Fjölmiðlahreiður í Efstaleiti? Ögmundur Jónasson skrifar 22. júní 2016 07:00 Ég þykist vita að skipulagsferli Útvarpsreitsins í Efstaleiti í Reykjavík sé á síðustu metrum. Enn er þó auglýst eftir athugasemdum við skipulagið. Mín athugasemd birtist hér. Hún felur jafnframt í sér andmæli gegn vaxandi verktakaræði. Ef mig ekki misminnir þá var upphaflega gert ráð fyrir þremur stórum RÚV byggingum á reitnum, þ.e. fyrir Útvarpið og Sjónvarpið og síðan upptökusali. Aldrei voru þó byggðar fleiri byggingar en ein á reitnum, sem ég hygg að hafi teygt sig frá Bústaðavegi að Listabraut. Hugsunin var sú að byggja þyrfti yfir margvíslega þjónustu og menningarstarfsemi sem þessi fjölmiðill þjóðarinnar sinnti. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, sagði í ávarpi við opnun Útvarpshússins, fara vel á því að staðsetja menninguna við Efstaleiti þar sem sæi vítt yfir.Breytt umhverfi Frá þessum tíma hafa allar aðstæður breyst. Til sögunnar eru komnir fleiri fjölmiðlar og áherslur í framleiðslu ljósvakaefnis allt aðrar en þegar húsakosturinn var upphaflega hannaður. Í stað mikils rýmis fyrir starfsemina hefur á síðari árum verið talin meiri þörf á óstaðbundnum og hreyfanlegum tækjakosti. Að sama skapi hefur allur tækjabúnaður minnkað mjög í umfangi. Við þekkjum það frá tölvunum okkar, en hraðminnkandi tölvur eru hluti af þessari þróun. Samhliða þessu hafa fyrirtæki sem starfa við framleiðslu sjónvarpsefnis eflst, að ekki sé minnst á kvikmyndaiðnaðinn, sem hefur bókstaflega sprungið út. Þá má ekki gleyma því að menntun á ýmsum sviðum fjölmiðlunar og fjölmiðlatengd listsköpun hefur stóraukist. Hér er því að finna gróskumikið umhverfi þar sem einn þáttur styður annan. Þegar aðstæður fyrr og nú eru bornar saman, verður manni ljóst, að í reynd stóð til að byggja undir þaki Ríkisútvarpsins yfir alla þessa starfsemi. Innihaldið var að eðli til hið sama og nú. Starfsemin hefur með öðrum orðum vaxið og fundið sér margbreytilegri skipulagsform.Klasasvæði fjölmiðlunar Og nú leyfi ég mér að spyrja hvort Útvarpsreiturinn í Efstaleiti væri ekki ákjósanlegt fjölmiðlunarhreiður; að þar verði skipulögð eins konar klasabyggð fyrir alla þessa starfsemi, eins og alltaf var í kortunum, og væri hún í ætt við klasabyggð háskólastarfseminnar neðan Suðurgötu og talsvert þar austur úr. Þessi hugsun hefur oft leitað á huga minn en tilefnið til athugasemdar minnar til skipulagsyfirvalda nú, eru skrif íbúa á svæðinu, sem andæfa ákaft, en af veikum mætti, áformum um risastórar íbúðabyggingar á Útvarpsreitnum og vilja róttækar breytingar á núverandi skipulagi. Þykir þeim mörgum vera sýnt að verktakar ráði of miklu um þróun byggðar í Reykjavík og að þetta sé enn eitt dæmi þar um.Íbúar gegn verktakaræði Ég hef margoft varað við verktakaræðinu. Það verður þannig til að fjárvana sveitarfélög (eða stofnanir) selja land og vilja fá sem mest fyrir sinn snúð. Verktakar bjóða í landið og vilja sem mest byggingarmagn bæði til að greiða fyrir lóðirnar og hafa eitthvað sjálfir upp úr krafsinu. Í þessu tilviki eiga bæði Borgin og Ríkisútvarpið hagsmuna að gæta sem seljendur lands. Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, skrifar um Efstaleitið í nýlegri grein í Fréttablaðinu að „í staðinn fyrir fallegan, friðsælan reit fáum við nágrannarnir svo fyrirferðarmikið, hábyggt og þröngsett hverfi, að það verður sannkallað ferlíki. Því meira byggingarmagn, þeim mun meira fé … Á liðnu sumri …lagði (ég) til aðra nýtingu lóðarinnar. Ég stakk upp á, að borgin keypti hana og nýtti í þágu útivistar og afþreyingar fyrir þá sem búa þarna í kring.“Borgaryfirvöld vilja hlusta Stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa marglýst þeim ásetningi að vilja hlusta á íbúana og taka tillit til óska þeirra. Þvert á þá hugsun koma síðan byggingaverktakarnir. Stórvarasamt er hve þeir eru farnir að ráða miklu bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Þótt þessi grein sé innlegg í umræðu um skipulagsmál er hún jafnframt og ekki síður, hvatning til Reykjavíkurborgar um að losa íbúa sína úr klóm verktaka, sem sælast eftir skipulagsvaldi og eru því miður að hafa sitt fram í alltof ríkum mæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ég þykist vita að skipulagsferli Útvarpsreitsins í Efstaleiti í Reykjavík sé á síðustu metrum. Enn er þó auglýst eftir athugasemdum við skipulagið. Mín athugasemd birtist hér. Hún felur jafnframt í sér andmæli gegn vaxandi verktakaræði. Ef mig ekki misminnir þá var upphaflega gert ráð fyrir þremur stórum RÚV byggingum á reitnum, þ.e. fyrir Útvarpið og Sjónvarpið og síðan upptökusali. Aldrei voru þó byggðar fleiri byggingar en ein á reitnum, sem ég hygg að hafi teygt sig frá Bústaðavegi að Listabraut. Hugsunin var sú að byggja þyrfti yfir margvíslega þjónustu og menningarstarfsemi sem þessi fjölmiðill þjóðarinnar sinnti. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, sagði í ávarpi við opnun Útvarpshússins, fara vel á því að staðsetja menninguna við Efstaleiti þar sem sæi vítt yfir.Breytt umhverfi Frá þessum tíma hafa allar aðstæður breyst. Til sögunnar eru komnir fleiri fjölmiðlar og áherslur í framleiðslu ljósvakaefnis allt aðrar en þegar húsakosturinn var upphaflega hannaður. Í stað mikils rýmis fyrir starfsemina hefur á síðari árum verið talin meiri þörf á óstaðbundnum og hreyfanlegum tækjakosti. Að sama skapi hefur allur tækjabúnaður minnkað mjög í umfangi. Við þekkjum það frá tölvunum okkar, en hraðminnkandi tölvur eru hluti af þessari þróun. Samhliða þessu hafa fyrirtæki sem starfa við framleiðslu sjónvarpsefnis eflst, að ekki sé minnst á kvikmyndaiðnaðinn, sem hefur bókstaflega sprungið út. Þá má ekki gleyma því að menntun á ýmsum sviðum fjölmiðlunar og fjölmiðlatengd listsköpun hefur stóraukist. Hér er því að finna gróskumikið umhverfi þar sem einn þáttur styður annan. Þegar aðstæður fyrr og nú eru bornar saman, verður manni ljóst, að í reynd stóð til að byggja undir þaki Ríkisútvarpsins yfir alla þessa starfsemi. Innihaldið var að eðli til hið sama og nú. Starfsemin hefur með öðrum orðum vaxið og fundið sér margbreytilegri skipulagsform.Klasasvæði fjölmiðlunar Og nú leyfi ég mér að spyrja hvort Útvarpsreiturinn í Efstaleiti væri ekki ákjósanlegt fjölmiðlunarhreiður; að þar verði skipulögð eins konar klasabyggð fyrir alla þessa starfsemi, eins og alltaf var í kortunum, og væri hún í ætt við klasabyggð háskólastarfseminnar neðan Suðurgötu og talsvert þar austur úr. Þessi hugsun hefur oft leitað á huga minn en tilefnið til athugasemdar minnar til skipulagsyfirvalda nú, eru skrif íbúa á svæðinu, sem andæfa ákaft, en af veikum mætti, áformum um risastórar íbúðabyggingar á Útvarpsreitnum og vilja róttækar breytingar á núverandi skipulagi. Þykir þeim mörgum vera sýnt að verktakar ráði of miklu um þróun byggðar í Reykjavík og að þetta sé enn eitt dæmi þar um.Íbúar gegn verktakaræði Ég hef margoft varað við verktakaræðinu. Það verður þannig til að fjárvana sveitarfélög (eða stofnanir) selja land og vilja fá sem mest fyrir sinn snúð. Verktakar bjóða í landið og vilja sem mest byggingarmagn bæði til að greiða fyrir lóðirnar og hafa eitthvað sjálfir upp úr krafsinu. Í þessu tilviki eiga bæði Borgin og Ríkisútvarpið hagsmuna að gæta sem seljendur lands. Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, skrifar um Efstaleitið í nýlegri grein í Fréttablaðinu að „í staðinn fyrir fallegan, friðsælan reit fáum við nágrannarnir svo fyrirferðarmikið, hábyggt og þröngsett hverfi, að það verður sannkallað ferlíki. Því meira byggingarmagn, þeim mun meira fé … Á liðnu sumri …lagði (ég) til aðra nýtingu lóðarinnar. Ég stakk upp á, að borgin keypti hana og nýtti í þágu útivistar og afþreyingar fyrir þá sem búa þarna í kring.“Borgaryfirvöld vilja hlusta Stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa marglýst þeim ásetningi að vilja hlusta á íbúana og taka tillit til óska þeirra. Þvert á þá hugsun koma síðan byggingaverktakarnir. Stórvarasamt er hve þeir eru farnir að ráða miklu bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Þótt þessi grein sé innlegg í umræðu um skipulagsmál er hún jafnframt og ekki síður, hvatning til Reykjavíkurborgar um að losa íbúa sína úr klóm verktaka, sem sælast eftir skipulagsvaldi og eru því miður að hafa sitt fram í alltof ríkum mæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun