Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2016 12:55 Þeir voru þó nokkrir kjósendurnir sem vildu sjá þennan mann sem næsta forseta. Vísir Samkvæmt lokatölum í forsetakosningunum sem fram fóru á laugardaginn voru ógild atkvæði alls 1049. Vísir hafði samband við allar yfirkjörstjórnir í morgun og forvitnaðist um hvernig fólk var að ógilda seðilinn sinn en kjósendur hafa í gegnum tíðina notast við ýmsar forvitnilegar leiðir til að ógilda atkvæði. Þannig er mörgum eflaust minnisstæður kjósandinn sem kúkaði á atkvæðið sitt í fyrstu Alþingiskosningunum eftir hrun árið 2009. Eftir því sem Vísir kemst næst gekk enginn kjósandi svo langt í þetta skiptið en í ljósi landsleiksins í kvöld og mikillar ástar þjóðarinnar á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck lék blaðamanni sérstaklega forvitni á að vita hvort hann hafi hlotið einhver atkvæði í kosningunum, en atkvæði er ógilt ef maður kýs einhvern annan en þá sem eru í framboði.Margrét Þórhildur með tvö atkvæði Skemmst er frá því að segja að uppáhalds-Svíi Íslendinga hlaut samtals vel á þriðja tug atkvæða. Einhverjir kjósendur í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi vildu sjá Lars sem forseta og í Suðurkjördæmi hlaut Heimir Hallgrímsson einnig nokkur atkvæði en hann er eins og kunnugt er frá Vestmannaeyjum. Þá hlaut Margrét Þórhildur Danadrottning að minnsta kosti tvö atkvæði og einn kjósandi taldi að forsetakosningarnar væru með öllu ólögmætar þar sem það hefði í raun verið ólögmætt að stofna lýðveldi árið 1944.Blóm og hjörtu á kjörseðlum Merkja skal með x-i, hring eða vaffi við nafn þess frambjóðanda sem maður hyggst kjósa í kosningunum. Atkvæðið er ógilt ef kjósandi gerir eitthvað öðruvísi auðkennandi merki en nokkuð var um það í öllum kjördæmum að kjósendur væru að gera hjarta við nafn frambjóðenda, broskall eða jafnvel blóm. Slíkt ógilti atkvæðið í öllum tilfellum. Hvort þarna gæti einhverra áhrifa frá emoji-köllunum skal ósagt látið en það er vissulega falleg hugsun að setja hjarta við frambjóðandann sinn. Einnig var eitthvað um það að vísur kæmu upp úr kjörkössunum en engin þeirra var nógu góð til þess að fara með samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur kosinn forseti á laugardag en hann verður á vellinum í Nice í kvöld þegar strákarnir okkar mæta uppáhaldsliði margra Íslendinga á stórmótum, Englandi. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Samkvæmt lokatölum í forsetakosningunum sem fram fóru á laugardaginn voru ógild atkvæði alls 1049. Vísir hafði samband við allar yfirkjörstjórnir í morgun og forvitnaðist um hvernig fólk var að ógilda seðilinn sinn en kjósendur hafa í gegnum tíðina notast við ýmsar forvitnilegar leiðir til að ógilda atkvæði. Þannig er mörgum eflaust minnisstæður kjósandinn sem kúkaði á atkvæðið sitt í fyrstu Alþingiskosningunum eftir hrun árið 2009. Eftir því sem Vísir kemst næst gekk enginn kjósandi svo langt í þetta skiptið en í ljósi landsleiksins í kvöld og mikillar ástar þjóðarinnar á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck lék blaðamanni sérstaklega forvitni á að vita hvort hann hafi hlotið einhver atkvæði í kosningunum, en atkvæði er ógilt ef maður kýs einhvern annan en þá sem eru í framboði.Margrét Þórhildur með tvö atkvæði Skemmst er frá því að segja að uppáhalds-Svíi Íslendinga hlaut samtals vel á þriðja tug atkvæða. Einhverjir kjósendur í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi vildu sjá Lars sem forseta og í Suðurkjördæmi hlaut Heimir Hallgrímsson einnig nokkur atkvæði en hann er eins og kunnugt er frá Vestmannaeyjum. Þá hlaut Margrét Þórhildur Danadrottning að minnsta kosti tvö atkvæði og einn kjósandi taldi að forsetakosningarnar væru með öllu ólögmætar þar sem það hefði í raun verið ólögmætt að stofna lýðveldi árið 1944.Blóm og hjörtu á kjörseðlum Merkja skal með x-i, hring eða vaffi við nafn þess frambjóðanda sem maður hyggst kjósa í kosningunum. Atkvæðið er ógilt ef kjósandi gerir eitthvað öðruvísi auðkennandi merki en nokkuð var um það í öllum kjördæmum að kjósendur væru að gera hjarta við nafn frambjóðenda, broskall eða jafnvel blóm. Slíkt ógilti atkvæðið í öllum tilfellum. Hvort þarna gæti einhverra áhrifa frá emoji-köllunum skal ósagt látið en það er vissulega falleg hugsun að setja hjarta við frambjóðandann sinn. Einnig var eitthvað um það að vísur kæmu upp úr kjörkössunum en engin þeirra var nógu góð til þess að fara með samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur kosinn forseti á laugardag en hann verður á vellinum í Nice í kvöld þegar strákarnir okkar mæta uppáhaldsliði margra Íslendinga á stórmótum, Englandi.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00