Opnar hönnunar- og listamiðstöð í gömlu kartöflugeymslunum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. vísir/Vilhelm „Allar grófu framkvæmdirnar eru búnar í rauninni, það sem við ætlum að gera núna í sumar er að klára húsið alveg að utan og lóðina þannig að það sé tilbúið fyrir starfsemi í haust,“ segir Kristinn Brynjólfsson, innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður. Hann er eigandi rúmlega 2.600 fermetra húsnæðis sem hýsti áður gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku og hyggst opna þar hönnunar- og listamiðstöð í haust. Útgangspunkturinn er hönnun og list og í raun allar skapandi greinar, og verða mismunandi aðilar með rekstrarrými. „Þetta verður að vera lifandi, og starfsemin verður síbreytileg,“ segir Kristinn. „Það er alveg opið hvernig starfsemi verður, en það skiptir öllu máli að það veljist inn starfsemi sem vinni vel hver með annarri svo að þetta verði eins og ein stór heild.“ Teikningar gera ráð fyrir verslunarrými, sýningarsal, fjölnotasal og bílaplani auk veitingahúss. Gert er ráð fyrir að veitingahúsið taki 157 manns í sæti. „Auglýst verður eftir rekstraraðila í veitingahúsið. Ég sé fyrir mér að ég sjái um hönnunina og húsgögnin með áherslu á íslenska hönnun og að síðan kæmi rekstraraðili að því,“ segir Kristinn. „Starfsemin á að vera þannig að hún dragi að bæði Íslendinga og ferðamenn til að sjá íslenska hönnun og listir og þá skiptir veitingahúsið máli upp á að fólk geti komið og fengið sér kaffi eða borðað. Þetta getur verið opið á kvöldin líka, opnunartíminn verður ekki endilega hinn hefðbundni níu til fimm,“ segir Kristinn. Byggingin á sér langa sögu. Hún var upphaflega reist í Hvalfirði sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni en eftir stríð var hún flutt á núverandi stað og nýtt sem kartöflugeymsla í áratugi. Hún var síðan endurbyggð frá grunni og bættust tvær nýbyggingar við. Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. „Það má segja að þetta sé draumaverkefni. Þessar gömlu kartöflugeymslur og jarðhús eru svo góður efniviður, það gerist ekki betra,“ segir Kristinn Brynjólfsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
„Allar grófu framkvæmdirnar eru búnar í rauninni, það sem við ætlum að gera núna í sumar er að klára húsið alveg að utan og lóðina þannig að það sé tilbúið fyrir starfsemi í haust,“ segir Kristinn Brynjólfsson, innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður. Hann er eigandi rúmlega 2.600 fermetra húsnæðis sem hýsti áður gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku og hyggst opna þar hönnunar- og listamiðstöð í haust. Útgangspunkturinn er hönnun og list og í raun allar skapandi greinar, og verða mismunandi aðilar með rekstrarrými. „Þetta verður að vera lifandi, og starfsemin verður síbreytileg,“ segir Kristinn. „Það er alveg opið hvernig starfsemi verður, en það skiptir öllu máli að það veljist inn starfsemi sem vinni vel hver með annarri svo að þetta verði eins og ein stór heild.“ Teikningar gera ráð fyrir verslunarrými, sýningarsal, fjölnotasal og bílaplani auk veitingahúss. Gert er ráð fyrir að veitingahúsið taki 157 manns í sæti. „Auglýst verður eftir rekstraraðila í veitingahúsið. Ég sé fyrir mér að ég sjái um hönnunina og húsgögnin með áherslu á íslenska hönnun og að síðan kæmi rekstraraðili að því,“ segir Kristinn. „Starfsemin á að vera þannig að hún dragi að bæði Íslendinga og ferðamenn til að sjá íslenska hönnun og listir og þá skiptir veitingahúsið máli upp á að fólk geti komið og fengið sér kaffi eða borðað. Þetta getur verið opið á kvöldin líka, opnunartíminn verður ekki endilega hinn hefðbundni níu til fimm,“ segir Kristinn. Byggingin á sér langa sögu. Hún var upphaflega reist í Hvalfirði sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni en eftir stríð var hún flutt á núverandi stað og nýtt sem kartöflugeymsla í áratugi. Hún var síðan endurbyggð frá grunni og bættust tvær nýbyggingar við. Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. „Það má segja að þetta sé draumaverkefni. Þessar gömlu kartöflugeymslur og jarðhús eru svo góður efniviður, það gerist ekki betra,“ segir Kristinn Brynjólfsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent