Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2016 16:03 Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, segist íhuga framboð til forseta Íslands alvarlega þessa dagana. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að konur skori í auknum mæli á hana. „Ég tek þetta alvarlega og mun íhuga þetta,“ segir Berglind sem nefnd hefur verið í umræðunni um mögulega forsetaframbjóðendur undanfarna mánuði. Hún tjáði sig um mögulegt framboð við RÚV fyrr í dag og segir mikla fjölgun í stuðningshópnum hafa ýtt henni undir feldinn fyrir alvöru. Berglind segist ekki ætla að gefa sér mikinn tíma til að velta málinu fyrir sér. Fjórar vikur eru í að skila þarf listum yfir stuðningsmenn og þar með staðfesta framboðið. Gengið verður að kjörborðinu laugardaginn 25. júní. Aðspurð hvort ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, að bjóða sig fram þvert á nýársávarp hans hafi eitthvað með málið að gera neitar hún fyrir það. Það sé fyrst og fremst fjöldi kvenna sem hafi leitað til hennar. „Það er það sem ég er að upplifa svona sterkt. Þetta er konur á ólíkum aldri, bæði úti á landi og fyrir sunnan. Það er það sem mér finnst einkenna þetta.“ Berglind lýkur störfum sem sendiherra Íslands í Frakklandi á árinu eftir fimm ára dvöl í París. Hún segir óvíst hvað taki við. Ákvörðun um framboð til forseta Íslands sé ekki auðveld og snerti alla fjölskylduna. Ákvörðunar sé þó að vænta á allra næstu dögum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, segist íhuga framboð til forseta Íslands alvarlega þessa dagana. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að konur skori í auknum mæli á hana. „Ég tek þetta alvarlega og mun íhuga þetta,“ segir Berglind sem nefnd hefur verið í umræðunni um mögulega forsetaframbjóðendur undanfarna mánuði. Hún tjáði sig um mögulegt framboð við RÚV fyrr í dag og segir mikla fjölgun í stuðningshópnum hafa ýtt henni undir feldinn fyrir alvöru. Berglind segist ekki ætla að gefa sér mikinn tíma til að velta málinu fyrir sér. Fjórar vikur eru í að skila þarf listum yfir stuðningsmenn og þar með staðfesta framboðið. Gengið verður að kjörborðinu laugardaginn 25. júní. Aðspurð hvort ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, að bjóða sig fram þvert á nýársávarp hans hafi eitthvað með málið að gera neitar hún fyrir það. Það sé fyrst og fremst fjöldi kvenna sem hafi leitað til hennar. „Það er það sem ég er að upplifa svona sterkt. Þetta er konur á ólíkum aldri, bæði úti á landi og fyrir sunnan. Það er það sem mér finnst einkenna þetta.“ Berglind lýkur störfum sem sendiherra Íslands í Frakklandi á árinu eftir fimm ára dvöl í París. Hún segir óvíst hvað taki við. Ákvörðun um framboð til forseta Íslands sé ekki auðveld og snerti alla fjölskylduna. Ákvörðunar sé þó að vænta á allra næstu dögum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira