Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. júní 2016 06:00 Bernie Sanders lætur það ekki stöðva sig að Hillary Clinton sé nánast örugg með útnefningu. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að Bernie Sanders eigi varla neinn möguleika lengur á sigri í forkosningum Demókrataflokksins, þá ætlar hann að berjast ótrauður áfram. „Það er afar ólíklegt að Clinton fái tilskilinn fjölda skuldbundinna fulltrúa til að geta lýst yfir sigri á þriðjudagskvöld,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. Hann heldur fast í þann möguleika að ofurfulltrúunum svonefndu, sem ganga óbundnir til kosninga á landsþingi flokksins í júlí, snúist hugur þótt flestir þeirra hafi lýst yfir stuðningi við Clinton. „Við þurfum alvöru breytingar í þessu landi,“ sagði hann um helgina. Í dag verða forkosningar í sex ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í síðasta stóra ríkinu, Kaliforníu, þar sem kosið verður um 546 landsþingsfulltrúa. Forkosningunum lýkur svo á þriðjudaginn eftir viku, þegar íbúar höfuðborgarinnar Washington greiða atkvæði. Til að tryggja sér meirihluta þarf Clinton að fá rúmlega tvo af hverjum þremur þeirra landsþingsfulltrúa, sem enn eru í boði. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjótt á mununum, þannig að vel er hugsanlegt að Clinton þurfi að treysta á ofurfulltrúana. Töluvert þarf samt til að þeim snúist hugur, enda koma þeir úr helsta valdakjarna flokksins sem upp til hópa hafa verið eindregnir stuðningsmenn hennar í þessari kosningabaráttu. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Donald Trump, sem þykir nánast öruggur með að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Á kosningafundi í Kaliforníu á laugardaginn sagði hún Trump hreinlega hættulegan rugludall, fullan af fordómum, sem reyni að afvegaleiða almenning.Staðan í dag Til sigurs þarf 2.383 atkvæði frá fulltrúum á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. Clinton er komin með 1.809 fulltrúa, og vantar því enn 574 til sigurs. Sanders er kominn með 1.520 fulltrúa, og vantar því enn 863 til sigurs. Enn á eftir að kjósa um 851 fulltrúa. Þar af verða 806 kosnir í dag, en á þriðjudaginn í næstu viku verða síðustu forkosningarnar haldnar í höfuðborginni Washington, þar sem kosnir verða 45 landsþingsfulltrúar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Þrátt fyrir að Bernie Sanders eigi varla neinn möguleika lengur á sigri í forkosningum Demókrataflokksins, þá ætlar hann að berjast ótrauður áfram. „Það er afar ólíklegt að Clinton fái tilskilinn fjölda skuldbundinna fulltrúa til að geta lýst yfir sigri á þriðjudagskvöld,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. Hann heldur fast í þann möguleika að ofurfulltrúunum svonefndu, sem ganga óbundnir til kosninga á landsþingi flokksins í júlí, snúist hugur þótt flestir þeirra hafi lýst yfir stuðningi við Clinton. „Við þurfum alvöru breytingar í þessu landi,“ sagði hann um helgina. Í dag verða forkosningar í sex ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í síðasta stóra ríkinu, Kaliforníu, þar sem kosið verður um 546 landsþingsfulltrúa. Forkosningunum lýkur svo á þriðjudaginn eftir viku, þegar íbúar höfuðborgarinnar Washington greiða atkvæði. Til að tryggja sér meirihluta þarf Clinton að fá rúmlega tvo af hverjum þremur þeirra landsþingsfulltrúa, sem enn eru í boði. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjótt á mununum, þannig að vel er hugsanlegt að Clinton þurfi að treysta á ofurfulltrúana. Töluvert þarf samt til að þeim snúist hugur, enda koma þeir úr helsta valdakjarna flokksins sem upp til hópa hafa verið eindregnir stuðningsmenn hennar í þessari kosningabaráttu. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Donald Trump, sem þykir nánast öruggur með að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Á kosningafundi í Kaliforníu á laugardaginn sagði hún Trump hreinlega hættulegan rugludall, fullan af fordómum, sem reyni að afvegaleiða almenning.Staðan í dag Til sigurs þarf 2.383 atkvæði frá fulltrúum á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. Clinton er komin með 1.809 fulltrúa, og vantar því enn 574 til sigurs. Sanders er kominn með 1.520 fulltrúa, og vantar því enn 863 til sigurs. Enn á eftir að kjósa um 851 fulltrúa. Þar af verða 806 kosnir í dag, en á þriðjudaginn í næstu viku verða síðustu forkosningarnar haldnar í höfuðborginni Washington, þar sem kosnir verða 45 landsþingsfulltrúar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira