Hafa öll verið bænheyrð Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 3. júní 2016 00:00 Þrír forsetaframbjóðendur, Andri Snær, Guðrún Margrét og Ástþór, mættust í föstudagsviðtali Fréttablaðsins sem er með breyttu sniði fram að kosningum. Í viðtalinu, sem heyra má í heild sinni í spilaranum, voru þau öll spurð hvað þau myndu gera ef þau væru forseti einn dag. Andri Snær myndi halda málþing um öll sín hjartans mál. „Það yrði stíf dagskrá. Hún myndi byrja á framtíðarmálþingi barna og svo kæmum við skilaboðunum á framfæri um tíu leytið. Þá fengi ég hóp af öldruðum til mín og ég myndi ræða við þá. Svo væri væntanlega málþing um hnattræna hlýnum og framtíð jarðar á milli tólf og eitt og eitthvað um bókmenntir og tungumálið til þrjú,“ segir Andri Snær. „Síðdegis yrði umræður um stjórnarskrána og eflingu lýðræðis. Þá myndi ég bruna til Keflavíkur og hitta Merkel eða einhvern annan merkilegan leiðtoga.“Guðrún vill opna Bessastaðakirkju og leiða þjóðina saman í bæn. vísir/Anton BrinkSturla og Andri Snær sem aðstoðarmenn Ástþór myndi boða til friðarfundar í Hörpu og koma af stað átaki í námskeiðshaldi fyrir innflytjendur í Evrópu til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld þar. „Svo myndi ég velja mér tvo aðstoðarmenn. Ég myndi leita til Sturlu Jónssonar og biðja hann um að leggja fram frumvarp fyrir hönd forsetaembættisins um að afnema verðtrygginguna. Svo myndi ég leita til Andra Snæs og biðja hann um að vera sérstakan ráðgjafa forseta í umhverfismálum,“ segir Ástþór. Guðrún myndi aftur á móti gjarnan vilja hitta Danadrottningu og svo myndi hún bruna beint á Austfirði. „Ég fékk fallega spurningu á Facebook hvort ég myndi koma oftar til Austfjarða en Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert. Það væri tilvalið að byrja á því. Svo myndi ég vilja opna Bessastaðakirkju og vera viðstödd þegar við biðjum fyrir þjóðinni. Hafa bænastund í Bessastaðakirkju.Beðið fyrir sjúkum og Geirfuglunum Talið berst að trú og bænum en frambjóðendurnir þrír hafa allir verið bænheyrðir á einhvern hátt. Guðrún ferðaðist um Suður-Ameríku fyrir þrjátíu árum og lenti þá oft í hættu. Þá bað hún til guðs og fékk styrk.Andri Snær bað fyrir Geirfuglunum með syni sínum. vísir/Anton Brink „Ég hef fengið mörg bænasvör. Ég bið fyrir öllu mögulegu. Ef einhver er sjúkur þá bið ég fyrir lækningu. Ef ég þarf á styrk að halda þá bið ég fyrir því. Ég bið fyrir þjóðinni. Að hún megi uppgötva hver guð er og fari að nálgast hann,“ segir hún. Andri Snær hefur kennt börnunum sínum að biðja á kvöldin og segist eiga fallega sögu um að vera bænheyrður. „Þegar sonur minn var þriggja ára voru Geirfuglarnir uppáhaldshljómsveitin hans. Og eitt kvöldið vildi hann biðja fyrir þeim. Ég sagði frá þessu í útvarpinu sem endaði á því að hljómsveitin kom og spilaði í þriggja ára afmælinu hans,“ segir Andri og bætir við hlæjandi að mörgum hafi fundist ansi yfirdrifið að fá hljómsveit í barnaafmæli, en það voru þeir sem þekktu ekki söguna að baki. Ástþór rifjar þá upp sögu þar sem fólk hefur verið bænheyrt. Þá var hann á leið til Írak með jólapakka, lyf og matvæli. Hann er beðinn um að taka veika stúlku með sér aftur til Hollands til að fara með hana á sjúkrahús. „Svo þegar ég ætla að taka stúlkuna með mér er mér bannað að taka hana úr landi. Ég verð arfavitlaus og boðaði til fjölmiðlafunda fimm daga í röð og faðir stúlkunnar bað fyrir kraftaverki. Og það endaði á að stúlkan fór með okkur og komst undir læknishendur.“Ástþor hefur um árabil flutt inn rafbíla frá Bandaríkjunum og Evrópu.vísir/anton brinkForsetaframbjóðendurnir þrír voru beðnir um að svara nokkrum stöðluðum spurningum er varða forsætisembættið. Hér má sjá svörin við spurningunum.Hvort styður þú frekar tillögur stjórnlagaráðs eða stjórnarskrárnefndar um breytta stjórnarskrá?Andri Snær Magnason: Núverandi stjórnarskrá er of veik hvað varðar hlutverk forseta og rétt þjóðarinnar til að kjósa um mikilsverð mál. Ferlið á bak við tillögur stjórnlagaráðs eru skýrar og vandaðar. Við eigum að finna leið til að ljúka ferlinu.Ástþór Magnússon: Mikilvægast er að farið sé eftir stjórnarskránni og hún sé ekki túlkuð út og suður í einstökum málum. Sumt í stjórnarskrá þarf að uppfæra í takt við samtímann. Hvað varðar synjunarvald forseta og að skjóta málum til þjóðaratkvæðagreiðslu tel ég að tillaga stjórnlagaráðs um 10% fjölda undirskrifta vera eðlilega og myndi byggja á þeirri ágætu tillögu í starfsreglum sem ég myndi setja mér sem forseti.Guðrún Margrét Pálsdóttir: Ég tel stjórnarskrá Íslands nokkuð góða í heildina en styð endurskoðun á henni s.s. að skilgreina betur hlutverk forseta Íslands og að bæta við ákvæðum um eignarrétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúruvernd og að 15% þjóðarinnar geti, án aðkomu forseta, krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Ég styð eindregið starf stjórnarskrárnefndar við endurskoðun á stjórnarskránni.Hvaða hagsmunatengsl hefur þú eða þín fjölskylda við stjórnmál eða viðskiptalíf?Andri Snær Magnason: Nánast allt mitt fólk starfar í heilbrigðiskerfinu. Ég hef enga sérstaka hagsmuni hvað varðar flokka eða viðskiptalíf.Ástþór Magnússon: Ég á fyrirtækið islandus.is sem hefur um árabil boðið lægri verð á bílum með beinum innflutningi frá Bandaríkjunum og Evrópu. Við höfum einnig verið framarlega í rafbílum og hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Ég tengist engum stjórnmálaflokki.Guðrún Margrét Pálsdóttir: EnginVilt þú að miðhálendið verði skilgreint sem þjóðgarður?Andri Snær Magnason: Já, þjóðgarðurinn verður að vera rekinn í nánu samstarfi við ferðafélög, sveitarfélög, jeppafólk, bændur, skotveiðimenn og aðra. Þjóðgarður snýst um að hlúa að náttúrunni með því að bæta aðstöðu og efla atvinnu í nærsveitum. Víðernin eru okkar helsti fjársjóður og við getum verndað þau best innan þjóðgarðs.Ástþór Magnússon: Mér finnst það ágæt hugmynd að skilgreina slíkar náttúruperlur sem þjóðgarða. Náttúruvernd er í raun undirstaða okkar stærstu atvinnugreinar í dag. Fólk sækir landið heim til að njóta óspilltrar náttúru, ljósmyndun og kvikmyndagerð héðan fer einnig vaxandi. Íslendingar þurfa að vera vel vakandi og stíga varlega til jarðar í náttúrunni.Guðrún Margrét Pálsdóttir: Ég er hlynnt náttúruvernd en ég tel að það þurfi að fara varlega í það að útiloka aðgang og sjálfbæra nýtingu á svo stórum hluta landsins. Ég vildi frekar sjá áætlanir um að uppgræðslu lands og skógrækt og bætt aðgengi fyrir útivistarfólk og þá sem vilja ferðast um landið.Ertu feministi?Andri Snær Magnason: Já, það kemur ekkert annað til greina en fullur stuðningur við jafnrétti kynjanna.Ástþór Magnússon: Já, ég er jafnréttissinni.Guðrún Margrét Pálsdóttir: Ég er hlynnt hugsjóninni um það samfélagslega réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna.Hvort skilgreinir þú þig til hægri eða vinstri á pólitíska ásnum?Andri Snær Magnason: Náttúran er hvorki til hægri né vinstri. Ég trúi á frelsi til athafna, náttúruvernd, jafnrétti, jöfnuð og samfélagslega ábyrgð.Ástþór Magnússon: Forseti þarf að geta sameinað fólk úr öllum áttum og flokkum í góðum málum. Ég er þverpólitískur og aðhyllist ekki kaldastríðshugsun, en þar tapaði fólk oft skynseminni í hægri og vinstri öfgahugsun.Guðrún Margrét Pálsdóttir: Ég hef aldrei verið flokksbundin en skil bæði sjónarmið hægri- og vinstrisinna. Ég held að farsælast væri að halda því besta úr báðum stefnum, halda frelsi til framkvæmda og sinna sameiginlegum þjóðfélagslegum skyldum okkar vel s.s. með góðu heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfi.Vilt þú að settar verði siðareglur fyrir forsetaembættið? Hvað væri mikilvægasta atriði þeirra?Andri Snær Magnason: Embættið á að setja sér siðareglur hvað varðar hagsmunatengsl og mannréttindi.Ástþór Magnússon: Tvímælalaust á forsetinn að setja embætti sínu siðareglur. Eitt þeirra atriða sem þar þarf að vera er ákvæði um fjölda undirskrifta sem þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu með atbeina forseta. Slíkt mun veita þingheimi aðhald og ef þjóðin veit fyrirfram hvað þurfi til mun það stuðla að meiri sátt um störf Alþingis og friði í samfélaginu.Guðrún Margrét Pálsdóttir: Ég tel að það sé gott fyrir alla að setja sér siðareglur og þar er forseti ekki undanskilinn. Ekki bara hafa óskrifaðar hefðir heldur einnig nokkrar skrifaðar meginreglur um grundvallarmál, s.s. það sem snýr að gagnsæi í fjármálum embættisins og sjálfstæði varðandi stefnu í utanríkismálum. Með nýjum forseta koma nýjar hefðir sem ekki eru endilega fyrirséðar. Það má þó ekki setja siðareglur þannig að þær hindri forseta í störfum hans. Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00 Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Andri Snær segist mjög pólitískur og hafa verið bæði kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. 3. júní 2016 10:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Þrír forsetaframbjóðendur, Andri Snær, Guðrún Margrét og Ástþór, mættust í föstudagsviðtali Fréttablaðsins sem er með breyttu sniði fram að kosningum. Í viðtalinu, sem heyra má í heild sinni í spilaranum, voru þau öll spurð hvað þau myndu gera ef þau væru forseti einn dag. Andri Snær myndi halda málþing um öll sín hjartans mál. „Það yrði stíf dagskrá. Hún myndi byrja á framtíðarmálþingi barna og svo kæmum við skilaboðunum á framfæri um tíu leytið. Þá fengi ég hóp af öldruðum til mín og ég myndi ræða við þá. Svo væri væntanlega málþing um hnattræna hlýnum og framtíð jarðar á milli tólf og eitt og eitthvað um bókmenntir og tungumálið til þrjú,“ segir Andri Snær. „Síðdegis yrði umræður um stjórnarskrána og eflingu lýðræðis. Þá myndi ég bruna til Keflavíkur og hitta Merkel eða einhvern annan merkilegan leiðtoga.“Guðrún vill opna Bessastaðakirkju og leiða þjóðina saman í bæn. vísir/Anton BrinkSturla og Andri Snær sem aðstoðarmenn Ástþór myndi boða til friðarfundar í Hörpu og koma af stað átaki í námskeiðshaldi fyrir innflytjendur í Evrópu til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld þar. „Svo myndi ég velja mér tvo aðstoðarmenn. Ég myndi leita til Sturlu Jónssonar og biðja hann um að leggja fram frumvarp fyrir hönd forsetaembættisins um að afnema verðtrygginguna. Svo myndi ég leita til Andra Snæs og biðja hann um að vera sérstakan ráðgjafa forseta í umhverfismálum,“ segir Ástþór. Guðrún myndi aftur á móti gjarnan vilja hitta Danadrottningu og svo myndi hún bruna beint á Austfirði. „Ég fékk fallega spurningu á Facebook hvort ég myndi koma oftar til Austfjarða en Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert. Það væri tilvalið að byrja á því. Svo myndi ég vilja opna Bessastaðakirkju og vera viðstödd þegar við biðjum fyrir þjóðinni. Hafa bænastund í Bessastaðakirkju.Beðið fyrir sjúkum og Geirfuglunum Talið berst að trú og bænum en frambjóðendurnir þrír hafa allir verið bænheyrðir á einhvern hátt. Guðrún ferðaðist um Suður-Ameríku fyrir þrjátíu árum og lenti þá oft í hættu. Þá bað hún til guðs og fékk styrk.Andri Snær bað fyrir Geirfuglunum með syni sínum. vísir/Anton Brink „Ég hef fengið mörg bænasvör. Ég bið fyrir öllu mögulegu. Ef einhver er sjúkur þá bið ég fyrir lækningu. Ef ég þarf á styrk að halda þá bið ég fyrir því. Ég bið fyrir þjóðinni. Að hún megi uppgötva hver guð er og fari að nálgast hann,“ segir hún. Andri Snær hefur kennt börnunum sínum að biðja á kvöldin og segist eiga fallega sögu um að vera bænheyrður. „Þegar sonur minn var þriggja ára voru Geirfuglarnir uppáhaldshljómsveitin hans. Og eitt kvöldið vildi hann biðja fyrir þeim. Ég sagði frá þessu í útvarpinu sem endaði á því að hljómsveitin kom og spilaði í þriggja ára afmælinu hans,“ segir Andri og bætir við hlæjandi að mörgum hafi fundist ansi yfirdrifið að fá hljómsveit í barnaafmæli, en það voru þeir sem þekktu ekki söguna að baki. Ástþór rifjar þá upp sögu þar sem fólk hefur verið bænheyrt. Þá var hann á leið til Írak með jólapakka, lyf og matvæli. Hann er beðinn um að taka veika stúlku með sér aftur til Hollands til að fara með hana á sjúkrahús. „Svo þegar ég ætla að taka stúlkuna með mér er mér bannað að taka hana úr landi. Ég verð arfavitlaus og boðaði til fjölmiðlafunda fimm daga í röð og faðir stúlkunnar bað fyrir kraftaverki. Og það endaði á að stúlkan fór með okkur og komst undir læknishendur.“Ástþor hefur um árabil flutt inn rafbíla frá Bandaríkjunum og Evrópu.vísir/anton brinkForsetaframbjóðendurnir þrír voru beðnir um að svara nokkrum stöðluðum spurningum er varða forsætisembættið. Hér má sjá svörin við spurningunum.Hvort styður þú frekar tillögur stjórnlagaráðs eða stjórnarskrárnefndar um breytta stjórnarskrá?Andri Snær Magnason: Núverandi stjórnarskrá er of veik hvað varðar hlutverk forseta og rétt þjóðarinnar til að kjósa um mikilsverð mál. Ferlið á bak við tillögur stjórnlagaráðs eru skýrar og vandaðar. Við eigum að finna leið til að ljúka ferlinu.Ástþór Magnússon: Mikilvægast er að farið sé eftir stjórnarskránni og hún sé ekki túlkuð út og suður í einstökum málum. Sumt í stjórnarskrá þarf að uppfæra í takt við samtímann. Hvað varðar synjunarvald forseta og að skjóta málum til þjóðaratkvæðagreiðslu tel ég að tillaga stjórnlagaráðs um 10% fjölda undirskrifta vera eðlilega og myndi byggja á þeirri ágætu tillögu í starfsreglum sem ég myndi setja mér sem forseti.Guðrún Margrét Pálsdóttir: Ég tel stjórnarskrá Íslands nokkuð góða í heildina en styð endurskoðun á henni s.s. að skilgreina betur hlutverk forseta Íslands og að bæta við ákvæðum um eignarrétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúruvernd og að 15% þjóðarinnar geti, án aðkomu forseta, krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Ég styð eindregið starf stjórnarskrárnefndar við endurskoðun á stjórnarskránni.Hvaða hagsmunatengsl hefur þú eða þín fjölskylda við stjórnmál eða viðskiptalíf?Andri Snær Magnason: Nánast allt mitt fólk starfar í heilbrigðiskerfinu. Ég hef enga sérstaka hagsmuni hvað varðar flokka eða viðskiptalíf.Ástþór Magnússon: Ég á fyrirtækið islandus.is sem hefur um árabil boðið lægri verð á bílum með beinum innflutningi frá Bandaríkjunum og Evrópu. Við höfum einnig verið framarlega í rafbílum og hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Ég tengist engum stjórnmálaflokki.Guðrún Margrét Pálsdóttir: EnginVilt þú að miðhálendið verði skilgreint sem þjóðgarður?Andri Snær Magnason: Já, þjóðgarðurinn verður að vera rekinn í nánu samstarfi við ferðafélög, sveitarfélög, jeppafólk, bændur, skotveiðimenn og aðra. Þjóðgarður snýst um að hlúa að náttúrunni með því að bæta aðstöðu og efla atvinnu í nærsveitum. Víðernin eru okkar helsti fjársjóður og við getum verndað þau best innan þjóðgarðs.Ástþór Magnússon: Mér finnst það ágæt hugmynd að skilgreina slíkar náttúruperlur sem þjóðgarða. Náttúruvernd er í raun undirstaða okkar stærstu atvinnugreinar í dag. Fólk sækir landið heim til að njóta óspilltrar náttúru, ljósmyndun og kvikmyndagerð héðan fer einnig vaxandi. Íslendingar þurfa að vera vel vakandi og stíga varlega til jarðar í náttúrunni.Guðrún Margrét Pálsdóttir: Ég er hlynnt náttúruvernd en ég tel að það þurfi að fara varlega í það að útiloka aðgang og sjálfbæra nýtingu á svo stórum hluta landsins. Ég vildi frekar sjá áætlanir um að uppgræðslu lands og skógrækt og bætt aðgengi fyrir útivistarfólk og þá sem vilja ferðast um landið.Ertu feministi?Andri Snær Magnason: Já, það kemur ekkert annað til greina en fullur stuðningur við jafnrétti kynjanna.Ástþór Magnússon: Já, ég er jafnréttissinni.Guðrún Margrét Pálsdóttir: Ég er hlynnt hugsjóninni um það samfélagslega réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna.Hvort skilgreinir þú þig til hægri eða vinstri á pólitíska ásnum?Andri Snær Magnason: Náttúran er hvorki til hægri né vinstri. Ég trúi á frelsi til athafna, náttúruvernd, jafnrétti, jöfnuð og samfélagslega ábyrgð.Ástþór Magnússon: Forseti þarf að geta sameinað fólk úr öllum áttum og flokkum í góðum málum. Ég er þverpólitískur og aðhyllist ekki kaldastríðshugsun, en þar tapaði fólk oft skynseminni í hægri og vinstri öfgahugsun.Guðrún Margrét Pálsdóttir: Ég hef aldrei verið flokksbundin en skil bæði sjónarmið hægri- og vinstrisinna. Ég held að farsælast væri að halda því besta úr báðum stefnum, halda frelsi til framkvæmda og sinna sameiginlegum þjóðfélagslegum skyldum okkar vel s.s. með góðu heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfi.Vilt þú að settar verði siðareglur fyrir forsetaembættið? Hvað væri mikilvægasta atriði þeirra?Andri Snær Magnason: Embættið á að setja sér siðareglur hvað varðar hagsmunatengsl og mannréttindi.Ástþór Magnússon: Tvímælalaust á forsetinn að setja embætti sínu siðareglur. Eitt þeirra atriða sem þar þarf að vera er ákvæði um fjölda undirskrifta sem þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu með atbeina forseta. Slíkt mun veita þingheimi aðhald og ef þjóðin veit fyrirfram hvað þurfi til mun það stuðla að meiri sátt um störf Alþingis og friði í samfélaginu.Guðrún Margrét Pálsdóttir: Ég tel að það sé gott fyrir alla að setja sér siðareglur og þar er forseti ekki undanskilinn. Ekki bara hafa óskrifaðar hefðir heldur einnig nokkrar skrifaðar meginreglur um grundvallarmál, s.s. það sem snýr að gagnsæi í fjármálum embættisins og sjálfstæði varðandi stefnu í utanríkismálum. Með nýjum forseta koma nýjar hefðir sem ekki eru endilega fyrirséðar. Það má þó ekki setja siðareglur þannig að þær hindri forseta í störfum hans.
Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00 Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Andri Snær segist mjög pólitískur og hafa verið bæði kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. 3. júní 2016 10:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00
Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00
Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Andri Snær segist mjög pólitískur og hafa verið bæði kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. 3. júní 2016 10:00