Forsetinn þarf að geta náð til allra Amalía Björnsdóttir skrifar 22. júní 2016 14:32 Í byrjun maí var ég viðstödd þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands. Ég var spennt að heyra hvernig hann kæmi fyrir á fundi sem slíkum, hvort hann gæti hrifið fólk með sér, hvort þarna væri komin frambjóðandi fyrir mig. Ég hafði nokkrum vikum áður nefnt það við samstarfsmann minn að Guðni væri hugsanlegt forsetaefni. Hann hefði menntun og þekkingu til að sinna starfi forseta, virkaði heildsteyptur og líklega gæti stóri hluti þjóðarinnar gæti sameinast eða að minnsta kosti sætt sig við hann sem forseta næði hann kjöri. Í mínum huga þarf sá sem gegnir starfi forseta Íslands að vera ýmsum kostum gæddur. Forsetinn þarf að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grundu, geta tjáð sig af þekkingu um land og þjóð og verið sameiningartákn bæði á gleðistundum og þegar erfiðleikar steðja að. Það er sagt að enginn verði Bandaríkjaforseti nema geta kysst kornabörn og enginn verður forseti Íslands án þess að geta rætt við fólkið í landinu. Það fór ekki framhjá neinum sem voru í Salnum í Kópavogi að Guðni gat rætt við það fólk sem þar var. Forsetinn þarf að geta náð til allra óháð kyni, aldri og stjórnmálaskoðun. Hann þarf að vera einhver sem Samfylkingarkerlingar, piltar úr Heimdalli, Framsóknarmenn á Fljótsdalshéraði , Vinstri grænir lopatreflar úr 101 og eldri borgarar geta sameinast um svo nefndar séu einhverjar þær stereótýpur sem dregnar hafa verið fram í kosningabaráttunni sem stuðningsmenn ólíkra frambjóðenda. Ég er sannfærð um að Guðni er sá frambjóðandi sem hefur þessa breiðu skírskotun og gæti orðið farsæll forseti. Mér sýnast skoðanakannanir vera í samræmi við þessa óformlegu greiningu mína, fylgi hans er mikið hjá öllum aldurshópum, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess og bæði hjá konum og körlum. Í könnun MMR frá því um mánaðarmót er Guðni með yfir 50% fylgi hjá öllum hópum nema stuðningsmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Eldskírn Guðna hefur verið á síðustu vikum á óteljandi fundum og heimsóknum meðal annars á dvalarheimili aldraðra. Alls staðar hefur fólk hrifist með, það fylgir Guðna einhver kraftur og jákvæðni sem er einmitt það sem ég og greinilega fleiri vilja sjá hjá nýjum forseta. Það hefur verið gaman að starfa sem sjálfboðaliði fyrir framboð Guðna með þeim fjölbreytta hópi sem þar hefur verið. Ég hvet ykkur til að kjósa á laugardaginn og ég tel að það yrði farsælt að fá Guðna Th. Jóhannesson sem forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í byrjun maí var ég viðstödd þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands. Ég var spennt að heyra hvernig hann kæmi fyrir á fundi sem slíkum, hvort hann gæti hrifið fólk með sér, hvort þarna væri komin frambjóðandi fyrir mig. Ég hafði nokkrum vikum áður nefnt það við samstarfsmann minn að Guðni væri hugsanlegt forsetaefni. Hann hefði menntun og þekkingu til að sinna starfi forseta, virkaði heildsteyptur og líklega gæti stóri hluti þjóðarinnar gæti sameinast eða að minnsta kosti sætt sig við hann sem forseta næði hann kjöri. Í mínum huga þarf sá sem gegnir starfi forseta Íslands að vera ýmsum kostum gæddur. Forsetinn þarf að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grundu, geta tjáð sig af þekkingu um land og þjóð og verið sameiningartákn bæði á gleðistundum og þegar erfiðleikar steðja að. Það er sagt að enginn verði Bandaríkjaforseti nema geta kysst kornabörn og enginn verður forseti Íslands án þess að geta rætt við fólkið í landinu. Það fór ekki framhjá neinum sem voru í Salnum í Kópavogi að Guðni gat rætt við það fólk sem þar var. Forsetinn þarf að geta náð til allra óháð kyni, aldri og stjórnmálaskoðun. Hann þarf að vera einhver sem Samfylkingarkerlingar, piltar úr Heimdalli, Framsóknarmenn á Fljótsdalshéraði , Vinstri grænir lopatreflar úr 101 og eldri borgarar geta sameinast um svo nefndar séu einhverjar þær stereótýpur sem dregnar hafa verið fram í kosningabaráttunni sem stuðningsmenn ólíkra frambjóðenda. Ég er sannfærð um að Guðni er sá frambjóðandi sem hefur þessa breiðu skírskotun og gæti orðið farsæll forseti. Mér sýnast skoðanakannanir vera í samræmi við þessa óformlegu greiningu mína, fylgi hans er mikið hjá öllum aldurshópum, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess og bæði hjá konum og körlum. Í könnun MMR frá því um mánaðarmót er Guðni með yfir 50% fylgi hjá öllum hópum nema stuðningsmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Eldskírn Guðna hefur verið á síðustu vikum á óteljandi fundum og heimsóknum meðal annars á dvalarheimili aldraðra. Alls staðar hefur fólk hrifist með, það fylgir Guðna einhver kraftur og jákvæðni sem er einmitt það sem ég og greinilega fleiri vilja sjá hjá nýjum forseta. Það hefur verið gaman að starfa sem sjálfboðaliði fyrir framboð Guðna með þeim fjölbreytta hópi sem þar hefur verið. Ég hvet ykkur til að kjósa á laugardaginn og ég tel að það yrði farsælt að fá Guðna Th. Jóhannesson sem forseta.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun