EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 08:00 Íslenska liðið á Annecy-le-Vieux. Vísir/EPA Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja „hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. Það starfsfólk sem ég hef kynnst á hótelinu eru tvær konur í afgreiðslunni og svo kokkurinn. Fleiri virðast ekki vinna í afgreiðslunni á hótelinu. Þetta er einlægt fólk sem vill allt fyrir mann gera. Hinn dæmigerði Frakki þykir ekki vera með sérstaklega mikla þjónustulund og ég hef hitt nokkra sem gera lítið til að kveða niður þá steríótýpu. En Annecy er eins og hótelið. Lítið og vinalegt. Þægilegt. Auðvelt að kynnast öllum staðháttum og auðvelt að komast um. Mjög hentugt þegar maður er að staldra stutt við. Þessi orð eru svo rituð í París, einni mestu stórborg heims. Andstæðurnar við Annecy eru æpandi. Fjölmiðlahópurinn lenti hér fljótlega eftir hádegi og var ekið beinustu leið niður á Stade de France, sem var svo hringsólaður nokkrum sinnum þar til inngangur fjölmiðlamanna fannst eftir mikið höfuðklór. Eftir að blaðamannafundi íslenska liðsins var lokið var haldið niður á hótel. Eða það héldum við. Ökuferðin gekk þokkalega. Við vissum að við vorum við hliðina á Moulin Rouge og þegar við keyrðum fram hjá þeim sögufræga stað vorum við komnir. Eða hvað? Áfram keyrðum við. Hring eftir hring eftir hring. Rútubílstjórinn hafði villst. Aftur. Misskilningur á götuheitum olli því að við þurftum ekki að gera annað en að fara úr rútunni við Moulin Rouge, labba nokkra metra og þá vorum við komnir á hótelið. Þetta hefði auðvitað aldrei gerst í Annecy, þar sem allt er nánast í göngufæri og innfæddir öllum hnútum kunnugir. Aron Einar Gunnarsson sagði einmitt á blaðamannafundinum í gær að Eiður Smári Guðjohnsen hefði sagt eftir komuna til Annecy frá Marseille að nú liði honum eins og hann væri kominn aftur heim. Ég er hjartanlega sammála og hlakka til að hitta aftur vinalegu konuna á hótelinu í Annecy, sem kvaddi okkur með þessum einföldu skilaboðum: „Sjáumst á fimmtudaginn!“ Auðvitað er enginn okkar að fara heim til Íslands á morgun. Við klárum Austurríki í kvöld og og förum aftur heim, til Annecy, á morgun. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 16. júní 2016 08:00 EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja „hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. Það starfsfólk sem ég hef kynnst á hótelinu eru tvær konur í afgreiðslunni og svo kokkurinn. Fleiri virðast ekki vinna í afgreiðslunni á hótelinu. Þetta er einlægt fólk sem vill allt fyrir mann gera. Hinn dæmigerði Frakki þykir ekki vera með sérstaklega mikla þjónustulund og ég hef hitt nokkra sem gera lítið til að kveða niður þá steríótýpu. En Annecy er eins og hótelið. Lítið og vinalegt. Þægilegt. Auðvelt að kynnast öllum staðháttum og auðvelt að komast um. Mjög hentugt þegar maður er að staldra stutt við. Þessi orð eru svo rituð í París, einni mestu stórborg heims. Andstæðurnar við Annecy eru æpandi. Fjölmiðlahópurinn lenti hér fljótlega eftir hádegi og var ekið beinustu leið niður á Stade de France, sem var svo hringsólaður nokkrum sinnum þar til inngangur fjölmiðlamanna fannst eftir mikið höfuðklór. Eftir að blaðamannafundi íslenska liðsins var lokið var haldið niður á hótel. Eða það héldum við. Ökuferðin gekk þokkalega. Við vissum að við vorum við hliðina á Moulin Rouge og þegar við keyrðum fram hjá þeim sögufræga stað vorum við komnir. Eða hvað? Áfram keyrðum við. Hring eftir hring eftir hring. Rútubílstjórinn hafði villst. Aftur. Misskilningur á götuheitum olli því að við þurftum ekki að gera annað en að fara úr rútunni við Moulin Rouge, labba nokkra metra og þá vorum við komnir á hótelið. Þetta hefði auðvitað aldrei gerst í Annecy, þar sem allt er nánast í göngufæri og innfæddir öllum hnútum kunnugir. Aron Einar Gunnarsson sagði einmitt á blaðamannafundinum í gær að Eiður Smári Guðjohnsen hefði sagt eftir komuna til Annecy frá Marseille að nú liði honum eins og hann væri kominn aftur heim. Ég er hjartanlega sammála og hlakka til að hitta aftur vinalegu konuna á hótelinu í Annecy, sem kvaddi okkur með þessum einföldu skilaboðum: „Sjáumst á fimmtudaginn!“ Auðvitað er enginn okkar að fara heim til Íslands á morgun. Við klárum Austurríki í kvöld og og förum aftur heim, til Annecy, á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 16. júní 2016 08:00 EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00
EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00
EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00
EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00
EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 16. júní 2016 08:00
EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00
EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00