Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 3. júní 2016 10:00 Andri Snær segir hans pólitísku eldskírn hafa verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu. vísir/anton brink Forsetaframbjóðendurnir þrír, Andri Snær Magnússon, Ástþór Magnússon og Guðrún Margrét Pálsdóttir ræddu um hvar þau standa á pólitíska ásnum, til hægri eða vinstri, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Guðrún sagðist ekki vera pólitísk, Ástþór sagðist þverpólitískur en Andri Snær sagðist mjög pólitískur og bæði hafa verið kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. Þannig mætti kalla hann frjálshyggjukommúnista. Þó myndi hann ekki vilja vera virkur á pólitíska sviðinu í embætti forseta og þótt margir tryðu því, þá myndi hann ekki standa í vegi fyrir gröfum í framkvæmdum þótt landvernd sé eitt af hans baráttumálum. „Ég er mjög pólitískur. Hef skýra sýn í mörgum málum en ekki verið bundinn við flokk. Ég er mjög hlynntur sterku velferðarkerfi og því að við grípum alla og sinnum öllum sem þurfa á að halda,“ segir Andri og að hans pólitíska eldskírn hafi verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu.Kallaður kommúnisti fyrir frelsishugsjón „Ég fór á móti þessari hugsun með hugmynd um nýsköpun og frumkvæði einstaklings og mátt hugmyndanna og hvað fólkið og atvinnulífið er í raun sterkt. Og hvað menn voru að vanmeta þekkingu okkar, hugkvæmni og menntun gagnvart þessari einu ríkisframkvæmd sem var sögð forsenda framtíðarinnar. Þetta var hákapítalísk hugsun hjá mér og fékk fyrir það frelsisverðlaun SUS,“ segir Andri frá og bendir á ríkið geti ekki skipulagt hvaðan hugmyndir koma. „Ég fór gegn ríkisskrímsli í rauninni, með hugmyndir um margar litlar hugmyndir og var kallaður kommúnisti og öfgamaður fyrir það. Sem er áhugaverð þversögn,“ segir hann.Andri Snær, Guðrún og Ástþór mættust í föstudagsviðtalinu og ræddu framboð sitt til forseta. vísir/Anton Brink Forsetinn gegn spillingu Ástþór segir forseta eiga að beita sér gegn spillingu. „Í þessu pólitíska völundarhúsi leynast ýmis skúmaskot. Það leynist spilling víða bæði til hægri og vinstri. Forsetinn þarf að geta beygt í allar áttir til að lýsa þetta upp og færa birtu í þetta skúmaskot svo við fáum betra Ísland. Ég er allt í þessu, til hægri og vinstri. Miðjumaður. Auðvitað er ég pólitískur – forsetinn er pólitískt embætti. En ég er þverpólitískur.“Frelsi til athafna Guðrún segist aldrei hafa verið flokksbundin og staðsetur sig til miðju. „Ég vil náttúrulega sjá gott velferðarkerfi og frelsi til athafna. Þannig að ég er þarna í miðjunni.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir þrír, Andri Snær Magnússon, Ástþór Magnússon og Guðrún Margrét Pálsdóttir ræddu um hvar þau standa á pólitíska ásnum, til hægri eða vinstri, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Guðrún sagðist ekki vera pólitísk, Ástþór sagðist þverpólitískur en Andri Snær sagðist mjög pólitískur og bæði hafa verið kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. Þannig mætti kalla hann frjálshyggjukommúnista. Þó myndi hann ekki vilja vera virkur á pólitíska sviðinu í embætti forseta og þótt margir tryðu því, þá myndi hann ekki standa í vegi fyrir gröfum í framkvæmdum þótt landvernd sé eitt af hans baráttumálum. „Ég er mjög pólitískur. Hef skýra sýn í mörgum málum en ekki verið bundinn við flokk. Ég er mjög hlynntur sterku velferðarkerfi og því að við grípum alla og sinnum öllum sem þurfa á að halda,“ segir Andri og að hans pólitíska eldskírn hafi verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu.Kallaður kommúnisti fyrir frelsishugsjón „Ég fór á móti þessari hugsun með hugmynd um nýsköpun og frumkvæði einstaklings og mátt hugmyndanna og hvað fólkið og atvinnulífið er í raun sterkt. Og hvað menn voru að vanmeta þekkingu okkar, hugkvæmni og menntun gagnvart þessari einu ríkisframkvæmd sem var sögð forsenda framtíðarinnar. Þetta var hákapítalísk hugsun hjá mér og fékk fyrir það frelsisverðlaun SUS,“ segir Andri frá og bendir á ríkið geti ekki skipulagt hvaðan hugmyndir koma. „Ég fór gegn ríkisskrímsli í rauninni, með hugmyndir um margar litlar hugmyndir og var kallaður kommúnisti og öfgamaður fyrir það. Sem er áhugaverð þversögn,“ segir hann.Andri Snær, Guðrún og Ástþór mættust í föstudagsviðtalinu og ræddu framboð sitt til forseta. vísir/Anton Brink Forsetinn gegn spillingu Ástþór segir forseta eiga að beita sér gegn spillingu. „Í þessu pólitíska völundarhúsi leynast ýmis skúmaskot. Það leynist spilling víða bæði til hægri og vinstri. Forsetinn þarf að geta beygt í allar áttir til að lýsa þetta upp og færa birtu í þetta skúmaskot svo við fáum betra Ísland. Ég er allt í þessu, til hægri og vinstri. Miðjumaður. Auðvitað er ég pólitískur – forsetinn er pólitískt embætti. En ég er þverpólitískur.“Frelsi til athafna Guðrún segist aldrei hafa verið flokksbundin og staðsetur sig til miðju. „Ég vil náttúrulega sjá gott velferðarkerfi og frelsi til athafna. Þannig að ég er þarna í miðjunni.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01
Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00
Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00