Ungt fólk og eldri borgarar helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 21:35 Ólafur Ragnar nýtur mikils stuðnings meðal þeirra yngstu og elstu. Vísir/Anton Brink Ungt fólk og eldri borgarar eru helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar ef marka má nýja skoðanakönnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem greint var frá í dag. Sé litið til aldursskiptingar kemur í ljós að 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 18-29 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar væri gengið til forsetakosninga í dag. Þá segjast 63,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 68 ára og eldri myndu kjósa Ólaf Ragnar. Stuðningur fólks á aldrinum 30-49 ára og 50-67 ára við Ólaf Ragnar mælist hins vegar minni en á meðal yngsta og elsta aldursbilsins, 51,2 prósent þeirra sem eru á aldrinum 30-49 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar en 47,3 prósent þeirra sem eru á aldursbilinu 50-67 ára. Er þessu öfugt farið hjá Andra Snæ Magnasyni en helstu stuðningsmenn hans eru á aldursbilunum 30-49 ára (29,1%) og 50-67 (27,6%) ef marka má skoðanakönnun MMR. Andri nýtur minnst fylgis meðal 68 ára og eldri eða 19,6 prósent. Sé litið á þá flokka sem MMR notar til þess að greina niðurstöður könnunarinnar sést að Ólafur Ragnar leiðir í öllum flokkum nema tveimur en Andri Snær nýtur mest fylgis allra frambjóðanda meðal þeirra sem eru með mesta menntun og meðal þeirra sem starfa sem sérfræðingar.Líkt og kom fram á Vísi í dag nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings landsmanna samkvæmt könnunni, mælist hann með 52,6 prósent fylgi. Andri Snær Magnason er sá sem næst komst Ólafi og mælist með 29,4 prósenta fylgi. Halla Tómasdóttir mældist með 8,8 prósenta fylgi en fylgi annarra frambjóðenda mældist undir 2 prósentum. Alls tóku 953 þátt í könnuninni sem gerð var dagana 22. til 26. apríl síðastliðinn. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Ungt fólk og eldri borgarar eru helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar ef marka má nýja skoðanakönnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem greint var frá í dag. Sé litið til aldursskiptingar kemur í ljós að 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 18-29 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar væri gengið til forsetakosninga í dag. Þá segjast 63,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 68 ára og eldri myndu kjósa Ólaf Ragnar. Stuðningur fólks á aldrinum 30-49 ára og 50-67 ára við Ólaf Ragnar mælist hins vegar minni en á meðal yngsta og elsta aldursbilsins, 51,2 prósent þeirra sem eru á aldrinum 30-49 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar en 47,3 prósent þeirra sem eru á aldursbilinu 50-67 ára. Er þessu öfugt farið hjá Andra Snæ Magnasyni en helstu stuðningsmenn hans eru á aldursbilunum 30-49 ára (29,1%) og 50-67 (27,6%) ef marka má skoðanakönnun MMR. Andri nýtur minnst fylgis meðal 68 ára og eldri eða 19,6 prósent. Sé litið á þá flokka sem MMR notar til þess að greina niðurstöður könnunarinnar sést að Ólafur Ragnar leiðir í öllum flokkum nema tveimur en Andri Snær nýtur mest fylgis allra frambjóðanda meðal þeirra sem eru með mesta menntun og meðal þeirra sem starfa sem sérfræðingar.Líkt og kom fram á Vísi í dag nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings landsmanna samkvæmt könnunni, mælist hann með 52,6 prósent fylgi. Andri Snær Magnason er sá sem næst komst Ólafi og mælist með 29,4 prósenta fylgi. Halla Tómasdóttir mældist með 8,8 prósenta fylgi en fylgi annarra frambjóðenda mældist undir 2 prósentum. Alls tóku 953 þátt í könnuninni sem gerð var dagana 22. til 26. apríl síðastliðinn.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira