Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 00:49 Halla Tómasdóttir ásamt fjölskyldu sinni á kosningavökunni. vísir/anton brink „Nú verðið þið að hætta ef ég á ekki að fara að gráta,“ sagði Halla Tómasdóttir klökk undir dynjandi lófaklappi stuðningsmanna sinna þegar hún mætti á sína eigin kosningavöku. Miðað við fyrstu tölur úr öllum kjördæmum verður Halla í öðru sæti frambjóðendanna níu í kjöri til forseta Íslands. Lengi vel mældist Halla með afar lítið fylgi en eftir því sem á leið sótti hún í sig veðrið og virðist nú vega með um þrjátíu prósent á landsvísu. „Við lögðum af stað viðvangingar í framboðsmálum og höfðum fjögur G að leiðarljósi. Það var gagn, gleði og gagnsæi um allar spurningar sem myndu vakna því þannig myndar maður traust. Og við ætluðum að taka „girl-power“ á þetta alla leið.“ Halla sagði að það orð sem væri henni efst í huga væri þakklæti. Hún væri þakklát fyrir þroskann sem fólst í framboðsferlinu og fyrir börnin sín sem höfðu staðið sig eins og hetjur. Þá var hún þakklát fyrir manninn sinn og sagði að engin kona væri betur gift. Þá velti hún upp þeim möguleika að skrifa bók sem gæti borið heitið „Frá „Ætlarðu að hætta?“ yfir í 30%“. Frambjóðandinn sagði að hún myndi taka við möguleikum á titlum í allt kvöld.? „Kæru vinir. Þetta er ekki tími fyrir ræðuhöld. Til hamingju Guðni og Eliza, þið verðið ykkur og þjóð til sóma. Ég, og við, munum styðja við ykkur á hvern þann hátt sem ég get og gera það heilshugar,“ sagði Halla Tómasdóttir. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Nú verðið þið að hætta ef ég á ekki að fara að gráta,“ sagði Halla Tómasdóttir klökk undir dynjandi lófaklappi stuðningsmanna sinna þegar hún mætti á sína eigin kosningavöku. Miðað við fyrstu tölur úr öllum kjördæmum verður Halla í öðru sæti frambjóðendanna níu í kjöri til forseta Íslands. Lengi vel mældist Halla með afar lítið fylgi en eftir því sem á leið sótti hún í sig veðrið og virðist nú vega með um þrjátíu prósent á landsvísu. „Við lögðum af stað viðvangingar í framboðsmálum og höfðum fjögur G að leiðarljósi. Það var gagn, gleði og gagnsæi um allar spurningar sem myndu vakna því þannig myndar maður traust. Og við ætluðum að taka „girl-power“ á þetta alla leið.“ Halla sagði að það orð sem væri henni efst í huga væri þakklæti. Hún væri þakklát fyrir þroskann sem fólst í framboðsferlinu og fyrir börnin sín sem höfðu staðið sig eins og hetjur. Þá var hún þakklát fyrir manninn sinn og sagði að engin kona væri betur gift. Þá velti hún upp þeim möguleika að skrifa bók sem gæti borið heitið „Frá „Ætlarðu að hætta?“ yfir í 30%“. Frambjóðandinn sagði að hún myndi taka við möguleikum á titlum í allt kvöld.? „Kæru vinir. Þetta er ekki tími fyrir ræðuhöld. Til hamingju Guðni og Eliza, þið verðið ykkur og þjóð til sóma. Ég, og við, munum styðja við ykkur á hvern þann hátt sem ég get og gera það heilshugar,“ sagði Halla Tómasdóttir.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00
„Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19