Forsetar og frúr saman í Nice Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2016 13:24 Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff á Nice í dag. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti Íslands og Eliza Reid kona hans eru mætt til Nice í Frakklandi ásamt elsta syni sínum þar sem þau munu fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og eiginkona Dorrit Moussaieff verða einnig á leiknum og hittust núverandi og tilvonandi forsetahjón í Nice í dag. Vísir náði tali af Guðna eftir myndatökuna og sagði hann að mjög vel hefði farið á með þeim Ólafi. „Fyrir mig sem er að stökkva inn í alveg nýjan heim er mikils virði að geta þegið ráð af eins reyndum manni og Ólafi Ragnari,“ segir Guðni en aðspurður segist hann þó ekki hafa fengið nein ráð í dag, þeir hafi bara verið að spjalla saman. Blaðamaður kveðst hafa heyrt af því að margir Íslendingar í Nice hafa viljað fá af sér „selfie“ með Guðna í dag. Hann er ekki með nákvæma tölu á hversu mörgum „selfies“ hann er á en segir það ánægju og heiður að verða við því ef einhver biður um mynd af sér með honum. „Þetta er bara hluti af þeirri breytingu sem felst í því að hætta að vera sagnfræðingur og háskólakennari og verða forseti. Ég man ekki til þess að einhver hafi beðið um „selfie“ með mér á göngunum í háskólanum þegar ég var að kenna þar,“ segir Guðni léttur. Hann segir mjög gaman að vera kominn til Nice. „Fyrst og fremst er gaman að finna gleðina, einlægninga og stoltið. Íþróttir eru ágætur vettvangur til að sýna ættjarðarást og hér líður öllum vel. Það þarf síðan ekki að taka það fram að framkoma Íslendinga er til fyrirmyndar.“ Guðni og Eliza verða í almennum sætum á leiknum í kvöld ásamt syni sínum en Ólafur og Dorrit í heiðursstúkunni. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti Íslands og Eliza Reid kona hans eru mætt til Nice í Frakklandi ásamt elsta syni sínum þar sem þau munu fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og eiginkona Dorrit Moussaieff verða einnig á leiknum og hittust núverandi og tilvonandi forsetahjón í Nice í dag. Vísir náði tali af Guðna eftir myndatökuna og sagði hann að mjög vel hefði farið á með þeim Ólafi. „Fyrir mig sem er að stökkva inn í alveg nýjan heim er mikils virði að geta þegið ráð af eins reyndum manni og Ólafi Ragnari,“ segir Guðni en aðspurður segist hann þó ekki hafa fengið nein ráð í dag, þeir hafi bara verið að spjalla saman. Blaðamaður kveðst hafa heyrt af því að margir Íslendingar í Nice hafa viljað fá af sér „selfie“ með Guðna í dag. Hann er ekki með nákvæma tölu á hversu mörgum „selfies“ hann er á en segir það ánægju og heiður að verða við því ef einhver biður um mynd af sér með honum. „Þetta er bara hluti af þeirri breytingu sem felst í því að hætta að vera sagnfræðingur og háskólakennari og verða forseti. Ég man ekki til þess að einhver hafi beðið um „selfie“ með mér á göngunum í háskólanum þegar ég var að kenna þar,“ segir Guðni léttur. Hann segir mjög gaman að vera kominn til Nice. „Fyrst og fremst er gaman að finna gleðina, einlægninga og stoltið. Íþróttir eru ágætur vettvangur til að sýna ættjarðarást og hér líður öllum vel. Það þarf síðan ekki að taka það fram að framkoma Íslendinga er til fyrirmyndar.“ Guðni og Eliza verða í almennum sætum á leiknum í kvöld ásamt syni sínum en Ólafur og Dorrit í heiðursstúkunni.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55
Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45