Cornwall kaus Brexit en biður nú um að passað verði upp á ESB-styrki til sýslunnar Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2016 22:23 St Ives í Cornwall. Vísir/Getty Meirihluti kjósenda í Cornwall-sýslu í suðvesturhluta Englands kaus með útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Sveitarstjórn Cornwall hefur nú lagt fram beiðni um að sýslan missi ekki þá byggðastyrki sem komið hafa úr sjóðum ESB við útgöngu. Í frétt Independent kemur fram að efnahagur Cornwall sé bágur og sýslan hafi því árlega fengið milljónir punda í styrki frá Evrópusambandinu síðasta áratuginn. Tæplega 183 þúsund kjósenda Cornwall greiddu atkvæði með útgöngu, en rúmlega 140 þúsund með áframhaldandi aðild. Íbúar sýslunnar telja um 530 þúsund manns.Fé til að bæta innviði Með útgöngu Bretlands úr sambandinu er hætta á að þær fjárhæðir sem borist hafa úr byggðasjóðum ESB skili sér ekki til sýslunnar, en féð hefur verið notað til að bæta innviði, háskóla og bæta aðgengi að interneti. John Pollard, leiðtogi sveitarsstjórnar Corwall, ræddi við fjölmiðla eftir að niðurstaða lá fyrir í kosningunum. „Nú þegar við vitum að Bretland mun yfirgefa ESB munum við grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að bresk stjórnvöld tryggi stöðu Cornwall í öllum samningaviðræðum við ESB.“Loforð útgöngusinna Pollard segir að Cornwall fari fram á að sýslan fái næga fjárfestingu sem jafnist á við þá sem hafi komið úr byggðasjóðum ESB sem hafa að jafnaði verið meiri en 60 milljónir punda á ári, um 10 milljarða króna, síðasta áratuginn. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu sveitastjórnarinnar síðasta föstudag kom fram að baráttumenn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, hefðu heitið því að útganga myndi ekki hafa áhrif á þau framlög sem bærust til sýslunnar. Stuðningsmenn útgöngu hétu því einnig að sýslan yrði ekki í verri málum þegar kæmi að fjárfestingu, gengi Bretland úr sambandinu. „Við leitum nú staðfestingar frá ráðherrum um að þetta sé raunin,“ sagði í yfirlýsingunni. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Meirihluti kjósenda í Cornwall-sýslu í suðvesturhluta Englands kaus með útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Sveitarstjórn Cornwall hefur nú lagt fram beiðni um að sýslan missi ekki þá byggðastyrki sem komið hafa úr sjóðum ESB við útgöngu. Í frétt Independent kemur fram að efnahagur Cornwall sé bágur og sýslan hafi því árlega fengið milljónir punda í styrki frá Evrópusambandinu síðasta áratuginn. Tæplega 183 þúsund kjósenda Cornwall greiddu atkvæði með útgöngu, en rúmlega 140 þúsund með áframhaldandi aðild. Íbúar sýslunnar telja um 530 þúsund manns.Fé til að bæta innviði Með útgöngu Bretlands úr sambandinu er hætta á að þær fjárhæðir sem borist hafa úr byggðasjóðum ESB skili sér ekki til sýslunnar, en féð hefur verið notað til að bæta innviði, háskóla og bæta aðgengi að interneti. John Pollard, leiðtogi sveitarsstjórnar Corwall, ræddi við fjölmiðla eftir að niðurstaða lá fyrir í kosningunum. „Nú þegar við vitum að Bretland mun yfirgefa ESB munum við grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að bresk stjórnvöld tryggi stöðu Cornwall í öllum samningaviðræðum við ESB.“Loforð útgöngusinna Pollard segir að Cornwall fari fram á að sýslan fái næga fjárfestingu sem jafnist á við þá sem hafi komið úr byggðasjóðum ESB sem hafa að jafnaði verið meiri en 60 milljónir punda á ári, um 10 milljarða króna, síðasta áratuginn. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu sveitastjórnarinnar síðasta föstudag kom fram að baráttumenn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, hefðu heitið því að útganga myndi ekki hafa áhrif á þau framlög sem bærust til sýslunnar. Stuðningsmenn útgöngu hétu því einnig að sýslan yrði ekki í verri málum þegar kæmi að fjárfestingu, gengi Bretland úr sambandinu. „Við leitum nú staðfestingar frá ráðherrum um að þetta sé raunin,“ sagði í yfirlýsingunni.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15