skot þá erum við að fara að setja þau af og til," sagði Pavel. KR getur komist í úrslitaeinvígið með sigri í Ljónagryfjunni í næsta leik en hann er ekkert að bóka sigur þar þó honum finnist KR-liðið betra í uppstilltum leik. "Maður verður að taka út fyrir sviga að við erum í DHL-höllinni. Ljónagryfjan er gryfja. Það er réttnefni. Njarðvík er stemningslið og þrífst á þessum látum og þessum áhlaupum sem liðið kemur með," sagði Pavel. "Við verðum að stoppa það. Ég hef engar áhyggjur af því að við fáum ekki skotin, við megum bara ekki leyfa þeim að komast í gírinn. Við þurfum bara að halda þeim í skefjum og láta þá spila fimm á fimm á móti okkur. Þá tel ég okkur miklu sterkara en þá," sagði Pavel Ermolinskij. Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira
"Þetta var ekki auðvelt en við gerðum okkur þetta aðeins auðveldara með því að vera skynsamir," sagði Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, við Vísi etir 72-54 sigur KR á Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld. Eftir að kasta frá sér 24 stiga forskoti í Ljónagryfjunni í síðasta leik var ekkert slíkt í boði hjá meisturunum sem spiluðu afskaplega vel í kvöld. "Við lögðum það sama í þennan leik og við höfum gert í hinum tveimur. Það má segja að síðasti leikur hafi verið, já, skemmtilegur," sagði Pavel og glotti. "Við töpuðum þeim leik ekki því við lögðum okkur ekki fram heldur bara vegna heimsku. Við tókum á því í dag. Þegar við náðum forskoti þá vorum við skynsamir og spiluðum á vopninu okkar," sagði hann. Vopnið sem hann talar um er Michael Craion sem átti góðan leik þrátt fyrir að hitta aðeins úr sjö af 24 skotum sínum. Hann tók í heildina 18 fráköst, þar af tólf sóknarfráköst. "Vopnið okkar var ekki alveg að setja skotin niður í dag en við getum ekki beðið um meira en Mike að fá sniðskot trekk í trekk undir körfunni. Hann er að opna helling fyrir hina fyrir utan," sagði Pavel. "Þetta var bara gott frá A-Ö. Vörnin var til fyrirmyndar og við náðum að loka á Hauk og Loga sem hafa verið erfiðir." KR skaut níu af 23 fyrir utan þriggja stiga línuna en heimamenn fengu mikið af opnum skotum í kvöld. Craion átti heldur betur sinn þátt í því en hann hélt gestunum uppteknum undir körfunni. "Þetta er ákveðinn líkindareikningur. Við erum að fá opin skot. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér líður eins og við séum að fá opin skot trekk í trekk. Þetta er einföld stærðfræði. Við erum að skjóta 35-40 prósent fyrir utan þannig á meðan við fáum þessi opnu skot þá erum við að fara að setja þau af og til," sagði Pavel. KR getur komist í úrslitaeinvígið með sigri í Ljónagryfjunni í næsta leik en hann er ekkert að bóka sigur þar þó honum finnist KR-liðið betra í uppstilltum leik. "Maður verður að taka út fyrir sviga að við erum í DHL-höllinni. Ljónagryfjan er gryfja. Það er réttnefni. Njarðvík er stemningslið og þrífst á þessum látum og þessum áhlaupum sem liðið kemur með," sagði Pavel. "Við verðum að stoppa það. Ég hef engar áhyggjur af því að við fáum ekki skotin, við megum bara ekki leyfa þeim að komast í gírinn. Við þurfum bara að halda þeim í skefjum og láta þá spila fimm á fimm á móti okkur. Þá tel ég okkur miklu sterkara en þá," sagði Pavel Ermolinskij.
Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira