Björk ekki fjárhagslegur bakhjarl Andra Snæs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2016 15:28 Andri Snær og Björk á fundi í Gamla bíói í nóvember. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Andri Snær Magnason snæddi með Björk og Vigdísi Finnbogadóttur á veitingahúsinu Bergson á dögunum. Hittingur þeirra var þó ekki um helgina, eins og ætla mátti af mynd sem birtist af þeim þremur í Facebook-hópnum Frægir á ferð um helgina. Andri segir í samtali við Vísi að það hafi sannarlega verið heiður að snæða með þeim Björk og Vigdísi. Það hafi verið í tilefni af því þegar viljayfirlýsing um stofnun hálendisþjóðgarðs lá fyrir. Björk og Vigdís eru miklir unnendur íslenskrar náttúru líkt og Andri Snær. Hann segir ekki vita hvort þær séu yfirlýstir stuðningsmenn hans eður ei. „Björk og Vigdís eru vinir og samherjar úr náttúruverndarbaráttunni, ég vona auðvitað að þær séu stuðningsmenn en þú verður að spyrja þær,“ segir Andri Snær. Þau Björk hafa unnið saman að verndun hálendisins og orðróm verið komið af stað um að Andri njóti fjárhagslegs stuðnings Bjarkar. Hann neitar því. „Nei, en öllum er frjálst að styrkja framboð mitt. Ég er með opinn kosningasjóð og hámarksgreiðsla er 400.000 krónur. Öllu bókhaldi verður skilað til Ríkisendurskoðunar.“Myndin úr Facebook-hópnum Frægir á ferð sem vakti athygli um helgina.Ólafur Ragnar gæti hætt við að hætta við að hætta Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, breytti landslaginu í baráttunni um forsetaembættið umtalsvert á dögunum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í sjötta skipti. Sitt sýnist hverjum um ákvörðun Ólafs. „Hann sagði eitt um áramótin og annað um daginn. Kannski skiptir hann aftur um skoðun, hver veit? Þar liggur óvissan,“ segir Andir Snær sem verið hefur á faraldsfæti um landið undanfarið. „Ég var með fínan fund á Hótel Ísafirði og meira en 200 manns komu á fund á KEA á Akureyri. Ég hitti góðan hóp á Seyðisfirði og hitti fólk óformlega á Hólmavík, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn. Ég verð á Rifi og Selfossi í vikunni og við eigum eftir að fara stærri og hring síðar í sumar. Ég þarf að komast á Bíldudal, Kópasker og Neskaupsstað.“ Aðspurður hvort hann líti helst til Vigdísar, Ólafs Ragnars eða annars sem fyrirmynd í embætti forseta Íslands segir Andri Snær: „Ég er alinn upp á tímum Vigdísar og hún hefur haft mikil áhrif á mig, í uppvexti og síðar í persónulegum kynnum. Ég hef notið góðs af fólki sem hefur verið á landinu á vegum Ólafs Ragnars í verkefnum tengdum loftslagsmálum og sé embættið sem farveg fyrir nýjar hugmyndir. Við þurfum að skerpa á hlutverki og setutíma forseta og í stjórnarskrármálinu sýnist mér að bestu lendinguna sé að finna í hugmyndum Sveins Björnssonar frá 1944.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Andri Snær Magnason snæddi með Björk og Vigdísi Finnbogadóttur á veitingahúsinu Bergson á dögunum. Hittingur þeirra var þó ekki um helgina, eins og ætla mátti af mynd sem birtist af þeim þremur í Facebook-hópnum Frægir á ferð um helgina. Andri segir í samtali við Vísi að það hafi sannarlega verið heiður að snæða með þeim Björk og Vigdísi. Það hafi verið í tilefni af því þegar viljayfirlýsing um stofnun hálendisþjóðgarðs lá fyrir. Björk og Vigdís eru miklir unnendur íslenskrar náttúru líkt og Andri Snær. Hann segir ekki vita hvort þær séu yfirlýstir stuðningsmenn hans eður ei. „Björk og Vigdís eru vinir og samherjar úr náttúruverndarbaráttunni, ég vona auðvitað að þær séu stuðningsmenn en þú verður að spyrja þær,“ segir Andri Snær. Þau Björk hafa unnið saman að verndun hálendisins og orðróm verið komið af stað um að Andri njóti fjárhagslegs stuðnings Bjarkar. Hann neitar því. „Nei, en öllum er frjálst að styrkja framboð mitt. Ég er með opinn kosningasjóð og hámarksgreiðsla er 400.000 krónur. Öllu bókhaldi verður skilað til Ríkisendurskoðunar.“Myndin úr Facebook-hópnum Frægir á ferð sem vakti athygli um helgina.Ólafur Ragnar gæti hætt við að hætta við að hætta Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, breytti landslaginu í baráttunni um forsetaembættið umtalsvert á dögunum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í sjötta skipti. Sitt sýnist hverjum um ákvörðun Ólafs. „Hann sagði eitt um áramótin og annað um daginn. Kannski skiptir hann aftur um skoðun, hver veit? Þar liggur óvissan,“ segir Andir Snær sem verið hefur á faraldsfæti um landið undanfarið. „Ég var með fínan fund á Hótel Ísafirði og meira en 200 manns komu á fund á KEA á Akureyri. Ég hitti góðan hóp á Seyðisfirði og hitti fólk óformlega á Hólmavík, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn. Ég verð á Rifi og Selfossi í vikunni og við eigum eftir að fara stærri og hring síðar í sumar. Ég þarf að komast á Bíldudal, Kópasker og Neskaupsstað.“ Aðspurður hvort hann líti helst til Vigdísar, Ólafs Ragnars eða annars sem fyrirmynd í embætti forseta Íslands segir Andri Snær: „Ég er alinn upp á tímum Vigdísar og hún hefur haft mikil áhrif á mig, í uppvexti og síðar í persónulegum kynnum. Ég hef notið góðs af fólki sem hefur verið á landinu á vegum Ólafs Ragnars í verkefnum tengdum loftslagsmálum og sé embættið sem farveg fyrir nýjar hugmyndir. Við þurfum að skerpa á hlutverki og setutíma forseta og í stjórnarskrármálinu sýnist mér að bestu lendinguna sé að finna í hugmyndum Sveins Björnssonar frá 1944.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira