„Ég hef ekki ennþá mætt Guðna til að ræða framtíðarsýn“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. júní 2016 21:26 Andri Snær Magnason er á því að kosningabaráttan hafi aldrei hafist. Þetta sagði hann í kosningavakt Stöðvar 2 þar sem hann og Davíð Oddsson ræddu málin nú þegar kosningabaráttunni er nánast lokið. Andri Snær sagði að þessar níu manna raðir sem hefðu stundum verið settar upp af fjölmiðlum, þar sem allir frambjóðendur mættust í einu, hefðu ekki verið að gera sig að sum leyti og aldrei hefði átt sér stað raunverulegt samtal innan hóps frambjóðenda um eðli embættisins. „Ég hef ekki ennþá mætt Guðna (Th. Jóhannessyni) til að ræða framtíðarsýn. Hver ágreiningsmunur okkar er um embættið,“ sagði Andri Snær og nefndi sem dæmi að Guðni vill standa fyrir utan umræðuna sem forseti en Andri telur ekki neikvætt að hafa tekið þátt í samfélags umræðu. Andri Snær sagði til að mynda hafa lagt fram skýra sýn um loftlagsmál sem Guðni á að sögn Andra að hafa vísað af borðinu því það ætti ekki heima undir embætti forseta.Erfitt að skamma sjónvarpsstöðvar Davíð sagði erfitt fyrir frambjóðendur að skamma sjónvarpsstöðvarnar því það væri eflaust fyrir þær að koma níu frambjóðendum fyrir. Hann sagði að hann hefði viljað sjá meira samráð með stöðvunum, til að mynda var dregið um raðir en enginn fulltrúi framboða viðstaddur þá. Andri Snær sagði að verið sé að velja forseta til næstu fjögurra ára en lítið sé vitað um hann, hvaða mál mun forsetinn tala fyrir erlendis, hvar eru hans styrkleikar varðandi tengslanet út í heim og hvaða þræði vill hann draga heim. Þetta var vitað þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin og Ólafur Ragnar Grímsson að sögn Andra Snæs.Þriðjungur hvers viðtals fór í skoðanakönnun Talið barst að skoðanakönnunum og sagðist Andri snær velta þeim fyrir sér út frá Höllu Tómasdóttur. Hún væri frambærilegur frambjóðandi en mælst undir 2,5 prósentum til að byrja með og þá ekki búin að mæta í sjónvarpið. Á þeim tíma hefðu fjölmiðlar strax verið farnir að spyrja hvort viðkomandi frambjóðandi sem mælist með lítið fylgi ætli ekki að draga framboð sitt til baka. Hver einasta umræða að sögn Andra Snæs hófst á skoðanakönnunum og þriðjungur hvers viðtals fór í viðbragð við þeim. Davíð sagðist vera hlynntur því að menn gætu keypt skoðanakannanir en var sammála því að umræðan snerist full mikið um þær. Davíð nefndi könnun félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist nokkrum dögum fyrir kosningar. Þar voru 55 prósent óákveðnir og fannst Davíð það að hluta óábyrgt að draga svo mikla ályktun út frá þeirri niðurstöðu sem blasti við. Andri Snær sagði að fylgið hefði hreyfst mest þegar menn mættu í sjónvarp. Þó hann hefði átt góð innslög í útvarpi og með góða grein í dagblaði þá náði það ekki að gera jafn mikið og að mæta í sjónvarp.Erfitt að meta vægi samfélagsmiðla Þeir sögðu erfitt að meta hvert vægi samfélagsmiðla væri í þessari kosningu, hvort þeir væru að ná til þess fólks sem væri ekki að fylgjast með þeim þar. Andri nefndi að á Facebook-inu sínu væri hann með allt að 96 prósenta kosningu og sagði þetta til marks um nýjan veruleika þar sem fólk býr í sinni kúlu og styrkist þar í sinni sjálfsmynd.Erfitt að kjósa um sumar Davíð nefndi að þegar hann var á þingi og kannski búið að takast harkalega á um lok þings þá hitti hann fólk á Austurvelli loksins þegar hann losnaði út og þá var spurt: Hvað, ertu ekki löngu kominn í sumarfrí. Þá hafi hann komist að því að fólk er með hugann við allt annað en pólitík á miðju sumri og erfitt sé að ná til fólks á þessum árstíma þegar það er að plana sumarbústaðaferðir og reyna að njóta þessa stutta sumars sem Íslendingar hafa. „Í júlí slokknar á okkur sem pólitískum verum,“ sagði Andri Snær og sagði að meira segja í mestu umhverfisbaráttunni byrjuðu menn að grilla í júlí. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. 25. júní 2016 08:00 Höllu fannst á köflum eins kannanir væru hannaðar Guðni Th. Jóhannesson sagði að hann hefði ekki haft neitt á mót því ef kosningar hefðu farið fram fyrir tveimur vikum. 