Telur ákvörðun Ólafs hafa verið rétta Höskuldur Kári Schram skrifar 9. maí 2016 22:02 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að draga framboð sitt til baka. Eiríkur segir að ákvörðun forseta muni hafa mikil áhrif á komandi kosningabaráttu. Hann segir hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvernig atkvæði stuðningsmanna Ólafs munu dreifast yfir á aðra frambjóðendur. „Ég myndi halda að óbreyttu, og án þess að hafa séð tölurnar, að Ólafur og Davíð séu að leita á sömu mið. Þó hefði ég haldið að skírskotun Ólafs væri breiðari einfaldlega sökum þess að hann hefur verið forseti þetta lengi,“ segir Eiríkur. Af því leiði að möguleikar Davíðs séu eilítið þrengri en ella. „Hins vegar getur þetta náttúrulega breytt stöðunni þannig að menn geti stillt upp á nýjan leik.“ Að mati Eiríks ofmat sitjandi forseti stuðning við áframhaldandi setu í embætti. „Það í samblandi við þessar upplýsingar í Panama-skjölunum auk framboða fleiri aðila hafa orðið til þess að Ólafur stóð einfaldlega frammi fyrir því að sigurlíkurnar voru ekki nægjanlegar.“ „Í ljósi umræðunnar í kjölfar þess að hann sagði frá framboði sínu og talna sem kannanir sýna þá sýnist mér þetta hafa verið rétt ákvörðun hjá honum,“ segir Eiríkur að lokum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fór að efast um framboð sitt fyrir fjórum dögum Er ekki tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóðanda. 9. maí 2016 16:04 Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að draga framboð sitt til baka. Eiríkur segir að ákvörðun forseta muni hafa mikil áhrif á komandi kosningabaráttu. Hann segir hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvernig atkvæði stuðningsmanna Ólafs munu dreifast yfir á aðra frambjóðendur. „Ég myndi halda að óbreyttu, og án þess að hafa séð tölurnar, að Ólafur og Davíð séu að leita á sömu mið. Þó hefði ég haldið að skírskotun Ólafs væri breiðari einfaldlega sökum þess að hann hefur verið forseti þetta lengi,“ segir Eiríkur. Af því leiði að möguleikar Davíðs séu eilítið þrengri en ella. „Hins vegar getur þetta náttúrulega breytt stöðunni þannig að menn geti stillt upp á nýjan leik.“ Að mati Eiríks ofmat sitjandi forseti stuðning við áframhaldandi setu í embætti. „Það í samblandi við þessar upplýsingar í Panama-skjölunum auk framboða fleiri aðila hafa orðið til þess að Ólafur stóð einfaldlega frammi fyrir því að sigurlíkurnar voru ekki nægjanlegar.“ „Í ljósi umræðunnar í kjölfar þess að hann sagði frá framboði sínu og talna sem kannanir sýna þá sýnist mér þetta hafa verið rétt ákvörðun hjá honum,“ segir Eiríkur að lokum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fór að efast um framboð sitt fyrir fjórum dögum Er ekki tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóðanda. 9. maí 2016 16:04 Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Ólafur Ragnar fór að efast um framboð sitt fyrir fjórum dögum Er ekki tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóðanda. 9. maí 2016 16:04