Elísabet búin að kjósa: "Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland“ Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2016 13:42 Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. Vísir/Anton Forsetaframbjóðandinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir mætti á kjörstað og kaus í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 13. Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. „Þetta er sérstakur dagur. Ég er að hugsa um að vera heima og vaska upp og raða kökunum á borðið. Húsið er fullt af kökum og blómum. Svo vonast ég til að geta hitt eina ömmustelpu á eftir. Ég á níu ömmustelpur og tvær þeirra eru að kjósa í fyrsta sinn í dag. Mér fannst að en þær kysu þá væri þetta allt í lagi, þyrfti bara tvö atkvæði. Það væri alveg nóg.“ Elísabet segir að hún vilji bæði vera heima og á kjörstað til að baða sig í allri athyglinni sem framboðinu fylgir. „Ég verð örugglega bæði.“ Hún segist bjartsýn og kosningarnar vera mjög spennandi. „Það er ómögulegt að vita hvernig þetta fer. Fólk er búið að segja að ég sé nú þegar sigurvegari kosninganna. Það er ósköp ljúft. Svo veit ég, og veit alltaf betur og betur, að ég á þetta erindi og ég á erindi við Ísland. Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland.“ Elísabet segist trúa á kraftaverk og að hún fái 38 prósent fylgi. „Svo gæti ég fengið mín venjulega tvö prósent. En 38, þetta er einhver tala sem bara datt.“Vaknaði í morgun og aftur núna, er að fara kjósa, margt hefur komið á óvart, t.d. að hafa vaxið en ekki veikst í þessai baráttu ...#forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 að hafa tekið á móti hrósi en ekki stíflað sig með vantrú, að finna tárin öðru hverju brjótast fram einsog ána í sumarnóttinni #forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 og að í rauninni skipti ég ekki máli, heldur Ísland ... ef þið kjósið í dag, kjósið Ísland ... #forseti Elska ykkur öll— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir mætti á kjörstað og kaus í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 13. Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. „Þetta er sérstakur dagur. Ég er að hugsa um að vera heima og vaska upp og raða kökunum á borðið. Húsið er fullt af kökum og blómum. Svo vonast ég til að geta hitt eina ömmustelpu á eftir. Ég á níu ömmustelpur og tvær þeirra eru að kjósa í fyrsta sinn í dag. Mér fannst að en þær kysu þá væri þetta allt í lagi, þyrfti bara tvö atkvæði. Það væri alveg nóg.“ Elísabet segir að hún vilji bæði vera heima og á kjörstað til að baða sig í allri athyglinni sem framboðinu fylgir. „Ég verð örugglega bæði.“ Hún segist bjartsýn og kosningarnar vera mjög spennandi. „Það er ómögulegt að vita hvernig þetta fer. Fólk er búið að segja að ég sé nú þegar sigurvegari kosninganna. Það er ósköp ljúft. Svo veit ég, og veit alltaf betur og betur, að ég á þetta erindi og ég á erindi við Ísland. Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland.“ Elísabet segist trúa á kraftaverk og að hún fái 38 prósent fylgi. „Svo gæti ég fengið mín venjulega tvö prósent. En 38, þetta er einhver tala sem bara datt.“Vaknaði í morgun og aftur núna, er að fara kjósa, margt hefur komið á óvart, t.d. að hafa vaxið en ekki veikst í þessai baráttu ...#forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 að hafa tekið á móti hrósi en ekki stíflað sig með vantrú, að finna tárin öðru hverju brjótast fram einsog ána í sumarnóttinni #forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 og að í rauninni skipti ég ekki máli, heldur Ísland ... ef þið kjósið í dag, kjósið Ísland ... #forseti Elska ykkur öll— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00