Guðrún Margrét um fóstureyðingar: „Við erum að taka líf í rauninni“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 15:14 „Allir hafa rétt til lífs og við eigum að vernda líka ófædd börn. Mér finnst það okkar skylda,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi í Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hún ræddi kristna trú við þáttastjórnendur. Hún sagðist vera þeirrar skoðun að leyfa ætti fóstureyðingar í vissum tilfellum en almennt bæri Íslendingum sem þjóð að vernda ófædd börn. „Ég held að það sé líka oft þrýstingur á konur að fara í þessa aðgerð. Ég hef hitt konur og heyrt af konum sem búa við sektarkennd og líður ekkert vel eftir þetta,“ sagði Guðrún.Hún sagðist hvetja konur til að fara í gegnum það ferli að eignast barnið í stað þess að fara í fóstureyðingu. „Barnið verður yndislegt, það mun veita gleði,“ sagði Guðrún en sagðist gera sér greina fyrir því að ýmsar aðstæður kölluðu á fóstureyðingu.„Við erum að taka líf í rauninni“ „Ég held að við getum lagt aðeins meira á okkur og leyft þessum börnum að fæðast af því að það eru öll gen komin, persónuleikinn er kominn, þetta eru einstaklingar.“ Spurð hvort hún líti á fóstureyðingu sem mannsmorð sagði hún ekki gott að segja það þannig því málið væri viðkvæmt fyrir mörgum. „Við erum að taka líf í rauninni. Á seinni tímum meðgöngu er þetta álitinn glæpur og þetta er ekki nema einhverjir mánuðir, þetta er sami einstaklingur.“Giftingar samkynhneigðra fyrir utan kirkjur Spurð út í giftingar samkynhneigðra sagðist hún vera þeirrar skoðunar að halda ætti þeim fyrir utan kirkjuna og samkynhneigðir ættur frekar að gifta sig hjá sýslumanni. Hún sagði guð elska alla menn og þar skipti ekki máli hver maðurinn er, öllum erum við jöfn fyrir guði. „Ég veit að guð hefur skapað hjónabandið og það er leið guðs. Allt sem er þar fyrir utan erum við svolítið að fara okkar eigin leiðir. “ Hún sagðist ekki ætla að dæma og sem forseti myndi ekki reyna að skipta sér af því hvernig þessum málum er háttað. Vill kristinfræði í skóla Hún sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að kenna ætti kristinfræði í skólum landsins. „Að kenna ekki kristnifræðum í skólum í landi sem er kristið og með öll þessi gildi, það er bara eins og að kenna tungumálafræði í stað þess að kenna íslensku. Þetta eru rætur okkar.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Allir hafa rétt til lífs og við eigum að vernda líka ófædd börn. Mér finnst það okkar skylda,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi í Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hún ræddi kristna trú við þáttastjórnendur. Hún sagðist vera þeirrar skoðun að leyfa ætti fóstureyðingar í vissum tilfellum en almennt bæri Íslendingum sem þjóð að vernda ófædd börn. „Ég held að það sé líka oft þrýstingur á konur að fara í þessa aðgerð. Ég hef hitt konur og heyrt af konum sem búa við sektarkennd og líður ekkert vel eftir þetta,“ sagði Guðrún.Hún sagðist hvetja konur til að fara í gegnum það ferli að eignast barnið í stað þess að fara í fóstureyðingu. „Barnið verður yndislegt, það mun veita gleði,“ sagði Guðrún en sagðist gera sér greina fyrir því að ýmsar aðstæður kölluðu á fóstureyðingu.„Við erum að taka líf í rauninni“ „Ég held að við getum lagt aðeins meira á okkur og leyft þessum börnum að fæðast af því að það eru öll gen komin, persónuleikinn er kominn, þetta eru einstaklingar.“ Spurð hvort hún líti á fóstureyðingu sem mannsmorð sagði hún ekki gott að segja það þannig því málið væri viðkvæmt fyrir mörgum. „Við erum að taka líf í rauninni. Á seinni tímum meðgöngu er þetta álitinn glæpur og þetta er ekki nema einhverjir mánuðir, þetta er sami einstaklingur.“Giftingar samkynhneigðra fyrir utan kirkjur Spurð út í giftingar samkynhneigðra sagðist hún vera þeirrar skoðunar að halda ætti þeim fyrir utan kirkjuna og samkynhneigðir ættur frekar að gifta sig hjá sýslumanni. Hún sagði guð elska alla menn og þar skipti ekki máli hver maðurinn er, öllum erum við jöfn fyrir guði. „Ég veit að guð hefur skapað hjónabandið og það er leið guðs. Allt sem er þar fyrir utan erum við svolítið að fara okkar eigin leiðir. “ Hún sagðist ekki ætla að dæma og sem forseti myndi ekki reyna að skipta sér af því hvernig þessum málum er háttað. Vill kristinfræði í skóla Hún sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að kenna ætti kristinfræði í skólum landsins. „Að kenna ekki kristnifræðum í skólum í landi sem er kristið og með öll þessi gildi, það er bara eins og að kenna tungumálafræði í stað þess að kenna íslensku. Þetta eru rætur okkar.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00