Brexit I og II Stjórnarmaðurinn skrifar 29. júní 2016 11:00 Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í liðinni viku að segja sig úr Evrópusambandinu. Hinn svokallaði Brexit er því orðinn að veruleika. Nokkrum dögum síðar féllu Englendingar, stærsta þjóðin á Bretlandseyjum, út úr Evrópu í annað sinn á nokkrum dögum. Nú sjálfri Evrópukeppninni í knattspyrnu, og það gegn okkur Íslendingum. Vitaskuld var um að ræða stærsta íþróttaafrek í sögu okkar Íslendinga. Fyrir Englendinga var þetta hins vegar stærsta áfall í samanlagðri íþróttasögunni, í það minnsta ef eitthvað er að marka götupressuna þar í landi. Íslendingar voru því beinlínis valdir að öðrum kafla í Brexit ef svo mætti kalla. Óhætt er að segja að frá því að atkvæðagreiðslunni lauk hafi allt titrað í Bretlandi. Hlutabréf, sérstaklega í bönkunum, eru í frjálsu falli og sterlingspundið er í sögulegum lægðum. Fasteignaviðskipti hafa allt að því stöðvast og matsstofnanir hafa lækkað lánshæfiseinkunn breska ríkissjóðsins. Við þetta bætist svo að landið er allt að því stjórnlaust á pólitíska sviðinu. David Cameron tilkynnti um afsögn sína og allt logar stafnanna á milli hjá Verkamannaflokknum. Viðbrögð við sigri íslenska liðsins á því enska voru ekki síður ofsakennd. Hodgson landsliðseinvaldur tók samstundis pokann sinn. Fyrirsagnir blaðanna voru heldur engin skemmtilesning fyrir leikmenn enska liðsins. Eitt blaðanna gekk meira að segja svo langt að gefa öllum leikmönnum núll í einkunn. Getur verið að meira sé líkt með Brexit I og II en mann grunar við fyrstu sýn? Allir leikmenn enska liðsins spila í ensku úrvalsdeildinni. Einungis einn leikmanna talar erlent tungumál. Þeir eru með öðrum orðum heimalningar sem fá spikfeita launatékka nánast í vöggugjöf. Þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum. Í íslenska liðinu eru hins vegar menn sem þurft hafa að hleypa heimdraganum. Búa einir í framandi löndum og fóta sig í ólíkum menningarheimum. Það þarf kjark til að rífa sig upp með rótum. Er þetta ekki upplagt dæmi um að fólk og samfélög, svo ekki sé talað um samfélög eyjaskeggja, hafa ekki bara gott af því að kynnast öðru en eigin heimahögum, heldur er það beinlínis nauðsynlegt ef ætlunin er að ná árangri og skara fram úr. Íslensku leikmennirnir sönnuðu með öðrum orðum hvurslags vitleysa það er hjá Bretum að ætla sér að snúa baki við Evrópu. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í liðinni viku að segja sig úr Evrópusambandinu. Hinn svokallaði Brexit er því orðinn að veruleika. Nokkrum dögum síðar féllu Englendingar, stærsta þjóðin á Bretlandseyjum, út úr Evrópu í annað sinn á nokkrum dögum. Nú sjálfri Evrópukeppninni í knattspyrnu, og það gegn okkur Íslendingum. Vitaskuld var um að ræða stærsta íþróttaafrek í sögu okkar Íslendinga. Fyrir Englendinga var þetta hins vegar stærsta áfall í samanlagðri íþróttasögunni, í það minnsta ef eitthvað er að marka götupressuna þar í landi. Íslendingar voru því beinlínis valdir að öðrum kafla í Brexit ef svo mætti kalla. Óhætt er að segja að frá því að atkvæðagreiðslunni lauk hafi allt titrað í Bretlandi. Hlutabréf, sérstaklega í bönkunum, eru í frjálsu falli og sterlingspundið er í sögulegum lægðum. Fasteignaviðskipti hafa allt að því stöðvast og matsstofnanir hafa lækkað lánshæfiseinkunn breska ríkissjóðsins. Við þetta bætist svo að landið er allt að því stjórnlaust á pólitíska sviðinu. David Cameron tilkynnti um afsögn sína og allt logar stafnanna á milli hjá Verkamannaflokknum. Viðbrögð við sigri íslenska liðsins á því enska voru ekki síður ofsakennd. Hodgson landsliðseinvaldur tók samstundis pokann sinn. Fyrirsagnir blaðanna voru heldur engin skemmtilesning fyrir leikmenn enska liðsins. Eitt blaðanna gekk meira að segja svo langt að gefa öllum leikmönnum núll í einkunn. Getur verið að meira sé líkt með Brexit I og II en mann grunar við fyrstu sýn? Allir leikmenn enska liðsins spila í ensku úrvalsdeildinni. Einungis einn leikmanna talar erlent tungumál. Þeir eru með öðrum orðum heimalningar sem fá spikfeita launatékka nánast í vöggugjöf. Þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum. Í íslenska liðinu eru hins vegar menn sem þurft hafa að hleypa heimdraganum. Búa einir í framandi löndum og fóta sig í ólíkum menningarheimum. Það þarf kjark til að rífa sig upp með rótum. Er þetta ekki upplagt dæmi um að fólk og samfélög, svo ekki sé talað um samfélög eyjaskeggja, hafa ekki bara gott af því að kynnast öðru en eigin heimahögum, heldur er það beinlínis nauðsynlegt ef ætlunin er að ná árangri og skara fram úr. Íslensku leikmennirnir sönnuðu með öðrum orðum hvurslags vitleysa það er hjá Bretum að ætla sér að snúa baki við Evrópu.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira