Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2016 09:00 Þrettán af mökum landsliðsmannnana áttu heimangengt á fund með blaðamanni á Laugardalsvelli. Þær sem ekki komust verða sömuleiðis í stúkunni úti í Frakklandi að styðja við strákana sína, hvernig sem fer. Fréttablaðið/Stefán Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM í Frakklandi. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. Þær sem áttu heimangengt hittu blaðamann á Laugardalsvelli í vikunni og ræddu ævintýrið framundan. Strákarnir héldu utan á þriðjudaginn eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í kveðjuleik á Laugardalsvelli og halda þeir nú til í bænum Annecy í frönsku Ölpunum sem verður bækistöð þeirra í Frakklandi. Mikil spenna er eðlilega á meðal landsliðsmannanna og sömuleiðis hjá mökunum. „Sérstaklega eftir að við fórum á frumsýninguna á myndinni Jökullinn logar,“ segir Alexandra Helga , kærasta Gylfa Þórs. Strákarnir spila gegn Portúgal í Saint-Étienne þriðjudaginn 14. júní, gegn Ungverjalandi í Marseille 18. júní og Austurríki í París 22. júní. Alexandra Helga ætlar að flakka á milli borganna í góðum félagsskap og kynnast hverri borg. Sömu sögu er að segja af Ragnheiði Theodórsdóttur og Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, kærustum Ragnars og Kára sem ferðast saman. „Er ekki klassískt að fara á einhverjar vínekrur og velta rauðvínsglasinu,“ segir Hjördís Perla í léttum tón og Ragnheiður bætir við að croissant verði á matseðlinum. Þær hlakka báðar mikið til og sömu sögu er að segja af Kristbjörgu Jónasdóttur, kærustu Arons Einars. „Við erum bara þvílíkt spenntar,“ segir Kristbjörg sem er bjartsýn á gott gengi eins og hinar. Hjördís á allt eins von á því að sleppa fluginu heim 23. júní að lokinni riðlakeppninni því Ísland komist upp úr riðlinum. Kristbjörg bætir um betur. „Ég er ekki einu sinni búin að bóka flug heim. Ég er svo bjartsýn.“Ekkert stress, bara tilhlökkun„Það er búið að bíða lengi eftir þessari stund. Við erum full tilhlökkunar,“ segir Ása María Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar. Hún er ein af mömmunum í hópnum og orðin reynd þegar kemur að lífinu með atvinnumanni í fótbolta. Börn þeirra, Andrea Alexa (15 vikna) og Emanuel (4 ára), verða með í för til Frakklands sem verður ekkert mál að sögn Ásu. „Mamma mín kemur með og systur, við förum öll og hjálpumst að. Vonandi verður gott veður og hægt að leyfa krökkunum að leika sér í sólinni,“ segir Ása. Kristbjörg og Hildur Ósk Sigurðardóttir, kærasta Kolbeins Sigþórssonar, eru einnig með ung börn en þeirra tími á stórmóti mun koma seinna. Kristbjörg, sem á Óliver Breka (1 árs) með Aroni Einari, bendir á að aðstaða á leikvöngunum fyrir svo lítil börn sé ekki góð auk þess sem hávaði er mikill. „Við búum náttúrulega í Frakklandi og verðum heima,“ segir Hildur Ósk sem á Adríönu Ósk (2 ára) með Kolbeini sem spilar með franska félaginu Nantes. Hildur ætlar samt að mæta í alla leikina en er ekki komin með hnút í magann, langt í frá. „Ég er ekkert stressuð fyrir þessu, bara mjög spennt. Það er tilfinningin sem ég hef, tilhlökkun.