Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2016 14:07 Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum segir að hann hafi tapað í sextán forkosningum í ríkjum þar sem mikill ójöfnuður ríkir vegna þess að „fátækir kjósa ekki.“ „Það er bara staðreynd,“ sagði Sanders í viðtali við fréttastofu NBC aðspurður um ósigra sína í þeim ríkjum þar sem mikill munur er á milli þeirra sem ríkastir eru og þeirra sem fátækastir eru. „Þetta er sorglegur raunveruleiki Bandaríkjanna í dag og þetta er eitthvað sem við þurfum að breyta,“ sagði Sanders. Sanders hefur byggt kosningaherferð sína á loforði um að draga úr ójöfnuði í Bandaríkjunum. Hefur hann hlotið mikinn stuðning frá grasrótarhópum þar í landi sem berjast fyrir sömu markmiðum. Fær hann mjög mikið af litlum framlögum í kosningasjóði sína frá slíkum hópum. Magnið er hinsvegar svo mikið að hann er farinn að safna hærri upphæðum í hverjum mánuði en Hillary Clinton, helsti andstæðingur Sanders. Þrátt fyrir það hefur Clinton unnið sigra í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem meðaltekjur eru hvað lægstar. Sanders útskýrir það með tilliti til þess að fátækt fólk sé síður líklegra til þess að kjósa í kosningum. „Í Bandaríkjunum er ein lægsta kjörsókn allra ríkja í heiminum,“ sagði Sanders. „Okkur hefur tekist vel að ná til ungs fólks en í síðustu kosningum, árið 2014, tóku 80 prósent af þeim teljast undir fátæktarmörkum ekki þátt í kosningunum.“ Sanders segir að ef það takist að fá fátæka til þess að taka þátt í kosningum myndi það gjörbreyta hinu pólitíska landslagi. „Ef okkur tekst að auka kjörsókn fátækra og ungs fólks, ef við náum 75 prósent kjörsókn í þessum hópum, munum við gjörbreyta Bandaríkjunum,“ sagði Sanders. Róðurinn er orðinn þungur fyrir Sanders eftir sigur Hillary Clinton í forkosningunum í New York ríki. Framundan eru forkosningar í fimm ríkjum þann 26. apríl, þar á meðal í Pennsylvaníu-ríki þar sem 189 kjörmenn eru í boði. Þarf Sanders nauðsynlega á sigri að halda ætli hann að sigra Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrata-flokksins. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum segir að hann hafi tapað í sextán forkosningum í ríkjum þar sem mikill ójöfnuður ríkir vegna þess að „fátækir kjósa ekki.“ „Það er bara staðreynd,“ sagði Sanders í viðtali við fréttastofu NBC aðspurður um ósigra sína í þeim ríkjum þar sem mikill munur er á milli þeirra sem ríkastir eru og þeirra sem fátækastir eru. „Þetta er sorglegur raunveruleiki Bandaríkjanna í dag og þetta er eitthvað sem við þurfum að breyta,“ sagði Sanders. Sanders hefur byggt kosningaherferð sína á loforði um að draga úr ójöfnuði í Bandaríkjunum. Hefur hann hlotið mikinn stuðning frá grasrótarhópum þar í landi sem berjast fyrir sömu markmiðum. Fær hann mjög mikið af litlum framlögum í kosningasjóði sína frá slíkum hópum. Magnið er hinsvegar svo mikið að hann er farinn að safna hærri upphæðum í hverjum mánuði en Hillary Clinton, helsti andstæðingur Sanders. Þrátt fyrir það hefur Clinton unnið sigra í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem meðaltekjur eru hvað lægstar. Sanders útskýrir það með tilliti til þess að fátækt fólk sé síður líklegra til þess að kjósa í kosningum. „Í Bandaríkjunum er ein lægsta kjörsókn allra ríkja í heiminum,“ sagði Sanders. „Okkur hefur tekist vel að ná til ungs fólks en í síðustu kosningum, árið 2014, tóku 80 prósent af þeim teljast undir fátæktarmörkum ekki þátt í kosningunum.“ Sanders segir að ef það takist að fá fátæka til þess að taka þátt í kosningum myndi það gjörbreyta hinu pólitíska landslagi. „Ef okkur tekst að auka kjörsókn fátækra og ungs fólks, ef við náum 75 prósent kjörsókn í þessum hópum, munum við gjörbreyta Bandaríkjunum,“ sagði Sanders. Róðurinn er orðinn þungur fyrir Sanders eftir sigur Hillary Clinton í forkosningunum í New York ríki. Framundan eru forkosningar í fimm ríkjum þann 26. apríl, þar á meðal í Pennsylvaníu-ríki þar sem 189 kjörmenn eru í boði. Þarf Sanders nauðsynlega á sigri að halda ætli hann að sigra Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrata-flokksins.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira