Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2016 05:00 Það kom mörgum á óvart þegar Davíð Oddsson tilkynnti um forsetaframboð sitt í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni á sunnudaginn. Hann og Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi hittust við það tilefni. Fréttablaðið/Ernir Nærri sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka, eða 69 prósent, myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudagskvöld. Davíð Oddsson, sem kemst næst Guðna í fylgi, nýtur stuðnings 13,7 prósent þeirra sem afstöðu taka en Andri Snær Magnason er á hæla Davíðs með 10,7 prósent fylgi. Á mánudagsmorgun tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að hann hefði endurskoðað ákvörðun sína. Núna hyggst hann ekki bjóða sig fram aftur í kosningunum 25. júní. Ákvörðunina tók hann eftir að Fréttablaðið birti könnun á fimmtudaginn í síðustu viku sem sýndi að 38 prósent studdu Guðna en 45 prósent Ólaf Ragnar. Um helgina tók svo Davíð Oddsson þá ákvörðun að bjóða sig fram.„Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu sinni. Engu að síður segjast 3,2 prósent þeirra sem afstöðu taka að þeir myndu kjósa Ólaf Ragnar. Einungis eitt prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Höllu Tómasdóttur, en hún nýtur mest stuðnings allra kvenna. Stuðningur við efstu þrjá frambjóðendur er ólíkur milli kynja og aldurshópa. Guðni nýtur ívið meiri stuðnings meðal kvenna en karla eða 72,2 prósent á móti 65,7 prósentum. Það á einnig við um Andra Snæ sem nýtur stuðnings 13,1 prósent kvenna en 8,3 prósent karla. Davíð Oddsson nýtur hins vegar talsvert meiri stuðnings karla en kvenna, eða 18,8 prósent á móti 8,6 prósentum. Fylgi við Guðna er nokkuð jafnt skipt milli þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára og þeirra sem eru 50 ára og eldri. Aftur á móti er fylgi Andra Snæs talsvert meira á meðal þeirra sem eru 18-49 ára en þeirra sem eru 50 ára og eldri, eða 13,8 prósent á móti 6,6 prósentum. Davíð Oddsson nýtur hins vegar meira fylgis meðal þeirra sem eru 50 ára og eldri en þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára, eða 17,2 prósentum á móti 11 prósentum. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Nærri sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka, eða 69 prósent, myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudagskvöld. Davíð Oddsson, sem kemst næst Guðna í fylgi, nýtur stuðnings 13,7 prósent þeirra sem afstöðu taka en Andri Snær Magnason er á hæla Davíðs með 10,7 prósent fylgi. Á mánudagsmorgun tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að hann hefði endurskoðað ákvörðun sína. Núna hyggst hann ekki bjóða sig fram aftur í kosningunum 25. júní. Ákvörðunina tók hann eftir að Fréttablaðið birti könnun á fimmtudaginn í síðustu viku sem sýndi að 38 prósent studdu Guðna en 45 prósent Ólaf Ragnar. Um helgina tók svo Davíð Oddsson þá ákvörðun að bjóða sig fram.„Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu sinni. Engu að síður segjast 3,2 prósent þeirra sem afstöðu taka að þeir myndu kjósa Ólaf Ragnar. Einungis eitt prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Höllu Tómasdóttur, en hún nýtur mest stuðnings allra kvenna. Stuðningur við efstu þrjá frambjóðendur er ólíkur milli kynja og aldurshópa. Guðni nýtur ívið meiri stuðnings meðal kvenna en karla eða 72,2 prósent á móti 65,7 prósentum. Það á einnig við um Andra Snæ sem nýtur stuðnings 13,1 prósent kvenna en 8,3 prósent karla. Davíð Oddsson nýtur hins vegar talsvert meiri stuðnings karla en kvenna, eða 18,8 prósent á móti 8,6 prósentum. Fylgi við Guðna er nokkuð jafnt skipt milli þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára og þeirra sem eru 50 ára og eldri. Aftur á móti er fylgi Andra Snæs talsvert meira á meðal þeirra sem eru 18-49 ára en þeirra sem eru 50 ára og eldri, eða 13,8 prósent á móti 6,6 prósentum. Davíð Oddsson nýtur hins vegar meira fylgis meðal þeirra sem eru 50 ára og eldri en þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára, eða 17,2 prósentum á móti 11 prósentum.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“