Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2016 15:15 Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og forsetaframbjóðandi myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Elísabet segir að sem forseti myndi hún vilja vera eins og kennari eða leiðbeinandi og miðla því sem hún kann og veit en einnig læra af öðrum það sem þeir kunna. Elísabet er annar forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Enginn getur geðjast öllum Aðspurð hvernig hún skilgreini hlutverk forsetans og hvað hann eigi að gera segir Elísabet: „Forsetinn á náttúrulega fyrst og fremst að vera hann sjálfur eins og allir landsmenn og vera ekki að láta eitthvað embætti ræna sig persónuleikanum. Forsetaembættið er svolítil svipting, hann á bara að geðjast öllum og vera sameiningartákn og það er svona ákveðin geðveiki. Það getur enginn, þetta er ómannlegt og forsetinn getur þá orðið eitthvað skrípi fyrir vikið. Forsetinn verður að geta verið líka bara venjuleg manneskja og haft bara ánægju af því sem hann er að gera.“ Elísabet segir að forsetahlutverkið sé tvíþætt og það sé „svolítið karl-og kvenelement í því í einni persónu ef maður tekur það svona gamaldags,“ eins og hún orðar það. Hún segir að það virðist óhjákvæmilegt að forsetinn hafi stjórnskipunarlegt hlutverk til dæmis þegar kemur að myndun ríkisstjórna en í nýrri stjórnarskrá ætti þetta hlutverk að vera í lágmarki að mati Elísabetar. Henni finnst hins vegar ekki að forsetinn eigi að vera hlutlaus: „Forsetinn getur haft skoðun og hlutleysi er ekki til á okkar tímum. Það er bara mjög skrýtið hugtak og forseti ætti ekki að vera hlutlaus. Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“Snyrtivörukynning eða ættjarðarsöngvar? Nái hún kjöri sem forseti þarf hún eins og áður segir að halda innsetnignarræðu á Alþingi. Hún kveðst ekki halda að það verði stressandi. „Nei, það er svo ögrandi eitthvað. Það er eitthvað svo stórt einhvern veginn en alltaf ef eitthvað er mjög stórt þá reyni ég að minnka það til að ráða við það. Ég var einmitt að hugsa um hvað maður á að tala. Á maður að hafa snyrtivörukynningu eða á maður að hafa ættjarðarsöngva?“Viðtalið við Elísabetu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og forsetaframbjóðandi myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Elísabet segir að sem forseti myndi hún vilja vera eins og kennari eða leiðbeinandi og miðla því sem hún kann og veit en einnig læra af öðrum það sem þeir kunna. Elísabet er annar forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Enginn getur geðjast öllum Aðspurð hvernig hún skilgreini hlutverk forsetans og hvað hann eigi að gera segir Elísabet: „Forsetinn á náttúrulega fyrst og fremst að vera hann sjálfur eins og allir landsmenn og vera ekki að láta eitthvað embætti ræna sig persónuleikanum. Forsetaembættið er svolítil svipting, hann á bara að geðjast öllum og vera sameiningartákn og það er svona ákveðin geðveiki. Það getur enginn, þetta er ómannlegt og forsetinn getur þá orðið eitthvað skrípi fyrir vikið. Forsetinn verður að geta verið líka bara venjuleg manneskja og haft bara ánægju af því sem hann er að gera.“ Elísabet segir að forsetahlutverkið sé tvíþætt og það sé „svolítið karl-og kvenelement í því í einni persónu ef maður tekur það svona gamaldags,“ eins og hún orðar það. Hún segir að það virðist óhjákvæmilegt að forsetinn hafi stjórnskipunarlegt hlutverk til dæmis þegar kemur að myndun ríkisstjórna en í nýrri stjórnarskrá ætti þetta hlutverk að vera í lágmarki að mati Elísabetar. Henni finnst hins vegar ekki að forsetinn eigi að vera hlutlaus: „Forsetinn getur haft skoðun og hlutleysi er ekki til á okkar tímum. Það er bara mjög skrýtið hugtak og forseti ætti ekki að vera hlutlaus. Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“Snyrtivörukynning eða ættjarðarsöngvar? Nái hún kjöri sem forseti þarf hún eins og áður segir að halda innsetnignarræðu á Alþingi. Hún kveðst ekki halda að það verði stressandi. „Nei, það er svo ögrandi eitthvað. Það er eitthvað svo stórt einhvern veginn en alltaf ef eitthvað er mjög stórt þá reyni ég að minnka það til að ráða við það. Ég var einmitt að hugsa um hvað maður á að tala. Á maður að hafa snyrtivörukynningu eða á maður að hafa ættjarðarsöngva?“Viðtalið við Elísabetu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27
Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00