Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 09:55 Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. Vísir/Andri Marinó Seðlabanki Íslands reiknar með að áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á íslenskan efnahag og fjármálamarkað verði líklegast neikvæð en þó ekki veruleg. Þetta kemur fram í minnisblaði sem bankinn sendi stjórnvöldum á Íslandi í vikunni og endurbirtir nú vegna niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslu Breta í gær. Sem kunnugt er, samþykkti naumur meirihluti Breta að yfirgefa sambandið eftir 43 ára veru þar. Sterk viðbrögð hafa orðið á fjármálamörkuðum í kjölfar niðurstöðunnar í dag og breska pundið til að mynda fallið um heil tíu prósent. Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland verði sennilega lítillega neikvæð og lýsi sér helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. „Áhætta sem snýr að íslenskum bönkum og fjármálakerfinu í heild er lítil,“ segir í minnisblaðinu. „Endurfjármögnun ríkissjóðs gæti orðið fyrir áhrifum af hærri vaxtaálögum til skamms tíma en þar sem þörfin er ekki brýn mætti bíða með útgáfu þar til markaðir hafa róast og áhættusækni eykst að nýju.“ Jafnframt segir Seðlabankinn að dreifð gjaldmiðlaeign og góð lausafjárstaða geri bankann vel í stakk búinn til þess að takast á við mögulegar neikvæðar hliðarverkanir á fjármálamarkaði eða greiðslumiðlun. Þó segir í minnisblaðinu að samdráttur í landsframleiðslu helstu viðskiptalanda Íslands í kjölfar útgöngu Breta og minna umfang heimsviðskipta myndi líklega hafa einhver neikvæð áhrif á landsframleiðslu hér á landi. Gæti hún orðið um 0,2 prósent minni en ella samkvæmt mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) en erfitt sé þó að meta slíkt. Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Seðlabanki Íslands reiknar með að áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á íslenskan efnahag og fjármálamarkað verði líklegast neikvæð en þó ekki veruleg. Þetta kemur fram í minnisblaði sem bankinn sendi stjórnvöldum á Íslandi í vikunni og endurbirtir nú vegna niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslu Breta í gær. Sem kunnugt er, samþykkti naumur meirihluti Breta að yfirgefa sambandið eftir 43 ára veru þar. Sterk viðbrögð hafa orðið á fjármálamörkuðum í kjölfar niðurstöðunnar í dag og breska pundið til að mynda fallið um heil tíu prósent. Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland verði sennilega lítillega neikvæð og lýsi sér helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. „Áhætta sem snýr að íslenskum bönkum og fjármálakerfinu í heild er lítil,“ segir í minnisblaðinu. „Endurfjármögnun ríkissjóðs gæti orðið fyrir áhrifum af hærri vaxtaálögum til skamms tíma en þar sem þörfin er ekki brýn mætti bíða með útgáfu þar til markaðir hafa róast og áhættusækni eykst að nýju.“ Jafnframt segir Seðlabankinn að dreifð gjaldmiðlaeign og góð lausafjárstaða geri bankann vel í stakk búinn til þess að takast á við mögulegar neikvæðar hliðarverkanir á fjármálamarkaði eða greiðslumiðlun. Þó segir í minnisblaðinu að samdráttur í landsframleiðslu helstu viðskiptalanda Íslands í kjölfar útgöngu Breta og minna umfang heimsviðskipta myndi líklega hafa einhver neikvæð áhrif á landsframleiðslu hér á landi. Gæti hún orðið um 0,2 prósent minni en ella samkvæmt mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) en erfitt sé þó að meta slíkt.
Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent