Þegar Vigdís forseti mætti Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 22. júní 2016 12:43 Sumarið 1996 kusu Íslendingar nýjan forseta eins og nú en tveimur dögum fyrir kjördag gerðist annað stórmerkilegt í Íslandssögunni. Lög um staðfesta samvist öðluðust gildi sem veittu sambúðarfólki af sama kyni grundvallarréttindi. Á þessum tíma voru engar gleðigöngur í ágúst og langt frá því að þjóðin væri einhuga í stuðningi sínum við réttindabaráttu hinsegin fólks enda var það alls ekki ávísun á pólitískan frama að taka sér þar stöðu. Forstöðumaður safnaðarins Betel sagði í DV daginn fyrir lögfestinguna um sorgardag að ræða og að „[s]taðfest samvist breytir því ekki að Guð hefur andstyggð á kynvillu. Staðfest samvist hreinsar engan frá synd villunnar. Staðfest samvist gerir Ísland sekt um yfirtroðslur og að hafna Guðs lögum.“ Í ræðustól Alþingis vitnaði þingmaðurinn Árni Johnsen í biblíuna og í sjálfri þjóðkirkjunni voru harðlæstar dyr þrátt fyrir velvilja einstaka presta sem fæstir þorðu að koma fram undir merkjum opinberlega. Ári síðar var reyndar kjörinn biskup sem hlustaði bæði á svartstakka og tók á móti hinsegin fólki en gerði svo ekkert markvert í málunum og var á þann veginn gagnslaus forystumaður og jafnvel verri en nokkur andstæðingur málsins, en það er önnur saga. Það var í þessu andrúmslofti sem forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, þáði boð um að gerast heiðursgestur á frelsishátíð Samtakanna ´78 í Borgarleikhúsinu þar sem lagasetningunni og þýðingu hennar var fagnað. Ekki kom hún þangað til að fella sleggjudóma eða til að gefa út hástemmdar yfirlýsingar sem hristu upp í flokkapólitíkinni. Hún bara mætti og það í sjálfu sér var rammpólitískt útspil. Með blíðu brosi stillti forseti Íslands sér upp fyrir blaðaljósmyndara með jaðarsettum og smáðum minnihlutahópi og engum gat dulist að Vigdís Finnbogadóttir var vinur hinsegin fólks. Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir homma og lesbíur inn á við og sendi út sterk skilaboð um að nýir og betri tímar væru handan við hornið. Þannig virkar áhrifamáttur forseta Íslands. Lög um staðfesta samvist og öll önnur seinni baráttumál Samtakanna ´78 urðu stjórnmálamenn á Alþingi að takast á um og samþykkja en þegar Vigdís forseti mætti á þennan vettvang mátti öllum vera ljóst að fullnaðarsigurinn yrði hinsegin fólks að lokum. Þannig hefur forsetinn áhrif og lyftir málum en Alþingi sjálf völdin. Skjáskot af vef timarit.is. Forseti Íslands á að standa fyrir það sem hún eða hann trúir á í hjarta sínu og fylgja eftir þeim gildum af sannfæringu. Forsetinn á að hafa kjark og þor til að hreyfa við þjóðinni í mikilvægum málum og vekja fólk til umhugsunar þegar hætt er við að það fljóti sofandi að feigðarósi. Aðeins þannig á forseti þess kost að vera þjóðinni fyrirmynd og verða minnst í sögunni fyrir að hafa gert það sem rétt var og satt. Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðandi sem skilur áhrifamátt forseta Íslands. Hann hefur sýnt að hann þorir að lyfta málum sem aðrir vilja ekki snerta á. Andri Snær og Margrét Sjöfn kona hans eiga hugsjónir og framtíðarsýn fyrir land og þjóð og eru til þjónustu reiðubúin. Þau geta miðlað nýjum gildum og betra Íslandi áfram til annarra þjóða með sóma og reisn og markað þannig þáttaskilin sem beðið hefur verið eftir. Til þess hafa þau minn stuðning því raunverulegra breytinga hér á landi er svo sannarlega þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sumarið 1996 kusu Íslendingar nýjan forseta eins og nú en tveimur dögum fyrir kjördag gerðist annað stórmerkilegt í Íslandssögunni. Lög um staðfesta samvist öðluðust gildi sem veittu sambúðarfólki af sama kyni grundvallarréttindi. Á þessum tíma voru engar gleðigöngur í ágúst og langt frá því að þjóðin væri einhuga í stuðningi sínum við réttindabaráttu hinsegin fólks enda var það alls ekki ávísun á pólitískan frama að taka sér þar stöðu. Forstöðumaður safnaðarins Betel sagði í DV daginn fyrir lögfestinguna um sorgardag að ræða og að „[s]taðfest samvist breytir því ekki að Guð hefur andstyggð á kynvillu. Staðfest samvist hreinsar engan frá synd villunnar. Staðfest samvist gerir Ísland sekt um yfirtroðslur og að hafna Guðs lögum.“ Í ræðustól Alþingis vitnaði þingmaðurinn Árni Johnsen í biblíuna og í sjálfri þjóðkirkjunni voru harðlæstar dyr þrátt fyrir velvilja einstaka presta sem fæstir þorðu að koma fram undir merkjum opinberlega. Ári síðar var reyndar kjörinn biskup sem hlustaði bæði á svartstakka og tók á móti hinsegin fólki en gerði svo ekkert markvert í málunum og var á þann veginn gagnslaus forystumaður og jafnvel verri en nokkur andstæðingur málsins, en það er önnur saga. Það var í þessu andrúmslofti sem forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, þáði boð um að gerast heiðursgestur á frelsishátíð Samtakanna ´78 í Borgarleikhúsinu þar sem lagasetningunni og þýðingu hennar var fagnað. Ekki kom hún þangað til að fella sleggjudóma eða til að gefa út hástemmdar yfirlýsingar sem hristu upp í flokkapólitíkinni. Hún bara mætti og það í sjálfu sér var rammpólitískt útspil. Með blíðu brosi stillti forseti Íslands sér upp fyrir blaðaljósmyndara með jaðarsettum og smáðum minnihlutahópi og engum gat dulist að Vigdís Finnbogadóttir var vinur hinsegin fólks. Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir homma og lesbíur inn á við og sendi út sterk skilaboð um að nýir og betri tímar væru handan við hornið. Þannig virkar áhrifamáttur forseta Íslands. Lög um staðfesta samvist og öll önnur seinni baráttumál Samtakanna ´78 urðu stjórnmálamenn á Alþingi að takast á um og samþykkja en þegar Vigdís forseti mætti á þennan vettvang mátti öllum vera ljóst að fullnaðarsigurinn yrði hinsegin fólks að lokum. Þannig hefur forsetinn áhrif og lyftir málum en Alþingi sjálf völdin. Skjáskot af vef timarit.is. Forseti Íslands á að standa fyrir það sem hún eða hann trúir á í hjarta sínu og fylgja eftir þeim gildum af sannfæringu. Forsetinn á að hafa kjark og þor til að hreyfa við þjóðinni í mikilvægum málum og vekja fólk til umhugsunar þegar hætt er við að það fljóti sofandi að feigðarósi. Aðeins þannig á forseti þess kost að vera þjóðinni fyrirmynd og verða minnst í sögunni fyrir að hafa gert það sem rétt var og satt. Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðandi sem skilur áhrifamátt forseta Íslands. Hann hefur sýnt að hann þorir að lyfta málum sem aðrir vilja ekki snerta á. Andri Snær og Margrét Sjöfn kona hans eiga hugsjónir og framtíðarsýn fyrir land og þjóð og eru til þjónustu reiðubúin. Þau geta miðlað nýjum gildum og betra Íslandi áfram til annarra þjóða með sóma og reisn og markað þannig þáttaskilin sem beðið hefur verið eftir. Til þess hafa þau minn stuðning því raunverulegra breytinga hér á landi er svo sannarlega þörf.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun