Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júní 2016 08:39 Lögregla hafði í nógu að snúast í Marseille í gærkvöldi þar sem stuðningsmenn létu illum látum. Vísir/EPA Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu eru alvarlega slasaðir eftir gróf slagsmál við stuðningsmenn Rússa bæði fyrir og eftir viðureign þjóðanna á EM í Frakklandi í gær. Leiknum lauk með dramatísku 1-1 jafntefli þar sem fyrirliði Rússa jafnaði metin í blálokin. Gærdagsins verður þó minnst fyrir atburði utan vallar. Fjöldi stuðningsmanna gisti á sjúkrahúsi í nótt eftir óeirðirnar en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Marseille slasaðist 31, þar á meðal eldri maður sem missti meðvitund og annar Englendingur sem fékk hjartaáfall. Eftir átök á milli stuðningsmanna Englands og Rússlands við gömlu höfnina í Marseille í aðdraganda leiksins brutust út slagsmál á Stade Velodrome í leikslok. Íslendingar mæta Ungverjum á þessum sama velli 18. júní. Enskir stuðningsmenn sáust á flótta undan hópi sem virtist skipaður Rússum, sumir huldu höfuð sín og kveiktu í flugeldum. Höfðu þeir brotið sér leið framhjá öryggisvörðum að því er Guardian greinir frá.Lögregla þurfti að beita táragasi síðar um kvöldið í frönsku borginni eftir að óeirðirnar héldu áfram að leik lokknum. Þá var neðanjarðarlestakerfi borgarninar lokað um um tíma eftir leik. Evrópska knattspyrnusambandið mun taka óeirðirnar á leikvanginum í gærkvöldi til skoðunar og er talið líklegt að rússneska knattspyrnusambandið eigi yfir höfði sér refsingu. Rússar halda sem kunnugt er HM í knattspyrnu árið 2018. Haft var eftir íþróttamálaráðherra Rússa, Vitaly Mutko, að þeir reiknuðu með sekt frá UEFA. Að neðan má sjá myndir og upptöku frá óeirðunum í gær. Þær eru ekki fyrir viðkvæma.Marseille violence: AS editor @AS_Relano on the incidents in southern France https://t.co/xG9a5yXxTM pic.twitter.com/HINLpCHPH7— AS English (@English_AS) June 12, 2016 Euro 2016: Uefa investigate violence between England and Russia fans in Marseille after day… https://t.co/TKVKSETs4y pic.twitter.com/knPeidKp5Q— Telegraph Football (@TeleFootball) June 12, 2016 Scenes in Marseille yesterday. Unbelievable! pic.twitter.com/eVJ0eQzlGl— GeniusFootball (@GeniusFootball) June 12, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 The behaviour of England fans in Marseille is "embarrassing" says Andy Burnham #EURO2016 https://t.co/1oyH5Rcigo pic.twitter.com/2x9WAgwpo3— BBC Sport (@BBCSport) June 11, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu eru alvarlega slasaðir eftir gróf slagsmál við stuðningsmenn Rússa bæði fyrir og eftir viðureign þjóðanna á EM í Frakklandi í gær. Leiknum lauk með dramatísku 1-1 jafntefli þar sem fyrirliði Rússa jafnaði metin í blálokin. Gærdagsins verður þó minnst fyrir atburði utan vallar. Fjöldi stuðningsmanna gisti á sjúkrahúsi í nótt eftir óeirðirnar en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Marseille slasaðist 31, þar á meðal eldri maður sem missti meðvitund og annar Englendingur sem fékk hjartaáfall. Eftir átök á milli stuðningsmanna Englands og Rússlands við gömlu höfnina í Marseille í aðdraganda leiksins brutust út slagsmál á Stade Velodrome í leikslok. Íslendingar mæta Ungverjum á þessum sama velli 18. júní. Enskir stuðningsmenn sáust á flótta undan hópi sem virtist skipaður Rússum, sumir huldu höfuð sín og kveiktu í flugeldum. Höfðu þeir brotið sér leið framhjá öryggisvörðum að því er Guardian greinir frá.Lögregla þurfti að beita táragasi síðar um kvöldið í frönsku borginni eftir að óeirðirnar héldu áfram að leik lokknum. Þá var neðanjarðarlestakerfi borgarninar lokað um um tíma eftir leik. Evrópska knattspyrnusambandið mun taka óeirðirnar á leikvanginum í gærkvöldi til skoðunar og er talið líklegt að rússneska knattspyrnusambandið eigi yfir höfði sér refsingu. Rússar halda sem kunnugt er HM í knattspyrnu árið 2018. Haft var eftir íþróttamálaráðherra Rússa, Vitaly Mutko, að þeir reiknuðu með sekt frá UEFA. Að neðan má sjá myndir og upptöku frá óeirðunum í gær. Þær eru ekki fyrir viðkvæma.Marseille violence: AS editor @AS_Relano on the incidents in southern France https://t.co/xG9a5yXxTM pic.twitter.com/HINLpCHPH7— AS English (@English_AS) June 12, 2016 Euro 2016: Uefa investigate violence between England and Russia fans in Marseille after day… https://t.co/TKVKSETs4y pic.twitter.com/knPeidKp5Q— Telegraph Football (@TeleFootball) June 12, 2016 Scenes in Marseille yesterday. Unbelievable! pic.twitter.com/eVJ0eQzlGl— GeniusFootball (@GeniusFootball) June 12, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 The behaviour of England fans in Marseille is "embarrassing" says Andy Burnham #EURO2016 https://t.co/1oyH5Rcigo pic.twitter.com/2x9WAgwpo3— BBC Sport (@BBCSport) June 11, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent