Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. maí 2016 09:38 Það er enginn vafi á því að framboð Davíðs Oddsonar til forseta Íslands á eftir að hrista vel upp í kosningabaráttunni en hann tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. „Fyrir örfáum vikum er ekki víst að nokkurn mann hefði órað fyrir að í kosningabaráttunni næsta sumar myndu takast á meðal annarra sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Það er engu að síður staðan. Hver eru viðbrögð fólks við þessum nýjustu tíðindum. Við fórum og könnuðum viðbrögð almennings,“ sagði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 áður en hann tók Kringlugesti tali til að spyrja þá um skoðun á framboðinu. Nokkrir voru jákvæðir í garð framboðsins. „Mér líst vel á það. Nú veit maður loksins hvað maður á að kjósa,“ sagði karlmaður á sjötugsaldri. Hann hló þegar hann var spurður hvern hann myndi kjósa. „Hvað ætla ég að kjósa? Hann Davíð auðvitað.“ Flestir þeirra sem teknir voru tali lýstu þó yfir vonbrigðum sínum með tíðindi gærdagsins. „Mér finnst það bara alveg glatað,“ sagði kona sem sagðist jafnframt ekki geta hugsað sér að kjósa Davíð til forseta. „Hans tími er liðinn.“ Ungur maður sem staddur var í Kringlunni hafði aðeins eitt um framboðið að segja: „Skelfilegt.“ Hann sagðist ekki ætla að kjósa Davíð. „Allt nema Davíð,“ sagði annar ungur maður sem sagðist aldrei myndu kjósa Davíð Oddson. „Ég held að þegar þeir komi þrír saman þá verði Guðni sigurvegarinn, svipað og þegar Vigdís fór inn,“ sagði eldri maður. „Hann getur bara haldið sig hjá Morgunblaðinu,“ sagði maður á þrítugsaldri. Sjá má skoðanir allra Kringlugesta sem teknir voru tali í myndskeiðinu hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Falskri söguskoðun haldið að þjóðinni Sigmundur Davíð sver sig í hefðina. 26. maí 2015 15:11 Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Það er enginn vafi á því að framboð Davíðs Oddsonar til forseta Íslands á eftir að hrista vel upp í kosningabaráttunni en hann tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. „Fyrir örfáum vikum er ekki víst að nokkurn mann hefði órað fyrir að í kosningabaráttunni næsta sumar myndu takast á meðal annarra sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Það er engu að síður staðan. Hver eru viðbrögð fólks við þessum nýjustu tíðindum. Við fórum og könnuðum viðbrögð almennings,“ sagði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 áður en hann tók Kringlugesti tali til að spyrja þá um skoðun á framboðinu. Nokkrir voru jákvæðir í garð framboðsins. „Mér líst vel á það. Nú veit maður loksins hvað maður á að kjósa,“ sagði karlmaður á sjötugsaldri. Hann hló þegar hann var spurður hvern hann myndi kjósa. „Hvað ætla ég að kjósa? Hann Davíð auðvitað.“ Flestir þeirra sem teknir voru tali lýstu þó yfir vonbrigðum sínum með tíðindi gærdagsins. „Mér finnst það bara alveg glatað,“ sagði kona sem sagðist jafnframt ekki geta hugsað sér að kjósa Davíð til forseta. „Hans tími er liðinn.“ Ungur maður sem staddur var í Kringlunni hafði aðeins eitt um framboðið að segja: „Skelfilegt.“ Hann sagðist ekki ætla að kjósa Davíð. „Allt nema Davíð,“ sagði annar ungur maður sem sagðist aldrei myndu kjósa Davíð Oddson. „Ég held að þegar þeir komi þrír saman þá verði Guðni sigurvegarinn, svipað og þegar Vigdís fór inn,“ sagði eldri maður. „Hann getur bara haldið sig hjá Morgunblaðinu,“ sagði maður á þrítugsaldri. Sjá má skoðanir allra Kringlugesta sem teknir voru tali í myndskeiðinu hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Falskri söguskoðun haldið að þjóðinni Sigmundur Davíð sver sig í hefðina. 26. maí 2015 15:11 Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20