Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 08:42 Nýr forseti ásamt eiginkonu sinni, Elizu Reid. vísir/halla Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands. Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. Kjörstjórn fámennasta kjördæmisins, það er Norðvesturkjördæmis, hefur enn ekki skilað lokatölum. Samkvæmt nýjustu tölum, sem fengnar eru af vefsíðu RÚV, munar um 20.000 atkvæðum á Guðna og Höllu. Á kjörskrá í norðvestur eru 21.424 og því enginn tölfræðilegur möguleiki á því að Halla nái Guðna. „Það er ekki búið að telja öll atkvæði en ég held að sigurinn sé í höfn,“ sagði Guðni Th. á kosningavöku sinni rétt eftir miðnætti skömmu eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í öllum kjördæmum. Hinn nýji forseti fagnar 48 ára afmæli í dag. Andri Snær Magnason, rithöfundur, endar að öllum líkindum í þriðja sæti en hann hefur hlotið 14,2 prósent atkvæða. Á hæla hans fylgir Davíð Oddsson, ritstjóri, með 13,7 prósent. Sturla Jónsson hlaut 3,5 prósent. Útlit er fyrir að fjórir frambjóðendur fái færri en 1.500 atkvæði en til að geta boðið sig fram þurfa frambjóðendur að safna undirskriftum 1.500 kosningabærra manna. Næst fjórmenninganna að ná 1.500 atkvæðum komst Elísabet Jökulsdóttir en þegar þetta er ritað hefur hún hlotið 1.218 atkvæði. Ástþór Magnússon, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir ná saman ekki einu prósenti þó atkvæði þeirra séu lögð saman. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Rúm tíu prósent atkvæða skilja Guðna og Höllu að. 26. júní 2016 07:39 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands. Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. Kjörstjórn fámennasta kjördæmisins, það er Norðvesturkjördæmis, hefur enn ekki skilað lokatölum. Samkvæmt nýjustu tölum, sem fengnar eru af vefsíðu RÚV, munar um 20.000 atkvæðum á Guðna og Höllu. Á kjörskrá í norðvestur eru 21.424 og því enginn tölfræðilegur möguleiki á því að Halla nái Guðna. „Það er ekki búið að telja öll atkvæði en ég held að sigurinn sé í höfn,“ sagði Guðni Th. á kosningavöku sinni rétt eftir miðnætti skömmu eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í öllum kjördæmum. Hinn nýji forseti fagnar 48 ára afmæli í dag. Andri Snær Magnason, rithöfundur, endar að öllum líkindum í þriðja sæti en hann hefur hlotið 14,2 prósent atkvæða. Á hæla hans fylgir Davíð Oddsson, ritstjóri, með 13,7 prósent. Sturla Jónsson hlaut 3,5 prósent. Útlit er fyrir að fjórir frambjóðendur fái færri en 1.500 atkvæði en til að geta boðið sig fram þurfa frambjóðendur að safna undirskriftum 1.500 kosningabærra manna. Næst fjórmenninganna að ná 1.500 atkvæðum komst Elísabet Jökulsdóttir en þegar þetta er ritað hefur hún hlotið 1.218 atkvæði. Ástþór Magnússon, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir ná saman ekki einu prósenti þó atkvæði þeirra séu lögð saman.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Rúm tíu prósent atkvæða skilja Guðna og Höllu að. 26. júní 2016 07:39 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00
Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Rúm tíu prósent atkvæða skilja Guðna og Höllu að. 26. júní 2016 07:39
„Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44