NBA: Klay Thompson til bjargar meisturum Golden State í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 09:40 Golden State Warriors er enn á lífi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og gott betur en það eftir annan sigurinn í röð á móti liði Oklahoma City Thunder í nótt. Golden State vann leikinn 108-101 eftir flottan endasprett. Staðan var 3-1 fyrir OKC en er nú 3-3. Með sigrinum tryggðu leikmenn Golden State Warriors sér úrslitaleik á heimavelli á mánudagskvöldið þar sem í boði er sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Klay Thompson kom Golden State Warriors til bjargar í nótt og setti nýtt met í úrslitakeppni NBA með því að skora ellefu þriggja stiga körfur í leiknum. Klay Thompson endaði leikinn með 41 stig en gamla metið voru níu þriggja stiga körfur. Leikurinn var frábær skemmtun og þegar orðinn klassískur í sögu úrslitakeppninnar. Mörg skotanna sem stórskyttur Golden State settu niður í lokin voru af ótrúlegri gerðinni og það var ljóst að NBA-meistararnir ætluðu ekki að láta Oklahoma City Thunder spilla fyrir sér draumatímabilinu.Klay Thompson hreinlega skaut liði Golden State Warriors aftur inn í leikinn í seinni hálfleik með magnaðri skotsýningu og skvettubróðir hans Stephen Curry hjálpaði síðan við það að afgreiða leikinn með því að skora mikilvægar körfur undir lokin. Stephen Curry skoraði 31 stig þannig að hann og Klay Thompson voru saman með 72 stig í nótt. Curry bætti síðan við 10 fráköstum og 9 stoðsendingum. "Við höfum mikla trú og stórt hjarta og nú höfum við gefið okkur tækifæri til að vinna þetta einvígi," sagði Stephen Curry. Klay Thompson skoraði alls 19 stig í fjórða leikhlutanum en hann virtist þá setja niður þrista úr ótrúlegustu aðstæðum. "Steph sagði mér áður en við fórum út í fjórða leikhlutann: Þetta er þinn tími. Hann sagði mér að setja upp sýningu og hafa gaman. Ég hlustaði á þessu orð og reyndi að vera sókndjarfur," sagði Thompson eftir leikinn.Oklahoma City Thunder fór illa með lið Golden State Warriors á heimavelli sínum í leikjum þrjú og fjögur og var lengi vel í fínum málum í leiknum í nótt. Kevin Durant (29 stig) og Russell Westbrook (28 stig) voru að skora sín stig en hittu þó ekki nógu vel og Durant nýtti meðal annars bara 10 af 31 skoti sínum. Thunder-liðið var 83-75 yfir fyrir lokaleikhlutann og 96-89 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Tveir þristar frá Stephen Curry jöfnuðu leikinn í 99-99 og leikur Oklahoma City Thunder hrundi síðan eftir að Golden State komst yfir á lokamínútunum. Á síðustu fimm mínútunum missti OKC niður sjö stiga forskot þar sem liðið tapaði sex boltum og tapaði lokakaflanum 19-5. Westbrook, sem var með 11 stoðsendingar og 1 tapaðan bolta í fyrstu þremur leikhlutanum var með enga stoðsendingu og fjóra tapaða bolta í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors verður á heimavelli í oddaleiknum sem verður á mánudaginn og í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn kemst í lokaúrslitin á móti Cleveland Cavaliers sem hefjast síðan á fimmtudaginn. NBA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Sjá meira
Golden State Warriors er enn á lífi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og gott betur en það eftir annan sigurinn í röð á móti liði Oklahoma City Thunder í nótt. Golden State vann leikinn 108-101 eftir flottan endasprett. Staðan var 3-1 fyrir OKC en er nú 3-3. Með sigrinum tryggðu leikmenn Golden State Warriors sér úrslitaleik á heimavelli á mánudagskvöldið þar sem í boði er sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Klay Thompson kom Golden State Warriors til bjargar í nótt og setti nýtt met í úrslitakeppni NBA með því að skora ellefu þriggja stiga körfur í leiknum. Klay Thompson endaði leikinn með 41 stig en gamla metið voru níu þriggja stiga körfur. Leikurinn var frábær skemmtun og þegar orðinn klassískur í sögu úrslitakeppninnar. Mörg skotanna sem stórskyttur Golden State settu niður í lokin voru af ótrúlegri gerðinni og það var ljóst að NBA-meistararnir ætluðu ekki að láta Oklahoma City Thunder spilla fyrir sér draumatímabilinu.Klay Thompson hreinlega skaut liði Golden State Warriors aftur inn í leikinn í seinni hálfleik með magnaðri skotsýningu og skvettubróðir hans Stephen Curry hjálpaði síðan við það að afgreiða leikinn með því að skora mikilvægar körfur undir lokin. Stephen Curry skoraði 31 stig þannig að hann og Klay Thompson voru saman með 72 stig í nótt. Curry bætti síðan við 10 fráköstum og 9 stoðsendingum. "Við höfum mikla trú og stórt hjarta og nú höfum við gefið okkur tækifæri til að vinna þetta einvígi," sagði Stephen Curry. Klay Thompson skoraði alls 19 stig í fjórða leikhlutanum en hann virtist þá setja niður þrista úr ótrúlegustu aðstæðum. "Steph sagði mér áður en við fórum út í fjórða leikhlutann: Þetta er þinn tími. Hann sagði mér að setja upp sýningu og hafa gaman. Ég hlustaði á þessu orð og reyndi að vera sókndjarfur," sagði Thompson eftir leikinn.Oklahoma City Thunder fór illa með lið Golden State Warriors á heimavelli sínum í leikjum þrjú og fjögur og var lengi vel í fínum málum í leiknum í nótt. Kevin Durant (29 stig) og Russell Westbrook (28 stig) voru að skora sín stig en hittu þó ekki nógu vel og Durant nýtti meðal annars bara 10 af 31 skoti sínum. Thunder-liðið var 83-75 yfir fyrir lokaleikhlutann og 96-89 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Tveir þristar frá Stephen Curry jöfnuðu leikinn í 99-99 og leikur Oklahoma City Thunder hrundi síðan eftir að Golden State komst yfir á lokamínútunum. Á síðustu fimm mínútunum missti OKC niður sjö stiga forskot þar sem liðið tapaði sex boltum og tapaði lokakaflanum 19-5. Westbrook, sem var með 11 stoðsendingar og 1 tapaðan bolta í fyrstu þremur leikhlutanum var með enga stoðsendingu og fjóra tapaða bolta í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors verður á heimavelli í oddaleiknum sem verður á mánudaginn og í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn kemst í lokaúrslitin á móti Cleveland Cavaliers sem hefjast síðan á fimmtudaginn.
NBA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Sjá meira