Rannsókn lögreglu á fjárkúgunarmálum systranna lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2016 10:20 Hlín var handtekin í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði þar sem hún hugðist sækja átta milljónir króna. Vísir Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand er lokið. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Það staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn lögreglu á öðru málinu, sem snýr að fjárkúgun sem tengdir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrverandi forsætisráðherra, lauk í nóvember í fyrra. Rannsókn síðara málsins, sem snýr að fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar, lauk í síðustu viku. Rétt rúmlega ár er síðan bréf barst á heimili Sigmundar Davíðs og fjölskyldu hans í Seljahverfinu í Breiðholti og hann krafinn um átta milljónir króna ella yrðu viðkvæmar upplýsingar gerðar opinberar. Upplýsingarnar eru taldar tengjast lánafyrirgreiðslu sem Vefpressan, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, fékk frá MP banka. Fram hefur komið að fyrirtækið fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá bankanum. Sigmundur Davíð tilkynnti fjárkúgunina umsvifalaust til lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir sem leiddu til handtöku systranna. Í framhaldi af frétt Vísis af fjárkúgun á hendur forsætisráðherranum fyrrverandi steig fyrrverandi samstarfsfélagi Hlínar fram og sakaði þær systur um að hafa kúgað út úr sér 700 þúsund krónur nokkrum vikum fyrr ella myndi Hlín kæra hann fyrir nauðgun. Systurnar segja að um sáttargreiðslu hafi verið að ræða. Í kjölfarið kærði Hlín manninn fyrir nauðgun. Ástæða þess að beðið var eftir því að rannsókn á seinna málinu lauk er sú að málin eru eðlislík og sakborningar eiga rétt á því að mál sem snúi að þeim séu tekin fyrir á sama tíma. Reikna má með því að á næstu vikum eða mánuðum muni héraðssaksóknari taka ákvörðun hvort gefin verði út ákæra í öðru málinu eða báðum. Það mun í kjölfarið fara fyrir héraðsdóm. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand er lokið. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Það staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn lögreglu á öðru málinu, sem snýr að fjárkúgun sem tengdir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrverandi forsætisráðherra, lauk í nóvember í fyrra. Rannsókn síðara málsins, sem snýr að fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar, lauk í síðustu viku. Rétt rúmlega ár er síðan bréf barst á heimili Sigmundar Davíðs og fjölskyldu hans í Seljahverfinu í Breiðholti og hann krafinn um átta milljónir króna ella yrðu viðkvæmar upplýsingar gerðar opinberar. Upplýsingarnar eru taldar tengjast lánafyrirgreiðslu sem Vefpressan, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, fékk frá MP banka. Fram hefur komið að fyrirtækið fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá bankanum. Sigmundur Davíð tilkynnti fjárkúgunina umsvifalaust til lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir sem leiddu til handtöku systranna. Í framhaldi af frétt Vísis af fjárkúgun á hendur forsætisráðherranum fyrrverandi steig fyrrverandi samstarfsfélagi Hlínar fram og sakaði þær systur um að hafa kúgað út úr sér 700 þúsund krónur nokkrum vikum fyrr ella myndi Hlín kæra hann fyrir nauðgun. Systurnar segja að um sáttargreiðslu hafi verið að ræða. Í kjölfarið kærði Hlín manninn fyrir nauðgun. Ástæða þess að beðið var eftir því að rannsókn á seinna málinu lauk er sú að málin eru eðlislík og sakborningar eiga rétt á því að mál sem snúi að þeim séu tekin fyrir á sama tíma. Reikna má með því að á næstu vikum eða mánuðum muni héraðssaksóknari taka ákvörðun hvort gefin verði út ákæra í öðru málinu eða báðum. Það mun í kjölfarið fara fyrir héraðsdóm.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16
Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25