Vilja ekki fólk í gámum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Húsnæðisskortur í Vík í Mýrdal er fylgifiskur aukins ferðamannafjölda. Sveitarstjórinn segir fjármagni ekki rétt skipt til uppbyggingar. vísir/Friðrik „Við höfum sett stopp á að fleiri íbúðarhús fari undir skammtímaleigu til ferðamanna svo sem leigu í gegnum Airbnb,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Mikill húsnæðisskortur er í bæjarfélaginu sem glímir við vaxtarverki vegna aukins ferðamannafjölda. „Hér er húsnæðisskortur og við þurfum líka að horfa til þess að hér verði bæjarlíf, venjulegt samfélag. Það dugar okkur ekki að fá bara fasteignagjöldin greidd,“ segir sveitarstjórinn. Sem dæmi um húsnæðisskortinn í Vík óskaði Guðjón Gestsson, svæðisstjóri Kjarvals á Suðurlandi, nýverið eftir bráðabirgðaheimild frá 15. maí til 1. október til að setja upp tvo gáma fyrir aftan verslunina í Vík til að hafa þar aðstöðu fyrir sumarstarfsfólk. Gámana hugsaði hann sem gistingu og salernisaðstöðu fyrir starfsfólkið. Sveitarstjórnin hafnaði beiðninni og leitar annarra lausna. „Við viljum ekki að fólk búi í gámum á bak við hús og vinnum í því að finna aðrar lausnir,“ segir Ásgeir. „Það hefur orðið mikil breyting í bæjarfélaginu,“ segir hann og bætir við að bæjarbúum hafa fjölgað um 12,5% á einu og hálfu ári. „Við erum fámennt sveitarfélag og þurfum fleiri hendur til að sinna þeim verkum sem fylgja uppbyggingu í ferðamannaiðnaði. Þetta er ekki neikvætt en við þurfum að bregðast við þessu engu að síður,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir fjármagn til uppbyggingar á helstu ferðamannastöðum landsins ekki verða tekið úr sveitarsjóði 550 manna sveitarfélags þegar þangað komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. „Við þurfum að fá fjármagn til að gera það sem gera þarf í uppbyggingu fyrir ferðamenn. Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár, sem er tæpur helmingur á við nágranna okkar í austri og þó er umferðin um Reynisfjall, þ.e. til Víkur, rúmlega tvöfalt meiri en um Mýrdalssand,“ segir Ásgeir. „Við fengum til dæmis hvorki peninga til að setja í bílastæði eða bætt aðgengi í Reynisfjöru og við Sólheimajökul, en 30 milljónir fóru í bílastæði í Skaftafelli en þangað kemur aðeins brot þeirra ferðamanna sem sækja þessa staði heim og ég hélt að þar væri ágætt bílastæði lagt bundnu slitlagi. Peningum er greinilega ekki skipt miðað við hvernig ferðamannastraumurinn flæðir um landið.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
„Við höfum sett stopp á að fleiri íbúðarhús fari undir skammtímaleigu til ferðamanna svo sem leigu í gegnum Airbnb,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Mikill húsnæðisskortur er í bæjarfélaginu sem glímir við vaxtarverki vegna aukins ferðamannafjölda. „Hér er húsnæðisskortur og við þurfum líka að horfa til þess að hér verði bæjarlíf, venjulegt samfélag. Það dugar okkur ekki að fá bara fasteignagjöldin greidd,“ segir sveitarstjórinn. Sem dæmi um húsnæðisskortinn í Vík óskaði Guðjón Gestsson, svæðisstjóri Kjarvals á Suðurlandi, nýverið eftir bráðabirgðaheimild frá 15. maí til 1. október til að setja upp tvo gáma fyrir aftan verslunina í Vík til að hafa þar aðstöðu fyrir sumarstarfsfólk. Gámana hugsaði hann sem gistingu og salernisaðstöðu fyrir starfsfólkið. Sveitarstjórnin hafnaði beiðninni og leitar annarra lausna. „Við viljum ekki að fólk búi í gámum á bak við hús og vinnum í því að finna aðrar lausnir,“ segir Ásgeir. „Það hefur orðið mikil breyting í bæjarfélaginu,“ segir hann og bætir við að bæjarbúum hafa fjölgað um 12,5% á einu og hálfu ári. „Við erum fámennt sveitarfélag og þurfum fleiri hendur til að sinna þeim verkum sem fylgja uppbyggingu í ferðamannaiðnaði. Þetta er ekki neikvætt en við þurfum að bregðast við þessu engu að síður,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir fjármagn til uppbyggingar á helstu ferðamannastöðum landsins ekki verða tekið úr sveitarsjóði 550 manna sveitarfélags þegar þangað komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. „Við þurfum að fá fjármagn til að gera það sem gera þarf í uppbyggingu fyrir ferðamenn. Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár, sem er tæpur helmingur á við nágranna okkar í austri og þó er umferðin um Reynisfjall, þ.e. til Víkur, rúmlega tvöfalt meiri en um Mýrdalssand,“ segir Ásgeir. „Við fengum til dæmis hvorki peninga til að setja í bílastæði eða bætt aðgengi í Reynisfjöru og við Sólheimajökul, en 30 milljónir fóru í bílastæði í Skaftafelli en þangað kemur aðeins brot þeirra ferðamanna sem sækja þessa staði heim og ég hélt að þar væri ágætt bílastæði lagt bundnu slitlagi. Peningum er greinilega ekki skipt miðað við hvernig ferðamannastraumurinn flæðir um landið.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira