Lífið

Trúður í Game of Thrones

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Frank Hvam leikur bókasafnsvörð í Game of Thrones. Án gríns.
Frank Hvam leikur bókasafnsvörð í Game of Thrones. Án gríns. Vísir/HBO
Hörðustu aðdáendur Game of Thrones þáttanna vöktu eftir lokaþættinum í sjöttu seríu sem sýndur var á Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Þar gerðist margt og mikið og er óhætt að fullyrða að búið sé að riðla Krúnuleikunum til. En ekki orð um það meir.

Glöggir áhorfendur hafa eflaust í einu atriðanna haldið eins og þættirnir væru að hverfa yfir í spaugilegu hliðina eða þegar danski leikarinn Frank Hvam birtist óvænt á skjánum.

Frank er eins og allir vita, annar helmingur danska gríntvíeykisins Klovn og í lokaþætti Game of Thrones bregður honum fyrir í afar spaugilegu atriði sem bókasafnsverði í bænum Citadel þangað sem Sam Tarly og fjölskylda hans hafa verið að ferðast til alla seríuna. Ekki er vitað hvort hann komi til með að birtast í fleiri þáttum í komandi seríum en þetta var í fyrsta skiptið sem aðdáendur Game of Thrones fengu að líta bæinn augum.

Lokaþáttur sjöttu seríua Game of Thrones verður sýndur á Stöð 2 í kvöld.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.