“Fá eina nótt með strákunum Öryggisgæsla í Frakklandi á meðan á mótinu stendur verður gríðarleg enda skemmst að minnast hryðjuverkanna í París í nóvember. Sömuleiðis verður passað vel upp á leikmenn landsliðsins á meðan á dvölinni í Annecy og ferðalagi þeirra til og frá leikjum stendur. „Við fáum að hitta þá einu sinni. Fáum að eyða nóttinni með þeim í Marseille,“ segir Hildur Ósk og má reikna með að strákarnir muni taka stelpunum fagnandi eftir leikinn gegn Ungverjum. „Annars er það bara Facetime. Maður er bara vanur því,“ segir Bera Tryggvadóttir, kærasta Hjartar Hermannssonar. Tilkynnt var um val á þeim 23 leikmönnum sem fara til Frakklands fyrir rúmum mánuði. Mikil spenna var fyrir blaðamannafundinn og ljóst að frábærir knattspyrnumenn myndu sitja eftir með sárt ennið. „Þetta var svolítið dramatískt,“ segir Bera sem sat límd við skjáinn. Leikmönnum var tilkynnt um valið í sms-skilaboðum hálftíma fyrir blaðamannafundinn. „Hann sendi mér strax sms-ið svo ég vissi að hann væri að fara áður en það var tilkynnt,“ segir Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar. Þannig hafa sumir makar gengið frá bókunum varðandi Frakklandsdvölina fyrir töluverðu síðan á meðan aðrar eru tiltölulega nýbúnar að gera ráðstafanir. „Það væri gaman að fara til Mónakó og sjá allar snekkjurnar,“ segir Hrefna Dís Halldórsdóttir, kærasta Sverris Inga, varðandi dægradvöl á milli leikjanna. Allar vonast þær eftir sól og blíðu. „Bíddu, er ekki spáð rigningu?“ segir María Ósk Skúladóttir, kærasta Jóns Daða, en Hjördís hans Kára hafði einmitt fengið skilaboð frá sínum manni úr rigningunni í Annecy.Stolt sama hvernig fer „Ég held að þetta verði stórt ævintýri,“ segir Pattra Sriyanonge, kærasta Theodórs Elmars, sem er temmilega bjartsýn. „Þetta á að vera auðveldasti riðillinn,“ segir Pattra sem mun fylgja sínum manni alla leið. Eins og þær allar. „Þetta er kannski eina stóra tækifærið og svo er þetta í Frakklandi, sem er frábært,“ segir Hólmfríður Björnsdóttir hans Jóhanns Bergs. Hún ætlar að dvelja í húsi með nokkrum mökum til viðbótar og ferðast þaðan í leikina. Fleiri í hópnum fara þá leið. „Við fórum allar saman út að borða um daginn. Við erum að reyna að peppa þetta upp og hafa gaman,“ bætir Hólmfríður við. Aðspurð hvernig gagnrýni á frammistöðu strákanna fari í þær segist hún lítið fylgjast með blöðunum. „Ég er alltaf mjög stolt, sama hvernig fer. Maður er til staðar hvort sem gengur vel eða illa.“ Sandra Steinarsdóttir, eiginkona Ögmundar, segist finna meira fyrir umfjölluninni í tilfelli landsleikjanna. Það sé annað að heyra Íslendinga tala um manninn sinn en einhverja Svía. „Annars er ég alltaf mjög stressuð þegar ég horfi á leiki, hvort sem það er Fram eða í Allsvenskunni.“ Hvort strákarnir verða klárir þegar á hólminn er komið verður að koma í ljós en hafa ber í huga að um frumraun karlaliðsins á stórmóti er að ræða. Stelpurnar eru hins vegar tilbúnar og ljóst að hver leikmaður verður með gott bakland á áhorfendapöllunum í Frakklandi. Ragnheiður nær ágætlega utan um þetta í einni setningu. „Þetta verður bara geðveikur stemmari!“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Mikill uppgangur í pönkinu Fjórar pönksveitir spila á tónleikum í Lucky Records í kvöld. Júlía Aradóttir segir mikinn kraft í pönkinu um þessar mundir og mikið af konum í senunni. 11. júní 2016 11:30 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM í Frakklandi. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. Þær sem áttu heimangengt hittu blaðamann á Laugardalsvelli í vikunni og ræddu ævintýrið framundan. Strákarnir héldu utan á þriðjudaginn eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í kveðjuleik á Laugardalsvelli og halda þeir nú til í bænum Annecy í frönsku Ölpunum sem verður bækistöð þeirra í Frakklandi. Mikil spenna er eðlilega á meðal landsliðsmannanna og sömuleiðis hjá mökunum. „Sérstaklega eftir að við fórum á frumsýninguna á myndinni Jökullinn logar,“ segir Alexandra Helga , kærasta Gylfa Þórs. Strákarnir spila gegn Portúgal í Saint-Étienne þriðjudaginn 14. júní, gegn Ungverjalandi í Marseille 18. júní og Austurríki í París 22. júní. Alexandra Helga ætlar að flakka á milli borganna í góðum félagsskap og kynnast hverri borg. Sömu sögu er að segja af Ragnheiði Theodórsdóttur og Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, kærustum Ragnars og Kára sem ferðast saman. „Er ekki klassískt að fara á einhverjar vínekrur og velta rauðvínsglasinu,“ segir Hjördís Perla í léttum tón og Ragnheiður bætir við að croissant verði á matseðlinum. Þær hlakka báðar mikið til og sömu sögu er að segja af Kristbjörgu Jónasdóttur, kærustu Arons Einars. „Við erum bara þvílíkt spenntar,“ segir Kristbjörg sem er bjartsýn á gott gengi eins og hinar. Hjördís á allt eins von á því að sleppa fluginu heim 23. júní að lokinni riðlakeppninni því Ísland komist upp úr riðlinum. Kristbjörg bætir um betur. „Ég er ekki einu sinni búin að bóka flug heim. Ég er svo bjartsýn.“Ekkert stress, bara tilhlökkun„Það er búið að bíða lengi eftir þessari stund. Við erum full tilhlökkunar,“ segir Ása María Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar. Hún er ein af mömmunum í hópnum og orðin reynd þegar kemur að lífinu með atvinnumanni í fótbolta. Börn þeirra, Andrea Alexa (15 vikna) og Emanuel (4 ára), verða með í för til Frakklands sem verður ekkert mál að sögn Ásu. „Mamma mín kemur með og systur, við förum öll og hjálpumst að. Vonandi verður gott veður og hægt að leyfa krökkunum að leika sér í sólinni,“ segir Ása. Kristbjörg og Hildur Ósk Sigurðardóttir, kærasta Kolbeins Sigþórssonar, eru einnig með ung börn en þeirra tími á stórmóti mun koma seinna. Kristbjörg, sem á Óliver Breka (1 árs) með Aroni Einari, bendir á að aðstaða á leikvöngunum fyrir svo lítil börn sé ekki góð auk þess sem hávaði er mikill. „Við búum náttúrulega í Frakklandi og verðum heima,“ segir Hildur Ósk sem á Adríönu Ósk (2 ára) með Kolbeini sem spilar með franska félaginu Nantes. Hildur ætlar samt að mæta í alla leikina en er ekki komin með hnút í magann, langt í frá. „Ég er ekkert stressuð fyrir þessu, bara mjög spennt. Það er tilfinningin sem ég hef, tilhlökkun.“Fá eina nótt með strákunum Öryggisgæsla í Frakklandi á meðan á mótinu stendur verður gríðarleg enda skemmst að minnast hryðjuverkanna í París í nóvember. Sömuleiðis verður passað vel upp á leikmenn landsliðsins á meðan á dvölinni í Annecy og ferðalagi þeirra til og frá leikjum stendur. „Við fáum að hitta þá einu sinni. Fáum að eyða nóttinni með þeim í Marseille,“ segir Hildur Ósk og má reikna með að strákarnir muni taka stelpunum fagnandi eftir leikinn gegn Ungverjum. „Annars er það bara Facetime. Maður er bara vanur því,“ segir Bera Tryggvadóttir, kærasta Hjartar Hermannssonar. Tilkynnt var um val á þeim 23 leikmönnum sem fara til Frakklands fyrir rúmum mánuði. Mikil spenna var fyrir blaðamannafundinn og ljóst að frábærir knattspyrnumenn myndu sitja eftir með sárt ennið. „Þetta var svolítið dramatískt,“ segir Bera sem sat límd við skjáinn. Leikmönnum var tilkynnt um valið í sms-skilaboðum hálftíma fyrir blaðamannafundinn. „Hann sendi mér strax sms-ið svo ég vissi að hann væri að fara áður en það var tilkynnt,“ segir Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar. Þannig hafa sumir makar gengið frá bókunum varðandi Frakklandsdvölina fyrir töluverðu síðan á meðan aðrar eru tiltölulega nýbúnar að gera ráðstafanir. „Það væri gaman að fara til Mónakó og sjá allar snekkjurnar,“ segir Hrefna Dís Halldórsdóttir, kærasta Sverris Inga, varðandi dægradvöl á milli leikjanna. Allar vonast þær eftir sól og blíðu. „Bíddu, er ekki spáð rigningu?“ segir María Ósk Skúladóttir, kærasta Jóns Daða, en Hjördís hans Kára hafði einmitt fengið skilaboð frá sínum manni úr rigningunni í Annecy.Stolt sama hvernig fer „Ég held að þetta verði stórt ævintýri,“ segir Pattra Sriyanonge, kærasta Theodórs Elmars, sem er temmilega bjartsýn. „Þetta á að vera auðveldasti riðillinn,“ segir Pattra sem mun fylgja sínum manni alla leið. Eins og þær allar. „Þetta er kannski eina stóra tækifærið og svo er þetta í Frakklandi, sem er frábært,“ segir Hólmfríður Björnsdóttir hans Jóhanns Bergs. Hún ætlar að dvelja í húsi með nokkrum mökum til viðbótar og ferðast þaðan í leikina. Fleiri í hópnum fara þá leið. „Við fórum allar saman út að borða um daginn. Við erum að reyna að peppa þetta upp og hafa gaman,“ bætir Hólmfríður við. Aðspurð hvernig gagnrýni á frammistöðu strákanna fari í þær segist hún lítið fylgjast með blöðunum. „Ég er alltaf mjög stolt, sama hvernig fer. Maður er til staðar hvort sem gengur vel eða illa.“ Sandra Steinarsdóttir, eiginkona Ögmundar, segist finna meira fyrir umfjölluninni í tilfelli landsleikjanna. Það sé annað að heyra Íslendinga tala um manninn sinn en einhverja Svía. „Annars er ég alltaf mjög stressuð þegar ég horfi á leiki, hvort sem það er Fram eða í Allsvenskunni.“ Hvort strákarnir verða klárir þegar á hólminn er komið verður að koma í ljós en hafa ber í huga að um frumraun karlaliðsins á stórmóti er að ræða. Stelpurnar eru hins vegar tilbúnar og ljóst að hver leikmaður verður með gott bakland á áhorfendapöllunum í Frakklandi. Ragnheiður nær ágætlega utan um þetta í einni setningu. „Þetta verður bara geðveikur stemmari!“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Mikill uppgangur í pönkinu Fjórar pönksveitir spila á tónleikum í Lucky Records í kvöld. Júlía Aradóttir segir mikinn kraft í pönkinu um þessar mundir og mikið af konum í senunni. 11. júní 2016 11:30 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Mikill uppgangur í pönkinu Fjórar pönksveitir spila á tónleikum í Lucky Records í kvöld. Júlía Aradóttir segir mikinn kraft í pönkinu um þessar mundir og mikið af konum í senunni. 11. júní 2016 11:30
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”