Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2016 10:44 Um 1300 gistirými er að finna í Mýrdalshreppi. vísir/heiða Meirihluti sveitastjórnarfólks í Mýrdalshreppi eru aðilar í ferðaþjónustu. Sveitarstjórnin ákvað á dögunum að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort vandamálið og fólk vilji búa í hefðbundnu samfélagi. Sveitarstjórnarmenn séu ekki vanhæfir vegna eiginhagsmuna til ákvörðunartöku sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi er skipuð þeim Elínu Einarsdóttur oddvita, Evu Dögg Þorsteinsdóttur, Þráni Sigurðssyni og Eiríki Tryggva Ástþórssyni og Inga Má Björnssyni. Oddvitinn Elín rekur Sólheimahjáleigu sem býður upp á gistingu fyrir tugi manns og Eva Dögg gistingu í Garðakoti. Báðir staðir eru utan þess svæðis sem bann á útleigu nær til. Þá býður Þráinn Sigurðsson einnig upp á gistingu innan þéttbýlisins.Ákvörðun hefur ekkert með samkeppni að gera Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir engan hafa vikið af fundi þegar ákveðið var að gera breytingarnar, enda engin ástæða verið til. Ákvörðunin hafi ekkert með samkeppni að gera. Mikill skortur sé á íbúðarhúsnæði í bænum sem sé samfélagslegt vandamál og þá sé töluvert ónæði sem hljótist af skammtímaleigunni. Væri fólk að gæta sinna hagsmuna hefði verið auðveldast að takmarka lóðaframboð. Betra væri að útvega fólki lóðum fyrir rekstur gistiheimila en að troða þeim inn í íbúðarhverfi. Hann segir ferðamenn sem sæki í íbúðirnar koma á öllum tímum sólarhringsins og séu að leita að íbúðunum sem valdi ónæði fyrir íbúa bæjarins. Íbúar í Vík vilji búa í hefðbundnu samfélagi þar sem fólk býr í húsunum sínum og greiði sína skatta.Sjá einnig:Breytingar í Berlín vegna Airbnb Hér eftir mun því sveitarstjórnin veita neikvæða umsögn þegar eigendur íbúðahúsnæðis óska eftir leyfi til að leigja út húsnæði til skammtímaleigu. Þeir sem þegar hafa tilskyld leyfi geta haldið þeim til ársins 2022. Um 540 manns búa í Mýrdalshreppi en gistirými í hreppnum eru um 1300 samkvæmt upplýsingum úr Morgunblaðinu í vikunni. Það gera rúmlega tvö rými á hvern íbúa í hreppnum. Hins vegar þarf að hafa í huga að fjölmargir sem koma að rýmunum eru ekki íbúar í hreppnum.Uppfært klukkan 13:59Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Eiríkur Tryggvi Ástþórsson biði einnig upp á gistingu. Hið rétta er að hann leigir hús í sinni eigu til pars sem í framhaldinu rekur heimagistingu. Beðist er velvirðingar á þessu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22 Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Meirihluti sveitastjórnarfólks í Mýrdalshreppi eru aðilar í ferðaþjónustu. Sveitarstjórnin ákvað á dögunum að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort vandamálið og fólk vilji búa í hefðbundnu samfélagi. Sveitarstjórnarmenn séu ekki vanhæfir vegna eiginhagsmuna til ákvörðunartöku sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi er skipuð þeim Elínu Einarsdóttur oddvita, Evu Dögg Þorsteinsdóttur, Þráni Sigurðssyni og Eiríki Tryggva Ástþórssyni og Inga Má Björnssyni. Oddvitinn Elín rekur Sólheimahjáleigu sem býður upp á gistingu fyrir tugi manns og Eva Dögg gistingu í Garðakoti. Báðir staðir eru utan þess svæðis sem bann á útleigu nær til. Þá býður Þráinn Sigurðsson einnig upp á gistingu innan þéttbýlisins.Ákvörðun hefur ekkert með samkeppni að gera Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir engan hafa vikið af fundi þegar ákveðið var að gera breytingarnar, enda engin ástæða verið til. Ákvörðunin hafi ekkert með samkeppni að gera. Mikill skortur sé á íbúðarhúsnæði í bænum sem sé samfélagslegt vandamál og þá sé töluvert ónæði sem hljótist af skammtímaleigunni. Væri fólk að gæta sinna hagsmuna hefði verið auðveldast að takmarka lóðaframboð. Betra væri að útvega fólki lóðum fyrir rekstur gistiheimila en að troða þeim inn í íbúðarhverfi. Hann segir ferðamenn sem sæki í íbúðirnar koma á öllum tímum sólarhringsins og séu að leita að íbúðunum sem valdi ónæði fyrir íbúa bæjarins. Íbúar í Vík vilji búa í hefðbundnu samfélagi þar sem fólk býr í húsunum sínum og greiði sína skatta.Sjá einnig:Breytingar í Berlín vegna Airbnb Hér eftir mun því sveitarstjórnin veita neikvæða umsögn þegar eigendur íbúðahúsnæðis óska eftir leyfi til að leigja út húsnæði til skammtímaleigu. Þeir sem þegar hafa tilskyld leyfi geta haldið þeim til ársins 2022. Um 540 manns búa í Mýrdalshreppi en gistirými í hreppnum eru um 1300 samkvæmt upplýsingum úr Morgunblaðinu í vikunni. Það gera rúmlega tvö rými á hvern íbúa í hreppnum. Hins vegar þarf að hafa í huga að fjölmargir sem koma að rýmunum eru ekki íbúar í hreppnum.Uppfært klukkan 13:59Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Eiríkur Tryggvi Ástþórsson biði einnig upp á gistingu. Hið rétta er að hann leigir hús í sinni eigu til pars sem í framhaldinu rekur heimagistingu. Beðist er velvirðingar á þessu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22 Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22
Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01