Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2016 19:00 „Ég geri mér grein fyrir því að í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi. Hann leiðir í skoðanakönnunum fyrir komandi forsetakosningar og hafa aðrir frambjóðendur gagnrýnt hann að undanförnu.Davíð Oddsson var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýndi Guðna Th og sagði Davíð meðal annars að Guðni ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni. Guðni Th. var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður að því hvort hann ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti„Nei, það er ekki rétt. Ég vil að við lærum af fortíðinni og þess vegna vil ég að því ákvæði verði komið í stjórnarskránna að þjóðin sjálf eigi lokaorðið í stærstu málum,“ segir Guðni sem vill að tilskilinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er frekar sakleysilegt og heitir ekki kollvörpun.“Davíð gagnrýndi Guðna um helgina.Fréttablaðið/ErnirEkkert að fela varðandi Icesave Davíð gagnrýndi einnig Guðna fyrir að hafa stutt Icesave-samningana á sínum tíma. Guðni segist hins vegar ekkert hafa að fela þegar kemur að Icesave. „Ég hef aldrei dregið dul á það að ég studdi og samþykkti Icesave III samninginn eins og 40 prósent kjósenda og meginþorri þingmanna, nær allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Maður hlustaði á rök með og á móti og tók svo sína upplýstu ákvörðun,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi einungis verið fræðimaður á þessum tíma og beri ekki ábyrgð á Icesave eða öðru sem því tengist. „Ég var saklaus sagnfræðingur og ætli menn að finna örlagavalda í þeirri sögu verða menn að leita eitthvert annað,“ segir Guðni.„Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö.“ Sem fræðimaður hefur Guðni skrifað mikið um þorskastríðin en Davíð sagði Guðna hafa lýst því yfir að þorskastríðið hefði ekki verið nein hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Guðni segir að það sé of djúpt í árinni tekið, þorskastríðinn séu mikilvægasti þátturinn í utanríkisstefnu landsins. Hann hafi hins vegar bent á að hér heima, á meðan þorskastríðunum stóð, hafi þjóðin alls ekki verið sammála um þær aðferðir sem beita skyldi í átökunum við Breta. „Hér heima deildu menn um aðferðir og hnakkrifust jafnvel, skipherrarnir sögðu að ráðherrarnir væru eintómar liðleskjur og gungur. Svo sömdum við stundum. Árið 1961, í fyrsta þorskastríðinu, þegar við færðum út í 12 mílur þá var það Viðreisnarstjórn Ólaf Thors og Bjarna Benediktssonar sem gerði landhelgissamning við Breta. „Mesti landráðarsamningur allra tíma,“ sagði stjórnarandstaðan,“ segir Guðni sem þvertekur fyrir að með þessu sé hann að gera lítið úr þorskastríðunum. „Með þessu er maður ekkert að gera lítið úr hetjum hafsins, köllunum sem ég hef talað svoleiðis margoft við og er heiður af að eiga fyrir vini. Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö. Allir vita það úr eigin lífi að raunveruleikinn er flóknari en svo,“ segir Guðni.Hlusta má á viðtalið við Guðna Th í heild sinni hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
„Ég geri mér grein fyrir því að í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi. Hann leiðir í skoðanakönnunum fyrir komandi forsetakosningar og hafa aðrir frambjóðendur gagnrýnt hann að undanförnu.Davíð Oddsson var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýndi Guðna Th og sagði Davíð meðal annars að Guðni ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni. Guðni Th. var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður að því hvort hann ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti„Nei, það er ekki rétt. Ég vil að við lærum af fortíðinni og þess vegna vil ég að því ákvæði verði komið í stjórnarskránna að þjóðin sjálf eigi lokaorðið í stærstu málum,“ segir Guðni sem vill að tilskilinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er frekar sakleysilegt og heitir ekki kollvörpun.“Davíð gagnrýndi Guðna um helgina.Fréttablaðið/ErnirEkkert að fela varðandi Icesave Davíð gagnrýndi einnig Guðna fyrir að hafa stutt Icesave-samningana á sínum tíma. Guðni segist hins vegar ekkert hafa að fela þegar kemur að Icesave. „Ég hef aldrei dregið dul á það að ég studdi og samþykkti Icesave III samninginn eins og 40 prósent kjósenda og meginþorri þingmanna, nær allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Maður hlustaði á rök með og á móti og tók svo sína upplýstu ákvörðun,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi einungis verið fræðimaður á þessum tíma og beri ekki ábyrgð á Icesave eða öðru sem því tengist. „Ég var saklaus sagnfræðingur og ætli menn að finna örlagavalda í þeirri sögu verða menn að leita eitthvert annað,“ segir Guðni.„Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö.“ Sem fræðimaður hefur Guðni skrifað mikið um þorskastríðin en Davíð sagði Guðna hafa lýst því yfir að þorskastríðið hefði ekki verið nein hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Guðni segir að það sé of djúpt í árinni tekið, þorskastríðinn séu mikilvægasti þátturinn í utanríkisstefnu landsins. Hann hafi hins vegar bent á að hér heima, á meðan þorskastríðunum stóð, hafi þjóðin alls ekki verið sammála um þær aðferðir sem beita skyldi í átökunum við Breta. „Hér heima deildu menn um aðferðir og hnakkrifust jafnvel, skipherrarnir sögðu að ráðherrarnir væru eintómar liðleskjur og gungur. Svo sömdum við stundum. Árið 1961, í fyrsta þorskastríðinu, þegar við færðum út í 12 mílur þá var það Viðreisnarstjórn Ólaf Thors og Bjarna Benediktssonar sem gerði landhelgissamning við Breta. „Mesti landráðarsamningur allra tíma,“ sagði stjórnarandstaðan,“ segir Guðni sem þvertekur fyrir að með þessu sé hann að gera lítið úr þorskastríðunum. „Með þessu er maður ekkert að gera lítið úr hetjum hafsins, köllunum sem ég hef talað svoleiðis margoft við og er heiður af að eiga fyrir vini. Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö. Allir vita það úr eigin lífi að raunveruleikinn er flóknari en svo,“ segir Guðni.Hlusta má á viðtalið við Guðna Th í heild sinni hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23