Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 07:39 Verðandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, ásamt eiginkonu sinni, Elizu, á kosningavöku sinni. vísir/hanna Lokaniðurstöður forsetakosninganna liggja fyrir. Alls greiddu 185.390 manns atkvæði og var kjörsókn því 75,7 prósent. Það er nokkrum meira heldur en í síðustu kosningum, árið 2012, þegar kjörsókn var 69,3 prósent. Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent. Andri Snær Magnason hlaut fleiri atkvæði en Davíð Oddson en báðir eru með um fjórtán prósent. Þá endar Sturla Jónsson með 3,5 prósent. Upphafleg frétt 07.39 Lokatölur í fjórum kjördæmum af sex liggja fyrir. Reykjavíkurkjördæmi suður var síðasta kjördæmið til að skila lokatölum af þeim sem skilað hafa af sér. Lokatölur skortir hins vegar úr Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að kjörsókn í Reykjavík suður hafi verið rétt yfir 74 prósentum. Guðni Th. Jóhannesson hlaut mest fylgi eða tæp 39 prósent. Halla Tómasdóttir fylgdi næst á eftir honum með 23,5 prósent og Andri Snær Magnason halut rúm nítján. Borgarstjórinn fyrrverandi, Davíð Oddsson, fékk 13,6 prósent og Sturla Jónsson tæp fjögur. Fjórir frambjóðendur fengu undir einu prósenti atkvæða. Staðan yfir landið allt er svipuð og í áðurnefndu kjördæmi að því leiti að Halla Tómasdóttir er með meira fylgi á landsvísu á kostnað Andra Snæs. Guðni Th. er sem stendur með 38,9 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið en Halla hlaut 28,2 prósent. Andri Snær er með 14,2 prósent á landsvísu en kjör annarra er á pari við það sem reifað var hér á undan.Uppfært 08.05 Lokatölur hafa skilað sér úr Norðausturkjördæmi. Nú er aðeins beðið eftir norðvesturkjördæmi. Kjörsókn í Norðausturkjördæmi var rúmlega 76 prósent og hlaut Guðni Th. Jóhannesson 45,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 31 prósent, Davíð Oddsson rúm ellefu, Andri Snær tæp níu og Sturla Jónsson 2,5 prósent. Aðrir hlutu minna en eitt prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.Uppfært 09.15 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi hljóðuðu á þann veg að Guðni Th. fékk 42 prósent en Halla tíu prósentum minna. Davíð Oddsson hlaut 14,1 prósent og Andri Snær helmingi færri atkvæði. Sturla Jónsson fékk 3,2 prósent. Upplýsingar um tölur og kjörsókn eru fengnar af vef Ríkisútvarpsins. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Lokaniðurstöður forsetakosninganna liggja fyrir. Alls greiddu 185.390 manns atkvæði og var kjörsókn því 75,7 prósent. Það er nokkrum meira heldur en í síðustu kosningum, árið 2012, þegar kjörsókn var 69,3 prósent. Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent. Andri Snær Magnason hlaut fleiri atkvæði en Davíð Oddson en báðir eru með um fjórtán prósent. Þá endar Sturla Jónsson með 3,5 prósent. Upphafleg frétt 07.39 Lokatölur í fjórum kjördæmum af sex liggja fyrir. Reykjavíkurkjördæmi suður var síðasta kjördæmið til að skila lokatölum af þeim sem skilað hafa af sér. Lokatölur skortir hins vegar úr Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að kjörsókn í Reykjavík suður hafi verið rétt yfir 74 prósentum. Guðni Th. Jóhannesson hlaut mest fylgi eða tæp 39 prósent. Halla Tómasdóttir fylgdi næst á eftir honum með 23,5 prósent og Andri Snær Magnason halut rúm nítján. Borgarstjórinn fyrrverandi, Davíð Oddsson, fékk 13,6 prósent og Sturla Jónsson tæp fjögur. Fjórir frambjóðendur fengu undir einu prósenti atkvæða. Staðan yfir landið allt er svipuð og í áðurnefndu kjördæmi að því leiti að Halla Tómasdóttir er með meira fylgi á landsvísu á kostnað Andra Snæs. Guðni Th. er sem stendur með 38,9 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið en Halla hlaut 28,2 prósent. Andri Snær er með 14,2 prósent á landsvísu en kjör annarra er á pari við það sem reifað var hér á undan.Uppfært 08.05 Lokatölur hafa skilað sér úr Norðausturkjördæmi. Nú er aðeins beðið eftir norðvesturkjördæmi. Kjörsókn í Norðausturkjördæmi var rúmlega 76 prósent og hlaut Guðni Th. Jóhannesson 45,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 31 prósent, Davíð Oddsson rúm ellefu, Andri Snær tæp níu og Sturla Jónsson 2,5 prósent. Aðrir hlutu minna en eitt prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.Uppfært 09.15 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi hljóðuðu á þann veg að Guðni Th. fékk 42 prósent en Halla tíu prósentum minna. Davíð Oddsson hlaut 14,1 prósent og Andri Snær helmingi færri atkvæði. Sturla Jónsson fékk 3,2 prósent. Upplýsingar um tölur og kjörsókn eru fengnar af vef Ríkisútvarpsins.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44