Rooney ánægður með að fá hvíld fyrir Íslandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2016 16:02 Wayne Rooney og íslenska fótboltalandsliðið. Vísir/Samsett mynd/Getty og Vilhelm Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í síðasta leik enska landsliðsins í riðlakeppninni. Rooney var einn af sex leikmönnum sem duttu út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Slóvakíu. England gerði markalaust jafntefli á móti Slóvökum og missti efsta sætið til Wales. Í stað þessa að mæta Norður-Írlandi í sextán liða úrslitunum þá bíður liðsins leikur á móti strákunum okkar á mánudagskvöldið. Enskir blaðamenn höfðu heimildir fyrir því að Wayne Rooney hafi verið mjög hissa á því að vera tekinn út úr liðinu en Manchester United maðurinn segist hafa verið ánægður með að fá auka hvíld. „Ég virði ákvörðun Roy. Allir leikmenn vilja auðvitað spila en nú verð ég miklu ferskari í leiknum á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum," sagði Wayne Rooney á blaðamannafundi en BBC sagði frá. Rooney datt út úr liðinu eins og þeir Kyle Walker, Danny Rose, Dele Alli, Raheem Sterling og Harry Kane. Rooney kom reyndar inná sem varamaður á móti Slóvakíu og spilaði síðustu 35 mínúturnar í leiknum en tókst ekki að skora ekki frekar en liðsfélögum hans. „Ég lít svo á að þetta hafi verið ákvörðun sem Roy þurfti að taka til þess að halda mönnum ferskum og sýna það jafnframt að hann hafi trú á öllum leikmannahópnum," sagði Rooney og bætti við: „Ég er sammála honum. Leikmennirnir sem komu inn í liðið voru nógu góðir til að ná í sigur en við verðum að hrósa mótherjunum fyrir góðan varnarleik," sagði Rooney. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira
Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í síðasta leik enska landsliðsins í riðlakeppninni. Rooney var einn af sex leikmönnum sem duttu út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Slóvakíu. England gerði markalaust jafntefli á móti Slóvökum og missti efsta sætið til Wales. Í stað þessa að mæta Norður-Írlandi í sextán liða úrslitunum þá bíður liðsins leikur á móti strákunum okkar á mánudagskvöldið. Enskir blaðamenn höfðu heimildir fyrir því að Wayne Rooney hafi verið mjög hissa á því að vera tekinn út úr liðinu en Manchester United maðurinn segist hafa verið ánægður með að fá auka hvíld. „Ég virði ákvörðun Roy. Allir leikmenn vilja auðvitað spila en nú verð ég miklu ferskari í leiknum á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum," sagði Wayne Rooney á blaðamannafundi en BBC sagði frá. Rooney datt út úr liðinu eins og þeir Kyle Walker, Danny Rose, Dele Alli, Raheem Sterling og Harry Kane. Rooney kom reyndar inná sem varamaður á móti Slóvakíu og spilaði síðustu 35 mínúturnar í leiknum en tókst ekki að skora ekki frekar en liðsfélögum hans. „Ég lít svo á að þetta hafi verið ákvörðun sem Roy þurfti að taka til þess að halda mönnum ferskum og sýna það jafnframt að hann hafi trú á öllum leikmannahópnum," sagði Rooney og bætti við: „Ég er sammála honum. Leikmennirnir sem komu inn í liðið voru nógu góðir til að ná í sigur en við verðum að hrósa mótherjunum fyrir góðan varnarleik," sagði Rooney.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira