Lagerbäck skýtur á leikaraskap Portúgala og bendir þeim á Hollywood Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2016 09:30 Lars Lagerbäck var örugglega ánægður með Mark Clattenburg sem lét Pepe ekki komast upp með leikaraskap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga. Lagerbäck skaut á leikaraskap Portúgala í viðtali við norska ríkissjónvarpið eftir vináttulandsleik Íslands og Noregs í Osló. „Þeir hafa einn af besta leikmanninn í heimi sem er einnig mjög góður leikari," sagði Lars Lagerbäck um Cristiano Ronaldo í viðtalinu við NRK. Pepe, miðvörður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, sýndi allskonar leikaraskap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Atlético Madrid. Lars Lagerbäck sá úrslitaleikinn á milli Real Madrid og Atlético Madrid en hann var lítið hrifinn af leikaraskap Portúgalans. „Við höfum séð nokkra Portúgala vera uppvísa að leikaraskap inn á vellinum. Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sáum við hluti sem ættu miklu frekar heima í Hollywood. Ég er ekki hrifinn af þessu," sagði Lars Lagerbäck við NRK. „Ég vona að við losnum alveg við þetta úr fótboltanum. Ég vona að þeir skoði vel myndbandsupptökur eftir leiki og refsi mönnum harðlega," sagði Lagerbäck. Hann vill að UEFA taki hart á leikaraskap leikmanna til að útrýma slíku úr fótboltanum. Íslensku strákarnir passa sig örugglega líka á því að sleppa leikaraskapnum vitandi það hversu landsliðsþjálfarinn er á móti öllu slíku. Ísland mætir Portúgal 14. Júní næstkomandi en á eftir að spila einn leik þangað til. Ísland og Liechtenstein mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga. Lagerbäck skaut á leikaraskap Portúgala í viðtali við norska ríkissjónvarpið eftir vináttulandsleik Íslands og Noregs í Osló. „Þeir hafa einn af besta leikmanninn í heimi sem er einnig mjög góður leikari," sagði Lars Lagerbäck um Cristiano Ronaldo í viðtalinu við NRK. Pepe, miðvörður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, sýndi allskonar leikaraskap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Atlético Madrid. Lars Lagerbäck sá úrslitaleikinn á milli Real Madrid og Atlético Madrid en hann var lítið hrifinn af leikaraskap Portúgalans. „Við höfum séð nokkra Portúgala vera uppvísa að leikaraskap inn á vellinum. Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sáum við hluti sem ættu miklu frekar heima í Hollywood. Ég er ekki hrifinn af þessu," sagði Lars Lagerbäck við NRK. „Ég vona að við losnum alveg við þetta úr fótboltanum. Ég vona að þeir skoði vel myndbandsupptökur eftir leiki og refsi mönnum harðlega," sagði Lagerbäck. Hann vill að UEFA taki hart á leikaraskap leikmanna til að útrýma slíku úr fótboltanum. Íslensku strákarnir passa sig örugglega líka á því að sleppa leikaraskapnum vitandi það hversu landsliðsþjálfarinn er á móti öllu slíku. Ísland mætir Portúgal 14. Júní næstkomandi en á eftir að spila einn leik þangað til. Ísland og Liechtenstein mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira