Sjö vikna fríi Sigmundar Davíðs að ljúka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2016 11:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Anton Brink Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, reiknar með því að dagar hans á Alþingi þessa vikuna verði þeir síðustu, í bili að minnsta kosti. Hjálmar Bogi hefur staðið vaktina undanfarnar vikur fyrir forsætisráðherrann fyrrverandi Sigmund Davíð Gunnlaugsson síðan hann sagði af sér í kjölfar umfjöllunar um hann og eiginkonu hans í tengslum við Panamaskjölin. Sigmundur Davíð ákvað að segja af sér sem forsætisráðherra þann 5. apríl en halda áfram sem bæði formaður og þingmaður Framsóknar. Í framhaldinu fór hann í langþráð frí sem nú hefur varið í sex vikur. Hjálmar Bogi segist eiga von á Sigmundi aftur á þing á mánudaginn.Hjálmar Bogi Hafliðason.Vill ræða Dettifossveginn í síðustu vikunni „Það var talað um minnst þrjár vikur í upphafi,“ segir Hjálmar sem var nýlentur á Reykjavíkurflugvelli þegar Vísir náði af honum tali. Bæjarfulltrúinn og kennarinn segir síðustu vikur hafa verið annasamar en hann hafi sinnt þingmennskunni á virkum dögum í höfuðborginni en svo haldið norður yfir helgarnar. Hjálmar er spenntur fyrir umræðum um búvörusamninginn, sem verður til umræðu um helgina. Hann hafi rætt þau mál við bændur um helgina en er þó ekki viss um hvort hann taki til máls undir þeim lið í dag. Þá ætli hann að reyna að koma sjónarmiðum sínum og sveitunga hans að næstu daga er varða Dettifossveginn. Nauðsynlegt sé að setja peninga í vegagerð á svæðinu og raunar löngu tímabært. Til hefur staðið að markaðssetja veginn frá Húsavík að Ásbyrgi og Hljóðaklettum og þaðan að Dettifossi sem Demantshringinn, en líkt og Hjálmar hefur að undanförnu vakið athygli á á Facebook-síðu sinni verður sá vegur ekki tilbúinn í bráð. Alþingi Panama-skjölin Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, reiknar með því að dagar hans á Alþingi þessa vikuna verði þeir síðustu, í bili að minnsta kosti. Hjálmar Bogi hefur staðið vaktina undanfarnar vikur fyrir forsætisráðherrann fyrrverandi Sigmund Davíð Gunnlaugsson síðan hann sagði af sér í kjölfar umfjöllunar um hann og eiginkonu hans í tengslum við Panamaskjölin. Sigmundur Davíð ákvað að segja af sér sem forsætisráðherra þann 5. apríl en halda áfram sem bæði formaður og þingmaður Framsóknar. Í framhaldinu fór hann í langþráð frí sem nú hefur varið í sex vikur. Hjálmar Bogi segist eiga von á Sigmundi aftur á þing á mánudaginn.Hjálmar Bogi Hafliðason.Vill ræða Dettifossveginn í síðustu vikunni „Það var talað um minnst þrjár vikur í upphafi,“ segir Hjálmar sem var nýlentur á Reykjavíkurflugvelli þegar Vísir náði af honum tali. Bæjarfulltrúinn og kennarinn segir síðustu vikur hafa verið annasamar en hann hafi sinnt þingmennskunni á virkum dögum í höfuðborginni en svo haldið norður yfir helgarnar. Hjálmar er spenntur fyrir umræðum um búvörusamninginn, sem verður til umræðu um helgina. Hann hafi rætt þau mál við bændur um helgina en er þó ekki viss um hvort hann taki til máls undir þeim lið í dag. Þá ætli hann að reyna að koma sjónarmiðum sínum og sveitunga hans að næstu daga er varða Dettifossveginn. Nauðsynlegt sé að setja peninga í vegagerð á svæðinu og raunar löngu tímabært. Til hefur staðið að markaðssetja veginn frá Húsavík að Ásbyrgi og Hljóðaklettum og þaðan að Dettifossi sem Demantshringinn, en líkt og Hjálmar hefur að undanförnu vakið athygli á á Facebook-síðu sinni verður sá vegur ekki tilbúinn í bráð.
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira