Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. maí 2016 12:08 Guðni í Salnum Kópavogi þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Vísir/Ernir „Ertu ekki að grínast?“ spurði forsetaframbjóðandinn Guðni Th Jóhannesson þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali og tjáði honum niðurstöður skoðanakönnunar MMR sem birt var í dag. Í könnuninni mælist Guðni með 59,2 prósent fylgi. „Mér þykir vænt um það traust sem Íslendingar sýna mér margir og held ótrauður áfram að kynna mín sjónarmið. Mér finnst það fagnaðarefni að eftir því sem líður á eykst fylgið frekar en hitt. En skoðanakannanir skipta ekki máli heldur niðurstaða fólksins sem velur forsetann 25. júní,“ segir Guðni en stóra málið segir hann auðvitað að atkvæðin skili sér í kjörkassann. Stuðningsmenn Guðna flykktust að undirskriftarlistunum þegar hann tilkynnti framboð sitt 5. maí síðastliðinn. Hér má sjá básinn sem geymdi undirskriftarlista fyrir höfuðborgarsvæðið.Vísir/ErnirÍ könnuninni mældist Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti með 25,2 prósenta fylgi og Andri Snær Magnason rithöfundur með 8,8 prósenta fylgi. Þá bættist Davíð Oddson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri við á síðasta degi könnunarinnar og mældist með 3,1 prósent. Athuga verður þó að aðeins 27 prósent aðspurðra fengu Davíð sem valkost. Brotthvarf ÓRG kemur ekki á óvart Þá flutti blaðamaður Guðna einnig þau tíðindi að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefði hætt við framboð en Guðni var staddur á minningarathöfn þegar tíðindin bárust. „Þessi tíðindi koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég vænti þess að næsti forseti, hver sem það verður, fagni því að Ólafur Ragnar haldi áfram að láta til sín taka fyrir Íslands hönd. Til dæmis í málefnum Norðurslóða og á vettvangi endurnýtanlegrar orku þar sem hann er svo sannarlega á heimavelli. Og framtíð hans verði á þann veg sem hann sá fyrir og lýsti ágætlega í nýársávarpi sínu.“ Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni að nú væri ljóst að komnir væru fram sterkir frambjóðendur sem nytu víðtæks stuðnings á meðal þjóðarinnar. Þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt í apríl þá sagðist Ólafur myndu fagna því ef annar frambjóðandi kæmi fram sem þjóðin myndi heldur vilja kjósa til embættis forseta. Þá myndi hann fljúga glaður til móts við frelsið. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52 Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
„Ertu ekki að grínast?“ spurði forsetaframbjóðandinn Guðni Th Jóhannesson þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali og tjáði honum niðurstöður skoðanakönnunar MMR sem birt var í dag. Í könnuninni mælist Guðni með 59,2 prósent fylgi. „Mér þykir vænt um það traust sem Íslendingar sýna mér margir og held ótrauður áfram að kynna mín sjónarmið. Mér finnst það fagnaðarefni að eftir því sem líður á eykst fylgið frekar en hitt. En skoðanakannanir skipta ekki máli heldur niðurstaða fólksins sem velur forsetann 25. júní,“ segir Guðni en stóra málið segir hann auðvitað að atkvæðin skili sér í kjörkassann. Stuðningsmenn Guðna flykktust að undirskriftarlistunum þegar hann tilkynnti framboð sitt 5. maí síðastliðinn. Hér má sjá básinn sem geymdi undirskriftarlista fyrir höfuðborgarsvæðið.Vísir/ErnirÍ könnuninni mældist Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti með 25,2 prósenta fylgi og Andri Snær Magnason rithöfundur með 8,8 prósenta fylgi. Þá bættist Davíð Oddson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri við á síðasta degi könnunarinnar og mældist með 3,1 prósent. Athuga verður þó að aðeins 27 prósent aðspurðra fengu Davíð sem valkost. Brotthvarf ÓRG kemur ekki á óvart Þá flutti blaðamaður Guðna einnig þau tíðindi að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefði hætt við framboð en Guðni var staddur á minningarathöfn þegar tíðindin bárust. „Þessi tíðindi koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég vænti þess að næsti forseti, hver sem það verður, fagni því að Ólafur Ragnar haldi áfram að láta til sín taka fyrir Íslands hönd. Til dæmis í málefnum Norðurslóða og á vettvangi endurnýtanlegrar orku þar sem hann er svo sannarlega á heimavelli. Og framtíð hans verði á þann veg sem hann sá fyrir og lýsti ágætlega í nýársávarpi sínu.“ Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni að nú væri ljóst að komnir væru fram sterkir frambjóðendur sem nytu víðtæks stuðnings á meðal þjóðarinnar. Þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt í apríl þá sagðist Ólafur myndu fagna því ef annar frambjóðandi kæmi fram sem þjóðin myndi heldur vilja kjósa til embættis forseta. Þá myndi hann fljúga glaður til móts við frelsið.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52 Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52
Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Óformlegar kannanir um fylgi Davíðs Oddsonar verða að duga þangað til formlegri kannanir líta dagsins ljós. 9. maí 2016 09:38