Hakkaður nokkrum mínútum fyrir nýliðavalið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2016 10:45 Draumadagur hins unga ruðningsleikmanns, Laremy Tunsil, snérist upp í hreina martröð er NFL-nýliðavalið fór fram í nótt. Tunsil var einn af bestu leikmönnunum í nýliðavalinu og um tíma var talið að hann færi númer eitt. Er leið nær valinu var því spáð að hann yrði valinn númer þrjú til fjögur. Nokkrum mínútum áður en nýliðavalið hófst birtist myndband á Twitter-síðu hans þar sem hann er að reykja maríjúana. Því myndbandi var svo eytt nokkrum mínútum síðar en það var of seint. Internetið geymir allt og myndbandið má sjá hér að ofan. Drengurinn sagði augljóst að hann hefði verið hakkaður og að myndbandið væri tveggja ára gamalt. Hann hefði ekki sett myndbandið inn enda hefði það verið fullkomlega glórulaust. Myndbandið hafði þó stór áhrif.Tunsil brosti er hann var loksins valinn.vísir/gettyLiðin sem voru að íhuga að velja hann slepptu því. Sögðu fyrst að þetta kom upp hvað meira gæti fylgt drengnum? Hann var á endanum valinn númer 13 af Miami Dolphins. Samkvæmt tölfræðingum munar 1,6 milljörðum í launum á því að vera valinn númer 3 og 13. Þetta er því ansi dýr grikkur sem honum var gerður. Síðar um nóttina var síðan búið að hakka Instagram-reikning leikmannsins og skjáskot birt af honum að biðja þjálfarann sinn í háskóla um peninga. Það má ekki og verður rannsakað. Á blaðamannafundi eftir nýliðavalið viðurkenndi Tunsil að hafa þegið peninga frá fólki tengdu Ole Miss-háskólanum. Spjótin beindust fljótt að stjúpföður Tunsil sem stendur í málaferlum við drenginn. Tunsil var handtekinn síðasta sumar er hann kýldi stjúpföður sinn. Stjúpinn fór síðan í mál í kjölfarið og þeir talast ekki við. Stjúpinn hafnaði öllum ásökunum í gær og sagðist ekki einu sinni vera að horfa á nýliðavalið. Honum væri alveg sama. Þetta var algjörlega ótrúleg atburðarrás sem á sér engin fordæmi. Annars var leikstjórnandinn Jared Goff frá Californíu-háskólanum valinn fyrstur í valinu af Los Angeles Rams. Annar leikstjórnandi, Carson Wentz frá North Dakota, var valinn númer tvö af Philadelphia Eagles. Fyrsti hlauparinn fór númer fjögur er Dallas Cowboys valdi Ezekiel Elliott. Hér má sjá hvernig nýliðavalið fór í nótt en það heldur svo áfram í dag.Jared Goff er kominn til Hollywood og verður andlit Rams sem er komið aftur til Los Angeles. Alvöru pressa á þessum unga manni.vísir/getty NFL Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira
Draumadagur hins unga ruðningsleikmanns, Laremy Tunsil, snérist upp í hreina martröð er NFL-nýliðavalið fór fram í nótt. Tunsil var einn af bestu leikmönnunum í nýliðavalinu og um tíma var talið að hann færi númer eitt. Er leið nær valinu var því spáð að hann yrði valinn númer þrjú til fjögur. Nokkrum mínútum áður en nýliðavalið hófst birtist myndband á Twitter-síðu hans þar sem hann er að reykja maríjúana. Því myndbandi var svo eytt nokkrum mínútum síðar en það var of seint. Internetið geymir allt og myndbandið má sjá hér að ofan. Drengurinn sagði augljóst að hann hefði verið hakkaður og að myndbandið væri tveggja ára gamalt. Hann hefði ekki sett myndbandið inn enda hefði það verið fullkomlega glórulaust. Myndbandið hafði þó stór áhrif.Tunsil brosti er hann var loksins valinn.vísir/gettyLiðin sem voru að íhuga að velja hann slepptu því. Sögðu fyrst að þetta kom upp hvað meira gæti fylgt drengnum? Hann var á endanum valinn númer 13 af Miami Dolphins. Samkvæmt tölfræðingum munar 1,6 milljörðum í launum á því að vera valinn númer 3 og 13. Þetta er því ansi dýr grikkur sem honum var gerður. Síðar um nóttina var síðan búið að hakka Instagram-reikning leikmannsins og skjáskot birt af honum að biðja þjálfarann sinn í háskóla um peninga. Það má ekki og verður rannsakað. Á blaðamannafundi eftir nýliðavalið viðurkenndi Tunsil að hafa þegið peninga frá fólki tengdu Ole Miss-háskólanum. Spjótin beindust fljótt að stjúpföður Tunsil sem stendur í málaferlum við drenginn. Tunsil var handtekinn síðasta sumar er hann kýldi stjúpföður sinn. Stjúpinn fór síðan í mál í kjölfarið og þeir talast ekki við. Stjúpinn hafnaði öllum ásökunum í gær og sagðist ekki einu sinni vera að horfa á nýliðavalið. Honum væri alveg sama. Þetta var algjörlega ótrúleg atburðarrás sem á sér engin fordæmi. Annars var leikstjórnandinn Jared Goff frá Californíu-háskólanum valinn fyrstur í valinu af Los Angeles Rams. Annar leikstjórnandi, Carson Wentz frá North Dakota, var valinn númer tvö af Philadelphia Eagles. Fyrsti hlauparinn fór númer fjögur er Dallas Cowboys valdi Ezekiel Elliott. Hér má sjá hvernig nýliðavalið fór í nótt en það heldur svo áfram í dag.Jared Goff er kominn til Hollywood og verður andlit Rams sem er komið aftur til Los Angeles. Alvöru pressa á þessum unga manni.vísir/getty
NFL Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira