Bandarískir kjósendur ósáttir við útnefningarferli flokkanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. júní 2016 07:00 Mikill stuðningur er við kröfur Bernie Sanders um breytingar á útnefningarferli flokkanna tveggja. Nordicphotos/AFP Bandaríkjamönnum þykir margt athugavert við hið ógnarlanga ferli við val forsetaefna Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. Um 70 prósent Bandaríkjamanna eru pirruð á skipulaginu sem flokkarnir tveir hafa við val á forsetaefnum sínum, rúmlega helmingur þeirra er hreinlega reiður en aðeins um 13 prósent eru stolt af því sem er að gerast. Flestir, eða 65 prósent, segjast þó hafa áhuga á kosningunum og 23 prósent segjast spennt. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem bandaríska fréttastofan AP lét gera í samvinnu við NORC-rannsóknarstofnunina við Chicago-háskóla. AP segir þetta sýna breiðan stuðning við kröfur Bernie Sanders um að breytingar verði gerðar á forkosninga- og útnefningarferlinu öllu. Athygli vekur að nærri helmingur demókrata telur að framboð Sanders hafi góð áhrif á Demókrataflokkinn, en einungis þriðjungur repúblikana telur að framboð Donalds Trump hafi góð áhrif á Repúblikanaflokkinn. Þá segja 29 prósent demókrata að þeirra eigin flokkur sé ekki nógu opinn fyrir nýjum hugmyndum, en um 46 prósent repúblikana segja hið sama um Repúblikanaflokkinn. Almennt vilja kjósendur opnar forkosningar frekar en lokaðar, þeir vilja forkosningar frekar en kjörfundi og svo hafa þeir litla trú á ofurfulltrúunum svonefndu, sem ráða miklu um niðurstöðuna. Þá sýnir könnunin einnig að almennt hafa Bandaríkjamenn litla trú á opinberum stofnunum. Mest er traustið reyndar í garð hersins, því 56 prósent segjast hafa mikla trú á honum. Hins vegar segjast aðeins fjögur prósent hafa mikla trú á þinginu og tíu prósent segjast hafa mikla trú á bandaríska stjórnmálakerfinu. Nærri því fjörutíu prósent segja tveggja flokka kerfið, sem tryggt hefur Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum öll völd í Bandaríkjunum, vera meingallað. Einungis þrettán prósent eru sátt við þetta tveggja flokka kerfi, en fimmtíu prósent segja kerfið vera gallað, en þó ekki svo mjög að ekki megi bæta þar úr. Könnunin var gerð 12. til 15. maí í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump búinn að ná meirihluta Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí. 26. maí 2016 14:58 Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag. 29. maí 2016 23:09 Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi Marco Rubio sér eftir ummælunum og segir þau ekki endurspegla sinn innri mann. 29. maí 2016 14:46 Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á 35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego. 28. maí 2016 09:06 Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu. 26. maí 2016 15:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Bandaríkjamönnum þykir margt athugavert við hið ógnarlanga ferli við val forsetaefna Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. Um 70 prósent Bandaríkjamanna eru pirruð á skipulaginu sem flokkarnir tveir hafa við val á forsetaefnum sínum, rúmlega helmingur þeirra er hreinlega reiður en aðeins um 13 prósent eru stolt af því sem er að gerast. Flestir, eða 65 prósent, segjast þó hafa áhuga á kosningunum og 23 prósent segjast spennt. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem bandaríska fréttastofan AP lét gera í samvinnu við NORC-rannsóknarstofnunina við Chicago-háskóla. AP segir þetta sýna breiðan stuðning við kröfur Bernie Sanders um að breytingar verði gerðar á forkosninga- og útnefningarferlinu öllu. Athygli vekur að nærri helmingur demókrata telur að framboð Sanders hafi góð áhrif á Demókrataflokkinn, en einungis þriðjungur repúblikana telur að framboð Donalds Trump hafi góð áhrif á Repúblikanaflokkinn. Þá segja 29 prósent demókrata að þeirra eigin flokkur sé ekki nógu opinn fyrir nýjum hugmyndum, en um 46 prósent repúblikana segja hið sama um Repúblikanaflokkinn. Almennt vilja kjósendur opnar forkosningar frekar en lokaðar, þeir vilja forkosningar frekar en kjörfundi og svo hafa þeir litla trú á ofurfulltrúunum svonefndu, sem ráða miklu um niðurstöðuna. Þá sýnir könnunin einnig að almennt hafa Bandaríkjamenn litla trú á opinberum stofnunum. Mest er traustið reyndar í garð hersins, því 56 prósent segjast hafa mikla trú á honum. Hins vegar segjast aðeins fjögur prósent hafa mikla trú á þinginu og tíu prósent segjast hafa mikla trú á bandaríska stjórnmálakerfinu. Nærri því fjörutíu prósent segja tveggja flokka kerfið, sem tryggt hefur Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum öll völd í Bandaríkjunum, vera meingallað. Einungis þrettán prósent eru sátt við þetta tveggja flokka kerfi, en fimmtíu prósent segja kerfið vera gallað, en þó ekki svo mjög að ekki megi bæta þar úr. Könnunin var gerð 12. til 15. maí í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump búinn að ná meirihluta Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí. 26. maí 2016 14:58 Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag. 29. maí 2016 23:09 Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi Marco Rubio sér eftir ummælunum og segir þau ekki endurspegla sinn innri mann. 29. maí 2016 14:46 Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á 35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego. 28. maí 2016 09:06 Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu. 26. maí 2016 15:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Trump búinn að ná meirihluta Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí. 26. maí 2016 14:58
Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag. 29. maí 2016 23:09
Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi Marco Rubio sér eftir ummælunum og segir þau ekki endurspegla sinn innri mann. 29. maí 2016 14:46
Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á 35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego. 28. maí 2016 09:06
Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu. 26. maí 2016 15:42