„Þetta lítur ekki út eins og barn" Birta Björnsdóttir skrifar 8. maí 2016 19:30 Cleane með dóttur sína, Duda. Fyrstu tilfelli hinnar svokölluðu Zika-veiru voru greind í Zika-frumskóginum í Úganda árið 1947. Í maí árið 2015 staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst þar í landi en í kjölfarið hefur hún breiðst út. Á dögunum var kynnt ný skýrsla UNICEF um stöðu mála í þessum efnum í Suður- og Mið-Ameríku. „Niðurstöður skýrslunnar eru að Zika-veiran nær núna nánast út um alla álfuna. Hún fyrirfinnst í um 20 ríkjum eða svæðum og er orðin verulega útbreidd um alla Rómönsku Ameríku og á Kyrrahafi," segir Stefán Ingi Stefánsson, yfirmaður fjáröflunar og samfélagslegrar ábyrgðar hjá UNICEF í Suður- og Mið-Ameríku. Í Brasilíu og Kólumbíu er faraldskúrfan komin lengst og áhrif veirunnar farin að koma fram. Það á ekki síst við um þau tilfelli þar sem barnshafandi konur hafa smitast af Zika-veirunni og eignast nú börn sem fæðast með smáhöfuð. „Við erum að boða aukna áherslu á stuðning við þær fjölskyldur jafnhliða því að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, og koma í veg fyrir smit," segir Stefán. Stuðningurinn fer ekki bara fram með heilbriðgðisþjónustu fyrir þau börn sem fæðast með smáhöfuð. Fræðsla gegn fordómum er einnig mikilvæg. Brasilíska stúlkan Duda fættist með smáhöfuð. Hún verður alin upp af fósturmæðrum eftir að foreldrar hennar treystu sér ekki til að eiga hana. Fósturmæðurnar segja fræðslu um veiruna og afleiðingar hennar mikilvæga. „Fullt að fólki horfir skringilega á okkur þegar við erum með hana," segir Cleane, ein fósturmæðra Duda litlu. „Ég hef meira að segja heyrt fólk hvísla "Er þetta barn sem þær eru með? Þetta lítur ekki út eins og barn."" „Útbreiðsla veirunnar er ekki að hætta, hún heldur áfram að breiðast út. Áhrif smits hafa líka verið staðfest, til dæmis áhrif þess á taugakerfið og ófædd börn. Ýmislegt sem haldið var fram um veiruna í upphafi hefur reynst vera satt og rétt," segir Stefán. „Ég veit ekki hvort hægt sé að tala um alheimsfaraldur en veiran er sannarlega að breiðast út um alla Norður- og Suður-Ameríku. Samhliða því erum við svo sem betur fer búin að öðlast betri skilning á því hvernig er best að berjast við sjúkdóminn. Þetta er ekki sjúkdómur sem kemur til með að leggja samfélög á hliðina, en hefur auðvitað mikil áhrif á þau sem fyrir honum verða." Zíka Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Fyrstu tilfelli hinnar svokölluðu Zika-veiru voru greind í Zika-frumskóginum í Úganda árið 1947. Í maí árið 2015 staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst þar í landi en í kjölfarið hefur hún breiðst út. Á dögunum var kynnt ný skýrsla UNICEF um stöðu mála í þessum efnum í Suður- og Mið-Ameríku. „Niðurstöður skýrslunnar eru að Zika-veiran nær núna nánast út um alla álfuna. Hún fyrirfinnst í um 20 ríkjum eða svæðum og er orðin verulega útbreidd um alla Rómönsku Ameríku og á Kyrrahafi," segir Stefán Ingi Stefánsson, yfirmaður fjáröflunar og samfélagslegrar ábyrgðar hjá UNICEF í Suður- og Mið-Ameríku. Í Brasilíu og Kólumbíu er faraldskúrfan komin lengst og áhrif veirunnar farin að koma fram. Það á ekki síst við um þau tilfelli þar sem barnshafandi konur hafa smitast af Zika-veirunni og eignast nú börn sem fæðast með smáhöfuð. „Við erum að boða aukna áherslu á stuðning við þær fjölskyldur jafnhliða því að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, og koma í veg fyrir smit," segir Stefán. Stuðningurinn fer ekki bara fram með heilbriðgðisþjónustu fyrir þau börn sem fæðast með smáhöfuð. Fræðsla gegn fordómum er einnig mikilvæg. Brasilíska stúlkan Duda fættist með smáhöfuð. Hún verður alin upp af fósturmæðrum eftir að foreldrar hennar treystu sér ekki til að eiga hana. Fósturmæðurnar segja fræðslu um veiruna og afleiðingar hennar mikilvæga. „Fullt að fólki horfir skringilega á okkur þegar við erum með hana," segir Cleane, ein fósturmæðra Duda litlu. „Ég hef meira að segja heyrt fólk hvísla "Er þetta barn sem þær eru með? Þetta lítur ekki út eins og barn."" „Útbreiðsla veirunnar er ekki að hætta, hún heldur áfram að breiðast út. Áhrif smits hafa líka verið staðfest, til dæmis áhrif þess á taugakerfið og ófædd börn. Ýmislegt sem haldið var fram um veiruna í upphafi hefur reynst vera satt og rétt," segir Stefán. „Ég veit ekki hvort hægt sé að tala um alheimsfaraldur en veiran er sannarlega að breiðast út um alla Norður- og Suður-Ameríku. Samhliða því erum við svo sem betur fer búin að öðlast betri skilning á því hvernig er best að berjast við sjúkdóminn. Þetta er ekki sjúkdómur sem kemur til með að leggja samfélög á hliðina, en hefur auðvitað mikil áhrif á þau sem fyrir honum verða."
Zíka Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent