Farþegar í Keflavík fastir í flugvél í þrjá tíma Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júní 2016 10:18 Allmargir farþegar hafa beðið lengi eftir að fá að komast úr landi. Vísir/Andri Marinó Farþegar á leið úr landi hafa margir hverjir þurft að bíða í tvo tíma á flugbrautinni eftir því að vél þeirra fái að takast á loft. Þetta er vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöð en vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra er ekki hægt að kalla út fleiri starfsmenn. Þrjá vantaði til vinnu í morgun vegna veikinda. Farþegi í vél á leið til London segir að samkvæmt nýjustu tíðindum standi til að láta vélina hinkra á flugbrautinni í klukkutíma til viðbótar. Farþegar séu ekki sáttir. „Vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöðinni þar sem aðfluginu að Keflavíkurflugvelli er stýrt eru átta mínútur á milli flughreyfinga,“ útskýrir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Með flughreyfingum á Guðni við lendingu og flugtak en vanalega eru tvær mínútur á milli flughreyfinga, í mesta lagi tvær og hálf. Þetta hefur valdið töfum í morgun. Guðni vissi ekki hversu lengi ástandið myndi vara þegar Vísir náði af honum tali en bjóst við því að fá nánari upplýsingar um stöðu vakta flugumferðarstjóra bráðlega. Flugvél á leiðinni til London Heathrow átti að leggja af stað frá Íslandi klukkan 7.40 í morgun en nú um klukkan tíu er vélin enn á flugbrautinni. Um tuttugu ferðum var seinkað í meira en hálftíma í morgun. Þar af eru að minnsta kosti fimm vélar sem áttu að halda af stað fyrir átta í morgun en bíða þess enn að fá leyfi til flugtaks. Flugumferðarstjórar funduðu ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia á þriðjudag. Nú fer félagið yfir gögn frá Isavia. Til stendur að funda aftur á morgun. Deilan hefur staðið yfir síðan í nóvember en yfirvinnubannið skall á í byrjun apríl. Uppfært 10.42:Samkvæmt upplýsingum frá Isavia varði ástandið á milli sjö og tíu í morgun. Nú eru þrjár til fimm mínutur á milli flughreyfinga vegna vaktaskipta. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Farþegar á leið úr landi hafa margir hverjir þurft að bíða í tvo tíma á flugbrautinni eftir því að vél þeirra fái að takast á loft. Þetta er vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöð en vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra er ekki hægt að kalla út fleiri starfsmenn. Þrjá vantaði til vinnu í morgun vegna veikinda. Farþegi í vél á leið til London segir að samkvæmt nýjustu tíðindum standi til að láta vélina hinkra á flugbrautinni í klukkutíma til viðbótar. Farþegar séu ekki sáttir. „Vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöðinni þar sem aðfluginu að Keflavíkurflugvelli er stýrt eru átta mínútur á milli flughreyfinga,“ útskýrir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Með flughreyfingum á Guðni við lendingu og flugtak en vanalega eru tvær mínútur á milli flughreyfinga, í mesta lagi tvær og hálf. Þetta hefur valdið töfum í morgun. Guðni vissi ekki hversu lengi ástandið myndi vara þegar Vísir náði af honum tali en bjóst við því að fá nánari upplýsingar um stöðu vakta flugumferðarstjóra bráðlega. Flugvél á leiðinni til London Heathrow átti að leggja af stað frá Íslandi klukkan 7.40 í morgun en nú um klukkan tíu er vélin enn á flugbrautinni. Um tuttugu ferðum var seinkað í meira en hálftíma í morgun. Þar af eru að minnsta kosti fimm vélar sem áttu að halda af stað fyrir átta í morgun en bíða þess enn að fá leyfi til flugtaks. Flugumferðarstjórar funduðu ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia á þriðjudag. Nú fer félagið yfir gögn frá Isavia. Til stendur að funda aftur á morgun. Deilan hefur staðið yfir síðan í nóvember en yfirvinnubannið skall á í byrjun apríl. Uppfært 10.42:Samkvæmt upplýsingum frá Isavia varði ástandið á milli sjö og tíu í morgun. Nú eru þrjár til fimm mínutur á milli flughreyfinga vegna vaktaskipta.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48