Game of Thrones: Komdu og sjáðu bleika bréfið Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2016 12:15 Vísir/HBO Hér að neðan verður farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones, A Song of Ice and Fire bókunum og kenningar um framhaldið. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu kannski að staðnæmast og hugsa sinn gang. Síðasti séns. via GIPHYJon Snow fékk sent bréf frá Ramsay Bolton í síðasta þætti Game of Thrones. Lesendur A Song of Ice and Fire bókanna hafa kallað bréfið bleika bréfið um árabil vegna vaxins sem notað var til að innsigla það. Bréfið var stílað á bastarðinn, eða Jon Snow, og í því fer Ramsay fram á að Jon skili Sönsu. Ramsay segir Jon hafa svikið sitt eigið fólk og norðrið með því að hleypa villingunum í gegnum vegginn. Hann segir líka frá því að Rickon sé í dýflissu Winterfell. Verði Sönsu ekki skilað muni Ramsay ráðast á Jon Snow og drepa alla villingana. HBO hafa nú birt bréfið sem notað var í þættinum á vefsvæði sínu. Sem og áður hafa lesendur þó gert sér í hugarlund að á bakvið bréfið sé ákveðið ráðabrugg eða leyndarmál. Margir telja að Ramsay hafi í raun ekki skrifað það, en vert er að hafa í huga að mikill munur er á milli bréfanna í bókunum og þáttunum og tímasetningin er einnig allt önnur. Hægt er að lesa bréfið úr bókunum hér, sem og nokkrar kenningar um uppruna þess. (Þetta er helst fyrir þá sem hafa lesið bækurnar, þar sem munurinn er töluverður)Deilt um höfundinn Eftir að síðasti þáttur var sýndur voru nokkrir áhorfendur þáttanna sannfærðir um að Sansa hefði sjálf skrifað það. Hún var að reyna að sannfæra Jon Snow um að hjálpa sér að endurheimta Winterfell. Hann hafði neitað henni en bréfið gerði þó útslagið. Sú kenning er þó hæpin og þá sérstaklega þar sem hún ætti ekki að hafa hugmynd um að Ramsay hefði komið höndum yfir Rickon. Önnur kenning gengur út að að Littlefinger hafi skrifað það. Hann hefur þegar gert samning við krúnuna um að stjórna norðrinu ef hann sigri Bolton ættina og hann er á leiðinni norður með her. Það væri kjörið fyrir hann að losa sig við tvær flugur með einu höggi. Láta Jon Snow og Ramsay sigra hvorn annan. Einn af leikstjórum þáttanna hefur nú dregið af allan vafa, en áhugasamir geta lesið um það hér. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hér að neðan verður farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones, A Song of Ice and Fire bókunum og kenningar um framhaldið. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu kannski að staðnæmast og hugsa sinn gang. Síðasti séns. via GIPHYJon Snow fékk sent bréf frá Ramsay Bolton í síðasta þætti Game of Thrones. Lesendur A Song of Ice and Fire bókanna hafa kallað bréfið bleika bréfið um árabil vegna vaxins sem notað var til að innsigla það. Bréfið var stílað á bastarðinn, eða Jon Snow, og í því fer Ramsay fram á að Jon skili Sönsu. Ramsay segir Jon hafa svikið sitt eigið fólk og norðrið með því að hleypa villingunum í gegnum vegginn. Hann segir líka frá því að Rickon sé í dýflissu Winterfell. Verði Sönsu ekki skilað muni Ramsay ráðast á Jon Snow og drepa alla villingana. HBO hafa nú birt bréfið sem notað var í þættinum á vefsvæði sínu. Sem og áður hafa lesendur þó gert sér í hugarlund að á bakvið bréfið sé ákveðið ráðabrugg eða leyndarmál. Margir telja að Ramsay hafi í raun ekki skrifað það, en vert er að hafa í huga að mikill munur er á milli bréfanna í bókunum og þáttunum og tímasetningin er einnig allt önnur. Hægt er að lesa bréfið úr bókunum hér, sem og nokkrar kenningar um uppruna þess. (Þetta er helst fyrir þá sem hafa lesið bækurnar, þar sem munurinn er töluverður)Deilt um höfundinn Eftir að síðasti þáttur var sýndur voru nokkrir áhorfendur þáttanna sannfærðir um að Sansa hefði sjálf skrifað það. Hún var að reyna að sannfæra Jon Snow um að hjálpa sér að endurheimta Winterfell. Hann hafði neitað henni en bréfið gerði þó útslagið. Sú kenning er þó hæpin og þá sérstaklega þar sem hún ætti ekki að hafa hugmynd um að Ramsay hefði komið höndum yfir Rickon. Önnur kenning gengur út að að Littlefinger hafi skrifað það. Hann hefur þegar gert samning við krúnuna um að stjórna norðrinu ef hann sigri Bolton ættina og hann er á leiðinni norður með her. Það væri kjörið fyrir hann að losa sig við tvær flugur með einu höggi. Láta Jon Snow og Ramsay sigra hvorn annan. Einn af leikstjórum þáttanna hefur nú dregið af allan vafa, en áhugasamir geta lesið um það hér.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira