Við viljum öll hjálpa – hjálpum þá! Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 20. júní 2016 07:00 Í dag er Alþjóðlegur dagur flóttafólks, 20. júní. Aldrei í mannkynssögunni hefur fjöldi flóttafólks verið meiri en einmitt nú. Samkvæmt mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna teljast um 60 milljónir einstaklinga til flóttafólks. Þar af eru um 20 milljónir sem hafa neyðst til að yfirgefa heimaland sitt vegna vopnaðra átaka eða ofsókna en 10 milljónir þeirra eru börn. Þetta eru tölur sem þú, lesandi góður, hefur líklega heyrt áður. En á bak við þessar sláandi tölur er fólk, venjulegt fólk eins og ég og þú, fólk sem þráir ekkert annað en friðsamlegt og öruggt umhverfi til að vaxa og dafna, finna hæfileikum sínum farveg og að tryggja börnum sínum eins farsæla framtíð og kostur er á. Venjulegt fólk, í óvenjulegum aðstæðum. En þetta vitum við öll. Í síðasta mánuði birti Amnesty International niðurstöður úr könnun sem framkvæmd var í 27 löndum. Í ljós kom að um 80% almennings, um allan heim, er hlynntur því að taka á móti flóttafólki. Þetta er yfirgnæfandi meirihluti og engin ástæða til að ætla annað en að afstaða Íslendinga sé á sama veg, þótt við höfum látið lítið að okkur kveða í móttöku flóttafólks (jafnvel miðað við hina frægu höfðatölu). Rétt er þó að fagna því sem vel er gert. Móttaka sýrlensks flóttafólks sem hingað kom í boði stjórnvalda í byrjun árs hefur gengið framar vonum. Fjölskyldurnar, og börnin sérstaklega, vaxa og dafna í því framandi umhverfi sem eyja í Norður-Atlantshafi vafalaust er. Þetta hefur þó ekki gerst af sjálfu sér, heldur hefur kostað mikla og óeigingjarna vinnu margra sjálfboðaliða og sérfræðinga. En betur má ef duga skal og verkefnin framundan eru stór og mikil. Næsta markmið, sem stefna þarf að og ná sem fyrst, er að jafna aðstöðumun kvótaflóttafólks annars vegar og hælisleitenda hins vegar. Fjöldi fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur aldrei verið meiri. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, geta gert miklu betur í málum þeirra sem fá slíka vernd. Margt af því fólki lendir í miklum vanda á vinnu- og húsnæðismarkaði og þarf að líða miklar þrautir við að aðlagast lífinu á Íslandi. Þessu þarf að breyta. Allir sem búa á Íslandi eiga að hafa jafna möguleika hvaðan sem þeir koma og hver svo sem þeirra staða er. Á því sviði getum við verið öðrum ríkjum fyrirmynd. Fyrir rúmum 30 árum lét ungur tónlistarmaður hafa eftir sér ummæli sem hafa orðið langlíf, sem eiga ef til vill vel við: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Það leikur enginn vafi á því hvað við getum. En nú ættum við að hefjast handa við að gera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegur dagur flóttafólks, 20. júní. Aldrei í mannkynssögunni hefur fjöldi flóttafólks verið meiri en einmitt nú. Samkvæmt mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna teljast um 60 milljónir einstaklinga til flóttafólks. Þar af eru um 20 milljónir sem hafa neyðst til að yfirgefa heimaland sitt vegna vopnaðra átaka eða ofsókna en 10 milljónir þeirra eru börn. Þetta eru tölur sem þú, lesandi góður, hefur líklega heyrt áður. En á bak við þessar sláandi tölur er fólk, venjulegt fólk eins og ég og þú, fólk sem þráir ekkert annað en friðsamlegt og öruggt umhverfi til að vaxa og dafna, finna hæfileikum sínum farveg og að tryggja börnum sínum eins farsæla framtíð og kostur er á. Venjulegt fólk, í óvenjulegum aðstæðum. En þetta vitum við öll. Í síðasta mánuði birti Amnesty International niðurstöður úr könnun sem framkvæmd var í 27 löndum. Í ljós kom að um 80% almennings, um allan heim, er hlynntur því að taka á móti flóttafólki. Þetta er yfirgnæfandi meirihluti og engin ástæða til að ætla annað en að afstaða Íslendinga sé á sama veg, þótt við höfum látið lítið að okkur kveða í móttöku flóttafólks (jafnvel miðað við hina frægu höfðatölu). Rétt er þó að fagna því sem vel er gert. Móttaka sýrlensks flóttafólks sem hingað kom í boði stjórnvalda í byrjun árs hefur gengið framar vonum. Fjölskyldurnar, og börnin sérstaklega, vaxa og dafna í því framandi umhverfi sem eyja í Norður-Atlantshafi vafalaust er. Þetta hefur þó ekki gerst af sjálfu sér, heldur hefur kostað mikla og óeigingjarna vinnu margra sjálfboðaliða og sérfræðinga. En betur má ef duga skal og verkefnin framundan eru stór og mikil. Næsta markmið, sem stefna þarf að og ná sem fyrst, er að jafna aðstöðumun kvótaflóttafólks annars vegar og hælisleitenda hins vegar. Fjöldi fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur aldrei verið meiri. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, geta gert miklu betur í málum þeirra sem fá slíka vernd. Margt af því fólki lendir í miklum vanda á vinnu- og húsnæðismarkaði og þarf að líða miklar þrautir við að aðlagast lífinu á Íslandi. Þessu þarf að breyta. Allir sem búa á Íslandi eiga að hafa jafna möguleika hvaðan sem þeir koma og hver svo sem þeirra staða er. Á því sviði getum við verið öðrum ríkjum fyrirmynd. Fyrir rúmum 30 árum lét ungur tónlistarmaður hafa eftir sér ummæli sem hafa orðið langlíf, sem eiga ef til vill vel við: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Það leikur enginn vafi á því hvað við getum. En nú ættum við að hefjast handa við að gera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun