Ætlar að afnema verðtrygginguna nái hann kjöri en ella fara að vinna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2016 13:57 Sturla Jónsson vísir „Þetta er áleiðis, svona áður en ég baka þetta,“ segir forsetaframbjóðandinn Sturla Jónsson í samtali við Vísi. Sturla mælist með 2,5 prósent fylgi í nýrri könnunn Fréttablaðsins sem birtist í dag. Sturla verður því þátttakandi í kappræðum Stöðvar 2, sem fram fara í kvöld, ásamt Andra Snæ Magnasyni, Davíð Oddssyni, Guðna Th. Jóhannessyni og Höllu Tómasdóttur. „Ég veit samt ekki hvað er að marka þessa könnun. 65 ára og eldri eru aldrei teknir með í svona kannanir. Ég held ég eigi mun meiri stuðning,“ segir Sturla. Máli sínu til stuðnings vísar hann í kannanir Hringbrautar og Útvarps Sögu auk mælinga sem orðið hafa á vegi hans á Facebook. „Í þeim könnunum er ég að mælast með allt að fjörutíu prósent fylgi. Ég spái ekki of í slíkum könnunum. Það sem skiptir mestu máli er þegar það er talið upp úr kössunum.“ Á döfinni hjá Sturlu er undirbúningur fyrir kappræðurnar í kvöld á Stöð 2 og á morgun hjá RÚV. Síðan eru fjöldamörg viðtöl áætluð í dag, þar á meðal á Útvarpi Sögu. „Ef ég næ kjöri hugsa ég að fyrstu dagarnir fari í að vera í stuttri starfskynningu hjá Ólafi og starfsfólki forsetaembættisins,“ segir Sturla aðspurður um sitt fyrsta embættisverk. „Síðan þegar ég hef verið vígður í embættið mun ég tafarlaust hefja vinnu við að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar. Öll viljum við hana burt.“ Fari það svo að Sturla nái ekki kjöri ætlar hann heldur ekki að sitja auðum höndum. „Þá byrja ég bara að finna mér vinnu. Það er nóg til af henni handa mér,“ segir Sturla að lokum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Tók eitt sinn flugferð í torfærukeppni Sturla Jónsson tekur Forsetaáskorun Vísis. 24. júní 2016 11:00 Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. 15. júní 2016 14:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Þetta er áleiðis, svona áður en ég baka þetta,“ segir forsetaframbjóðandinn Sturla Jónsson í samtali við Vísi. Sturla mælist með 2,5 prósent fylgi í nýrri könnunn Fréttablaðsins sem birtist í dag. Sturla verður því þátttakandi í kappræðum Stöðvar 2, sem fram fara í kvöld, ásamt Andra Snæ Magnasyni, Davíð Oddssyni, Guðna Th. Jóhannessyni og Höllu Tómasdóttur. „Ég veit samt ekki hvað er að marka þessa könnun. 65 ára og eldri eru aldrei teknir með í svona kannanir. Ég held ég eigi mun meiri stuðning,“ segir Sturla. Máli sínu til stuðnings vísar hann í kannanir Hringbrautar og Útvarps Sögu auk mælinga sem orðið hafa á vegi hans á Facebook. „Í þeim könnunum er ég að mælast með allt að fjörutíu prósent fylgi. Ég spái ekki of í slíkum könnunum. Það sem skiptir mestu máli er þegar það er talið upp úr kössunum.“ Á döfinni hjá Sturlu er undirbúningur fyrir kappræðurnar í kvöld á Stöð 2 og á morgun hjá RÚV. Síðan eru fjöldamörg viðtöl áætluð í dag, þar á meðal á Útvarpi Sögu. „Ef ég næ kjöri hugsa ég að fyrstu dagarnir fari í að vera í stuttri starfskynningu hjá Ólafi og starfsfólki forsetaembættisins,“ segir Sturla aðspurður um sitt fyrsta embættisverk. „Síðan þegar ég hef verið vígður í embættið mun ég tafarlaust hefja vinnu við að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar. Öll viljum við hana burt.“ Fari það svo að Sturla nái ekki kjöri ætlar hann heldur ekki að sitja auðum höndum. „Þá byrja ég bara að finna mér vinnu. Það er nóg til af henni handa mér,“ segir Sturla að lokum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Tók eitt sinn flugferð í torfærukeppni Sturla Jónsson tekur Forsetaáskorun Vísis. 24. júní 2016 11:00 Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. 15. júní 2016 14:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Tók eitt sinn flugferð í torfærukeppni Sturla Jónsson tekur Forsetaáskorun Vísis. 24. júní 2016 11:00
Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. 15. júní 2016 14:00
Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00