25. júní 2016 20:11 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Andri Snær Magnason er á því að kosningabaráttan hafi aldrei hafist. Þetta sagði hann í kosningavakt Stöðvar 2 þar sem hann og Davíð Oddsson ræddu málin nú þegar kosningabaráttunni er nánast lokið. Andri Snær sagði að þessar níu manna raðir sem hefðu stundum verið settar upp af fjölmiðlum, þar sem allir frambjóðendur mættust í einu, hefðu ekki verið að gera sig að sum leyti og aldrei hefði átt sér stað raunverulegt samtal innan hóps frambjóðenda um eðli embættisins. „Ég hef ekki ennþá mætt Guðna (Th. Jóhannessyni) til að ræða framtíðarsýn. Hver ágreiningsmunur okkar er um embættið,“ sagði Andri Snær og nefndi sem dæmi að Guðni vill standa fyrir utan umræðuna sem forseti en Andri telur ekki neikvætt að hafa tekið þátt í samfélags umræðu. Andri Snær sagði til að mynda hafa lagt fram skýra sýn um loftlagsmál sem Guðni á að sögn Andra að hafa vísað af borðinu því það ætti ekki heima undir embætti forseta.Erfitt að skamma sjónvarpsstöðvar Davíð sagði erfitt fyrir frambjóðendur að skamma sjónvarpsstöðvarnar því það væri eflaust fyrir þær að koma níu frambjóðendum fyrir. Hann sagði að hann hefði viljað sjá meira samráð með stöðvunum, til að mynda var dregið um raðir en enginn fulltrúi framboða viðstaddur þá. Andri Snær sagði að verið sé að velja forseta til næstu fjögurra ára en lítið sé vitað um hann, hvaða mál mun forsetinn tala fyrir erlendis, hvar eru hans styrkleikar varðandi tengslanet út í heim og hvaða þræði vill hann draga heim. Þetta var vitað þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin og Ólafur Ragnar Grímsson að sögn Andra Snæs.Þriðjungur hvers viðtals fór í skoðanakönnun Talið barst að skoðanakönnunum og sagðist Andri snær velta þeim fyrir sér út frá Höllu Tómasdóttur. Hún væri frambærilegur frambjóðandi en mælst undir 2,5 prósentum til að byrja með og þá ekki búin að mæta í sjónvarpið. Á þeim tíma hefðu fjölmiðlar strax verið farnir að spyrja hvort viðkomandi frambjóðandi sem mælist með lítið fylgi ætli ekki að draga framboð sitt til baka. Hver einasta umræða að sögn Andra Snæs hófst á skoðanakönnunum og þriðjungur hvers viðtals fór í viðbragð við þeim. Davíð sagðist vera hlynntur því að menn gætu keypt skoðanakannanir en var sammála því að umræðan snerist full mikið um þær. Davíð nefndi könnun félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist nokkrum dögum fyrir kosningar. Þar voru 55 prósent óákveðnir og fannst Davíð það að hluta óábyrgt að draga svo mikla ályktun út frá þeirri niðurstöðu sem blasti við. Andri Snær sagði að fylgið hefði hreyfst mest þegar menn mættu í sjónvarp. Þó hann hefði átt góð innslög í útvarpi og með góða grein í dagblaði þá náði það ekki að gera jafn mikið og að mæta í sjónvarp.Erfitt að meta vægi samfélagsmiðla Þeir sögðu erfitt að meta hvert vægi samfélagsmiðla væri í þessari kosningu, hvort þeir væru að ná til þess fólks sem væri ekki að fylgjast með þeim þar. Andri nefndi að á Facebook-inu sínu væri hann með allt að 96 prósenta kosningu og sagði þetta til marks um nýjan veruleika þar sem fólk býr í sinni kúlu og styrkist þar í sinni sjálfsmynd.Erfitt að kjósa um sumar Davíð nefndi að þegar hann var á þingi og kannski búið að takast harkalega á um lok þings þá hitti hann fólk á Austurvelli loksins þegar hann losnaði út og þá var spurt: Hvað, ertu ekki löngu kominn í sumarfrí. Þá hafi hann komist að því að fólk er með hugann við allt annað en pólitík á miðju sumri og erfitt sé að ná til fólks á þessum árstíma þegar það er að plana sumarbústaðaferðir og reyna að njóta þessa stutta sumars sem Íslendingar hafa. „Í júlí slokknar á okkur sem pólitískum verum,“ sagði Andri Snær og sagði að meira segja í mestu umhverfisbaráttunni byrjuðu menn að grilla í júlí.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. 25. júní 2016 08:00 Höllu fannst á köflum eins kannanir væru hannaðar Guðni Th. Jóhannesson sagði að hann hefði ekki haft neitt á mót því ef kosningar hefðu farið fram fyrir tveimur vikum. 25. júní 2016 20:11 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. 25. júní 2016 08:00
Höllu fannst á köflum eins kannanir væru hannaðar Guðni Th. Jóhannesson sagði að hann hefði ekki haft neitt á mót því ef kosningar hefðu farið fram fyrir tveimur vikum. 25. júní 2016 20:11