Segir Ólaf Ragnar skipa sér á bekk með Mugabe Höskuldur Kári Schram skrifar 21. apríl 2016 18:45 Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé með ákvörðun sinni um að gefa kost á sér á ný að skipa sér á bekk með þaulsetnustu forsetum heims á borð við Mugabe. Hún gefur lítið fyrir rök forseta um óvissuástand í samfélaginu og segir að hann hefði átt að sýna öðrum frambjóðendum virðingu með því að vera heiðarlegur í sínu máli. Halla lýsti yfir framboði 17. mars síðastliðinn en í dag opnaði hún kosningamiðstöð sína að Hæðasmára í Kópavogi. Hún segist ekki hafa íhugað að draga framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér á ný. „Ég tel að [ákvörðun Ólafs] muni skerpa línurnar í þessari kosningabaráttu. Þetta er lýðræðislegur réttur hans af því að við erum ekki búin að skýra leikreglurnar og setja mörk á það hversu lengi forseti Íslands má sitja. En ég er óneitanlega ekki stolt af því að sitjandi forseti skuli skipa sér á bekk með einræðisherrum eins og Mugabe,“ segir Halla. Hún gefur lítið fyrir rök Ólafs um ríkjandi óvissu í íslensku samfélagi og segir að hann ætti frekar að vera heiðarlegur og sýna öðrum virðingu með því að viðurkenna að hann vilji einfaldlega vera forseti áfram. „Ég held að hann hafi verið að segja þessa hluti frá því ég var í sex ára bekk. Ég man fyrst að hann talaði um óvissu og ótta þegar ég var í sex ára bekk. Ég er að verða fimmtug núna. Ég held að hann hafi fengið fullt af tækifærum í nógu langan tíma til að sýna hvað hann getur lagt af mörkum. Nú er kominn tími á nýjan tón og skipta um plötu á fóninum og horfa til framtíðar,“ segir Halla. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé með ákvörðun sinni um að gefa kost á sér á ný að skipa sér á bekk með þaulsetnustu forsetum heims á borð við Mugabe. Hún gefur lítið fyrir rök forseta um óvissuástand í samfélaginu og segir að hann hefði átt að sýna öðrum frambjóðendum virðingu með því að vera heiðarlegur í sínu máli. Halla lýsti yfir framboði 17. mars síðastliðinn en í dag opnaði hún kosningamiðstöð sína að Hæðasmára í Kópavogi. Hún segist ekki hafa íhugað að draga framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér á ný. „Ég tel að [ákvörðun Ólafs] muni skerpa línurnar í þessari kosningabaráttu. Þetta er lýðræðislegur réttur hans af því að við erum ekki búin að skýra leikreglurnar og setja mörk á það hversu lengi forseti Íslands má sitja. En ég er óneitanlega ekki stolt af því að sitjandi forseti skuli skipa sér á bekk með einræðisherrum eins og Mugabe,“ segir Halla. Hún gefur lítið fyrir rök Ólafs um ríkjandi óvissu í íslensku samfélagi og segir að hann ætti frekar að vera heiðarlegur og sýna öðrum virðingu með því að viðurkenna að hann vilji einfaldlega vera forseti áfram. „Ég held að hann hafi verið að segja þessa hluti frá því ég var í sex ára bekk. Ég man fyrst að hann talaði um óvissu og ótta þegar ég var í sex ára bekk. Ég er að verða fimmtug núna. Ég held að hann hafi fengið fullt af tækifærum í nógu langan tíma til að sýna hvað hann getur lagt af mörkum. Nú er kominn tími á nýjan tón og skipta um plötu á fóninum og horfa til framtíðar,“ segir Halla.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira